Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 10
314 LESRÓK ArORmiNP.LAJ)STNS ar, hafdi leitai) uppi annan fugl, seni líktist hinum og keypt hann til Jiess að spara barninu sorgina af ástvinarinissinum. Þann 14. des. s.l. veittist mjer sú ánægja að vera gestur ungfrú .Vah’ine Nordal Condé, ] ar sem hún ljek á píanó í Walddorf Astoria Það var var í hinu svonefnda Star- light Roof á 18. hæð. Sá salur er skreyttur á mjög listrænan hátt með tindrandi stjörnum á blárri hvelíingu. Valdine ljek af svo mikilli snild, að allir stóðu á öndinni, og er hljóð- færið þagnaði, ætlaði lófataki aldr- ei að linna. Valdine leynir því ekki, að hún er íslendingur. Hún lætur þess jafn- a?i getið, hvar sem hún kemur fram, enda er kynbragðið hánorrænt. Hún er bláeygð og ljóshærð, há vextí og tignarleg, þó að lítt sje hún af barns aldri. Framkoman er m.jög iátlaus og eðlileg og hin prýðileg- asta. M.jer var svo mikil forvitni að fá að vita meira um þenna íslenska tónsnilling, að jeg bað kennara hennar um upplýsingnr. Sagði hún mjer, að Valdine hefði leikið fyrir ínarga heimsfræga listamenn í New York, sem allir væru á einu máli um að hún væri færasti kven- píanóleikari, sem nú væri uppi. Af þeim, er þenna dóm höfðu kveðið upp, nefndi hún Isadore Fillip frá París, Pólver.jann Artur Rubenstein, sem nú er talinn frægastur allra píanóleikara, fiðlusnillinginn Fritz Kreisler, Rudolf Gans, sem stjórnar Philharmonie Symphony. Valdine hefir leikið í mörgum hinum allra stærstu sönghöllum Ameríku. Tíu ára gömul var hún sólóisti í Carnegie Ilall með New York Philharmonic Symphony og ljek Jiar Grieg Piano Concerto í A Minor. Níu ára gömul var hún sól- óisti í Massey Ilall í Toronto með Toronto Symphony Orchestra, þar sem Ernest Macmillan stjórnaði. þar ljek hún í hinu mikla Liszts Concerto í E ílat major. *tta ára gömul var hún sólóisti New York Civic Symphony sem Joseph Littan stjórnaði. Ljek hún Concerto í G-minor eftir Saint Seens. Vakt \' leikur hennar m.jög mikla eftirtekt. Til dæmis sagði New York Times, að Jiessi afburða bnillingur liefði leikið svo dásam- lega, að á eflir hefði lófatakið dun- ið í fidlar tíu mínútur. Þessi sama hl.jómsveit l.jek við heimssýninguna miklu í New York. Níu ára gömul ljek Valdine Concerto í P-flat minor eftir Tschaikowsky með Nassau Phil- harminic Symphony. Tólf ára gömul var Valdine sóló- isti með Chicago Symphony Or- chestra í Orant Park. þar sem s.jö- tíu þúsund ntanna hlýddu á leik hennar. Tíu ára gömul var Valdine sóló- isti í Carnegie Hall með Ilarlford Symphony Orchestra undir stjórn hins unga og fræga Leon Barzin. Valdine er talin eini íslendingur- inn, sem hefir verið sólóisti í Jiess- um frægu sönghöllum. Þegnr h.jer var komið upptaln- íngu, þótti mjer varla mega við bæta í stutta tímarits grein. Kvað frú Sigríður þá enn fjölmargt ó- talið, svo sem þátttöku í hljómleilc með Emmanuel Liszt, Tito Schipa, John Gurney og mörgum fleiri, einn- ig leikur hennar við f.jölmargar samkomur og á ýmsum heimilum, t. d. hjá Mrs. Roosevelt og hjá ekk.ju Tomasar Edisons, svo að eitthvað sje nefnt. Fjelag ftefnir sig „Professional Men’s Club“. Forseti þess er hinn frægi höfundur Clarence Budding- ton Kelland. Valdine var heiðurs- gestur Jiessa fjelags og var sæmd heiðursmerki fyrir framúrskarandi afrek í heimi hljómlistarinnar. Fór þetta fram í Park Lane llotel við Park Avenue í New York. Þegar leikur Valdine hreif mig sem mest, komu mjer í hug orð Matthíasar: „Ógurleg er andans leið upp á sigurhæð". Bak við slíka snild hlýtur að vera löng og terfið þroskabrauf. Var m.jer sagt, að Vahline hefði helgað líf sitt alt að kalla þessari list alt frá Jnigg.ja ára aldri. Var hún svo hcppin að eiga góða móður, sem skildi undra- barnið og vakti yfir andlegum Jjörf- um þess. Þá var það og heppni. að" hún átti móðursystur, sem s.jálf hafði tilbeðið tónlistina frá því þún muridi fj'rst eftir sjer. Verður hún jafnan þakklát föður sínum, sem gaf henni af litlum efnum hljóð færi og sá henni barnungri fyrir kenslu. Vegna þess gat hún nú kennt Valdine. — llún taldi ekki eftir sjer tímana dag eftir dag og ár eftir ár, enda var þar ekki unnið fyrir gýg, því að fjögurra ára Ijek hún fyrir útvarp í Winnipeg. Var það á vopnahljesdaginn árið 1933. Þá var Valdine svo lítil, að kennari hennar, Sigríður Nordal Ilelgason, varð að lyfta henni upp í sætið. 9 Tvö næstu árin ljek Valdine reglulega tvisvar í viku fyrir útvarp í Winnipeg, sem frú Ilelgason stjórnaði. Sjö ára gömul var Valdine sólóisti við Concert Orchestra í Winnipeg. l.jek hún Jjá tónverk eftir Mozart. Voru það sjötíu blaðsíður, sem hún ljek utanbókar. Þegar Valdine var fimm ára, elsk aði hún Bach mest allra tónskálda. Ljek hún tónverk hans öllum stundl um. Sex ára fluttist Valdine til New Framh. á bls. 120.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.