Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 16
120 IjESBÖK MORGIINBIjAÐSTNS Mat-urta-bók fyrrum vicelögmanns ins hr. Eggerts ólafssonar. Um garðyrkju á Islantli, frá því sæðið fyrst fer í jörðina, til þess aldinið verður á Jborð borið“. — Er þetta allmikil bók, og er að því leyti verk sjera Björns, að hann vann hana úr frumdrögum að hinni stóru „Lac- hanologiu“ Eggerts, er fórst með honum, ásamt flestum öðrum hand- ritum hans, eins og kunnugt er. Kost nðu þeir sjera Björn og Magnús bróðir Eggerts útgáfu þessa. Fremst i bókinni, er hið mikla erfikvæði nm Eggert, eftir sjera Björn. Er það 47 erindi og heitir „Fjögvnar- mál“. Þar segir meðal annarS: Hver leit Eggert einu sinni, at ei sæi marga . afbragðs-kosti? — Undrabarnið Framhald af bls. 113. . York ásamt móður sinni og móður- systur. Ljek hún þá þegar fyrir National Broadcasting Company. Arið eftir ljek hún einnig fvrir íit- varpsstöðina N.B.C. Einhver kann nú að spyrja, hvort þetta barn hafi ekki orðið af æsku- gleði, mentun og líkamsþroska ann- ara barna. Þeirri spui-ningu er ó- hætt að neita. A síðast liðnu ári tók hún gagnfræðapróf (ITigh School Graduation). Hin frjálslega framkoma hennar og heilbrigði hennar og þroski sýna, að hún hef- ir ekki farið á mis við íþróttir og leiki og fjelagsskap jafnaldranna. Frá þ\*í hún komst á legg, hefir hún verið öflug í leik sem starfi. Btundar hún ýmsar íþróttir, en einkum iðkar hún tennis, skauta- hlaup og útreiðar. . Steingrímur Arason. Ilverr mátti Eggert hitta at máli ok ei kæmi fróðari af fundi þeirra? Hver vissi til Eggerts hátta nokkut, það mentar ei merki bæri? llver var landi list at gagni, sem Eggert væri með öllu dulin? Þat munu ókomnar aldir skynja, menn óbornir munu því hrósa, at Eggert var, meðan uppi sat óðalsjarðar ást og prýði. LEIÐRJETTING. í GREIN minni um skáldið sr. Jón Þorláksson á Bægisá í Lesbók 28. f. m. hefir sú villa slæðst inn, að Franz í Málmey hafi verið bróð- ir Sigtryggs á Framnesi, Jóhanns og þeirra sytskina. Þetta er ekki rjett. Franz er bróð- ursonum þeirra (sonur .Tónatans .Tónatanssonar). Akurevri, 2. febr. 1945. Brynleifur Tobíasson. Gamlir AÚnir, Pjetur og Páll, hittast og ákveða að drekka saman eftirmiðdagskaffi. Þeir fara því inn í veitingahús. Þjónn, sem kemur að borðinu til þeirra: — Hvað var það? Pjetur: — Tveir kaffi. (Snýr sjer að Páli). Hvort viltu það með eða án koníaks. Páll: Með koníaki, en kaffilanst. Efnl til minnisvíirðíi T'ramh. af bls. 111. Þorsteins Hjartar Árnasonar og Matthildar Guðmundsdóttur. — Og tjá þeim ánægju og örfun þá sem þessi gjöf gefur fólki í Dyrhóla- hreppi — vegna tilgangs gjafarinn- ar. — En Dyrhólasystkinin eru: T'riðrik. skrifstofumaður í Reykja- vík ; Gnðný, gii't Chr. Björnæs síma- verkstjóra Reykjavík; Gróa Sigríð- ur, gift Kristjáni Kinarssvni trje- smið frá Mörk, búsett í Canada; Elín Ragnheiður, gift Jóni Þorsteins svni, bakarameistara, Eskifirði; Elín, gift Friðriki Svipmundssyni, skipstjóra, Löndum, Vestmannaeyj- um og Matthildur, gift Þórarni Gíslasyni gjaldkera, Lundi, Vest^ mannaeyjum. Það vildi líka svo einkennilega til, að þá var stofnað skógrækt- arfjelag í Mýrdal, sama dag og þessi skipulagsskrá um Minningar- sjóð Dyrhólahjóna var þar fyrst birt í Mýrdal, ásamt fleiri stuðn- ingsgjöfum góði'a úthjeraðs Mýr- dælinga til skógræktar í sýslunni, og lesin upp af sýslumanni, Gísla Sveinssyni, sem gengist hafði örugglega fyrir skógræktarfjelags- skap í V.-Skaftafellssýslu. — Að síðustu er ])akklæti Dyrhóla- hrepps hjer .með tjáð Dyrhóla- systkinum, og þeim tjáð virðing og vinarhugur fyrir gjöfina —- (hina nýju „Lögfestu" Dyrhóla- vesturhúsa.) Dvrhólahreppi, Hvoli 8. júní 1944 Eyjólfur Guðmundsson. — Finnst þjer hún Bíbí ekki dansa fjaðurljett. — JÚ, en er það nokkuð að furða — bnnur eins gæs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.