Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 10
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS 53G CR SUMARFERÐALAGI: SJÖTTA GREIN í SAURBÆ - Eítir Árna Óla Hrings teinar. - INN SNEMMA morguns ljet Kristinn bóndi á Skarði reka heim hesta og leggja á ])á. Hann helt að hann ljeti okkur ekki fara fótgangandi frá sjer. Og svo fylgdi hann okkur sjálfur inn að'Tjaldanesi. Þetta er alllöng leið, við munum hafa farið hana á fjórum stundum. En við fórum fremur hægt, enda er veg- urinn harður og víða grýttur nokkuð. En hvergi eru torfærur og getur þetta orðið hin ákjósanleg- asti bílvegur. Þarf ekki annað en senda jarðýtu'út með hlíðunum og láta hana ryðja braut, því að ó- víst er hvort þar þarf nokkurn of- aníburð. Þarna á nú bráðum að koma bílvegur svo að hægt sje að fara á bíl umhverfis Strandir. Eins og fyr er getið er akfær vegur kominn út að Kjallakstaðaá að sunnan verðu. og akfær vegar- spotti er frá Skarði og Skarðsstöð inn að Búðardalsá. Ruddur vegur frá Skarði út fyrir Klofning mundi koma að góðu haldi, þó að auðvitað þurfi síðar meir að brúa árnar. Við ríðum nvi inn með Skarðs- hyrnu, sem gnæfir há og brött yf- ir veginn. Gróðurlítil er hún og Draumaklettar svartir og þver- hnýptir í briininni. Vegurinn ligg- ur skamt frá Andakeldu, þar sem gullið er fólgið. Ef einhver fram- takssamur maður vildi ræsa keld- una fram, þá er honum þar vísað til iaunanna. F\mir innan Skarðshyrnu opnast Búðardalur, grösugur og fagur yf- ir að líta. Eru hjer að honum grónar hlíðar, en inst í honum er hátt og skuggalegt klettabelti, sem heitir Svarthamar. Út úr Búðardal gengur annar dalur, sem Hvarfs- dalur heitir. Þar á dalsmótum er samnefndur bær, og var Jiann áð- ur eign kirkjunnar í Búðardal. I Biiðardal bjó Magnús sýslumaður Ketilsson lengi (fram til 1804) og bætti jörðina stórkostlega. Eftir dalnum rennur Búðardalsá og er nokkuð vatnsmikil, eftir því sem ár eru hjer, og er foss í henni rjett neðan við vaðið. Búðardals er oft getið í Sturlungu, en sögulegustu viðburðirnir þar gerðust hinn svo nefnda Búðdælavetur, út af erfða- máli, þar sem Einar Þorgilsson á Staðarhóli efndi til ójafnaðar eins og honum var títt. Þegar við vorum að fara yfir Búðardalsá kom örn fljúgandi ut- an af firði og settist á árbakkann. Er nú orðið svo sjaldgæft að sjá erni, að slíkt þykir tíðindum sæta. Ekki mun hann hafa átt heima hjer á ströndinni, heldur verið kominn norðan yfir fjörð að leita sjer fanga. Getur verið að hann eigi heima í Brandseyrarbjargi við Berufjörð, því að þar hafa ernir átt heima á undanförnum árum. Engan þarf að undra þótt mikil álfatrú hafi verið hjer á Btrönd- inni fyrrum og menn hafi þóst sjá glæsilegar álfaborgir og álfabústaði víða í björgunum. Einu sinni fanst í Búðardal andlegt ljóðakver, sem álfar höfðu glatað. Er nokkuð úr því prentað í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ekki sannar þessi kveð skapur það, sem þó var trúað, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.