Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r>39 hóll, sem Víga-Sturla reisti fyrst. Þar bjó Þorgils Oddason og Einar sonur hans. Þar bjó Sturla Þórðar- son og þar bjó Staðarhóls-Páll. Innar í dalnum er Hvítadalur, sem Stefán skáld kendi sig við. Enn innar er Bessatunga. Þar bjó Hólmgöngu-Bessi, og er bærinn kendur við hann. Nú er það ofarlega í Saurbæ- ingum að færa bygðina saman á einn stað. Ef það tekst, er enginn vafi á því að það vCrður þeim til farsældar. Dreifbýlið og einyrkja- búskapurinn, þar sem öll verk kalla í einu á sama manninn, gera iífið í sveitunum svo örðugt, að fólkið flýr þaðan. Með því að færa saman bygðina skapast skilyrði fyrir margháttaðri verkskiftingu auknu fjelagslífi, auknu skemtilífi, auknum þægindum í aila staði. Og hjer hagar einmitt vel til að reisa sveitarþorp. Og byrjunin á undir- biiningi þess er það, að mi er verið að gera áætlanir um stórkostlega framræslu mýranna í dalnum. Mönn um sýnist að það muni vera vinn- andi vegur að gera alla hina miklu, gróðursælu en mýrlendu sljettu að samfeldu ' túni, einum akri fjall- anna á milli. Og það verða hæg heimatök fyrir þorpsbúa, hvar svo sem þorpinu verður valinn staður, að nytja þetta mikla gróð- urland, því að þar vefður heyskap- urinn stundaður eingöngu með vjel- um. Dráttarvjelarnar nýju sem beita má fyrir sláttuvjelar, rakstrarvjel- ar, vagna, plóga, herfi og valtara, hafa opnað nýja möguleika til betri afkomu í sveitunum. Þetta hafa bændur þegar sjeð, þótt revnslan sje ekki löng. Og það hleypir í þá nýum framkvæmdahug. .Teg átti tal við nokkra bændur, sem fengu dráttarvjelar og sláttuvjelar í vor. Hljóðið í þeim var eins og þarna hefðu þeir fengið lausn á stórum vanda. Þeim bar saman um það, að með þessum nýju vjelum gretu Saurbær. þeir slegið helmingi meira heldur en með venjulegri tveggja hesta sláttuvjel. Auk þess mátti nota dráttarvjelina til margs annars. Þeir sögðu að heyskapurinn yrði leikur einn, hjá því sem áður var, með þessum nýu tækjum. Auðvitað verður landið þá að verg vel ræktr að og vjeltækt, en það hafa nú flestir bændur sjeð áður, að ekki borgar sig að heyja á öðru landi. Búskapur þeirra, sem eiga að heyja á þýfðum túnum eða litengi, er dauðadæmdur. Jeg vildi að jeg ætti eftir að lifa það að koma í Saurbæinn, þeg ar hann hefir allur verið ræktaður og þar hefir risið upp myndarlegt sveitarþorp. Þá verður gaman að sjá og kynnast þeim framförum og þeim bættu lífsskilyrðum, sem vjelanotkun og samtök megna að veita jslensku sveitarfólki. Saurbærinn er einangraður frá öllum öðrum sveitum Dalasýslu. Ilann er' í raun rjettri hjerað út af fyrir sig. Fjöllin girða hann á þrjá vegu og sjórinn á einn veg. Vegir eru þaðan að vísu*út og inn með Gilsfirði, en fáar leiðir til suðurs, og engar nú farnar nema Svínn- dalur. Um hann liggur akvegurmn. Einstaka sinnum fara ferðalungar yfir fjallvegu til Skeggjadals og Sælingsdals, en þær götur eru nú orðnar óglöggar. Svínadalur er frábrugðinn öðr- um dölum í sveitinni. Hann hefir aðra stefnu en þeir. I honurn er ekkert undirlendi og hann er op- inn í báða enda. Ilann er hlið, gert af náttúrunnar völdum, í gegn um fjöllin milli Ilvammssveitar ogSaur bæjar, og hefir verið þjóðbraut frá upphafi íslandsbygðar. Að vísu lá vegurinn fyrrum öðru vísi en nú. Dalurinn er yfirleitt þröngur, en þrengstur þó um miðbikið. Heita þar Mjósyndi. Bygð var í dalnum þar fyrir norðan fram vfir sein- ustu aldamót, og má þar enn sjá húsgrunn, forláta vel hlaðinn úr grjóti. Það eru handverk Jndriða gamla á Skarði. Þar sem dalurinn er þrengstur er holtrani í honum miðjum og á þessu holti stakur steinn, mjög stór. Hann er nú af ýmsum nefnd- ur Kjartanssteinn, og talið að hjá honum hafi Kjartan Ólafsson fall- ið. En þetta er ekki rjett, enda tekur sagan af öll tvímæli um það. ITún segir að þeir Hólsbræður hafi fylgt honum lengra og ekki skilist við hann fyr en dalurinn fer að víkka aftur. En við TTafragil sátu þeir Bolli og Ósvífurssynir fyrir Kjartani. ITafragil heldúr enn nafni sínu. Það er sunnarlega í Framhald á bls. 541 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.