Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 6
532 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS urinn svaraði með þessari latínu- setningu: ,,Sat eito, si sat b.ene“. (nógn fljótt gengur, ef nógu vel gengur). Pjellst Skíili á þetta, og að gömlum og góðum sið bað hann afa sinn að blessa sig og fyrir- ætlun sína. Gerði sjera Einar það og mælti: „>Teg bið þess, að þú megir læra að þekkja heiminn, en Guð varðveiti þig fyrir heiminum". Það leynir sjer ekki að Skúli hef- 3r haft miklar mætur á frændum sínum, og þó ekki hvað síst á hinu aldraða göfugmenni, sjera Einari afa sínum. I æfisögu sinni segir Skúli, er hann hefir gert nokkra grein fyrir ætterni sínu: „Hjer er þá sagt alt hið sannasta um upp- haf Skúla Magnússonar, og verð- ur það alt honum til lítillar sæmd- ar, er vjer fáum nánari fregnir af honum sjálfum". — Vill hann með því gefa í skin, að hann sje naum- ast jafnoki, hinna ágætu forfeðra sinna, því ekki segir hann þetta af hjegómaskap eða monti. Ilann var gæddur eiginleikum sannra mikil- menna, og var laus við þesskonar skapgerðarbresti. Um haustið 1727 hófst námsferill Skúla, fór hann þá að Múla í Að- aldal, til Þorleifs prófasts Skafta- sonar, sem var kennari góður og hafði jafnan heimaskóla og útskrif- aði nemendur. Einnig var hann landskunnur maður á sinni tíð fyr- ir margra annara hluta sakir. Ekki þótti Súla námið sækjast eins greitt og hann hefði kosið, og kunni illa þululærdóminum sem þá var tíðk- aður. En sjera Þorleifur var ekki óánægður með hann sem nemanda og sagði að hann hefði næman skiln ing. Næsta vetur, er faðir hans drukknaði, kom töf í námið hjá! Skúla, því er svo var komið taldi hann sjer skylt að veita móður sinni nokkurn stuðnng. Hafði Skiili áhyggjur þungar út af þess- um nýju viðhorfum, því að áhugi hans á náminu hafði glæðst. Lagði hann því leið sína til sjera Einars afa síns, að leita ráða hjá honum. Talaði gamli maðurinn kjark í hann, og ákvað Skúli að halda náminu áfram. Snjeri hann aftur vongóður til sjera Þorfleifs, staðráðinn í að ljúka námi. Þenna vetur slasaðist Skúli og lá alllengi rúmfastur, en námið stundaði hann af svo mark- vissu kappi, að sjera Þorleifur bauðst til þess að útskrifa hann þá um vorið. Skúli afþakkaði þetta kostaboð, og vildi heldur ritskrif- ast frá hinum viðurkenda Dóm- skóla á TTólum. Lagði hgnn því land undir fót, „heim til Hóla“, til að sækja þar um ölmusuvist næsta vetur. Tók Steinn biskup málaleitun hans mjög ólíklega, og mun hafa haft gildar ástæður; því svo greiðvikið góðmenni var hann, að vart mun hann hafa gert að gamni sínu, að láta nokkurn mann synjandi frá s.jer fara. Erindislok þessi fjellu Skúla svo þungt, að hann fjekk trauðla varist tárum. Er hann lagði vonsvikinn af stað heimleiðis, snjeri hann sjer til stóls ins og mælti: ,Nú ertu mjer and- stæður, en betur muntu taka mjer næst“. — Rættist sú spá hans, áð- ur mörg ár voru liðin. Sjera Þorleifur í Múla, hafði um vorið 1730 gengið að eiga Oddnýu ekk.ju s.jera Magnúsar, og vorið eft ir útskrifaði hann Skúla, tæplega tvítugan að aldri og hrósar hann honum, fyrir afbragðs gáfur og ástundun við námið. Er þessum áfanga var náð. fór Skíili að Rauðuskriðu, til Bene- dikts lögmanns Þorsteinssonar, sem einnig var sýslumaður í Þingeyja- þingi. Var Skúli í þjónustu hans á annað ár og kyntist þar embætt- isrekstri, einnig las hann þar margt nytsamra bóka g erlendum málum úr bókasafni lögfmanns. Skúla var það ljóst, að ef hann mætti gera sjer vonir um Uokkurn verulegan embættisframa, yrði hann að komast á háskólann í Kaup- mannahöfn. Sigldi hann svo með Ilúsavíkurskipi um haustið 1732, þó fararefni væru í naumasta lagi. Tókst þessi fyrsta sigling hans greiðlega, og steig hann á- land í Kaupmannahöfn eftir 8 daga úti- vist. En þá veiktist hann hættulega af bólusótt og lá í margar vikur, en menjar þessa sjúkdóms bar hann til æfiloka. Að afloknu prófi var Skúli skráður í stúdentatölu við háskólann, rjett fyrir jólin sama ár. Rektor háskólans var þá, hið mæta göfugmenni: ITans Gram pró- fessor, sem allir íslendingar ættu að kannast við. ITjelt hann við þetta tækifæri ræðu á latínu um: „Lærða Islendinga". Gram var á þeim tíma talinn vera lærðastur danskra manna, þó ekki hefði hann lokið neinu embættis- prófi. Auk margskonar fræða, var hann einkar vel að sjer í málfræði, sögir og forn-norrænum bókment- um. Var hann hin mesta hjálpar- hella og hollvinur íslendinga. Gram var fátækur prestssonur, og fædd- ist í smábæ á Jótlandi árið 1685. ITann kvæntist auðugri konu, en misti hana eftir stutta sambúð; var honum því ekki fjár-vant. En lær- dómur háns og glæsilegir persónu- töfrar gerðu hann afar vinsælan, svo honum stóðu allar dyr opnar. — Þessi maður átti ^fcftir, oftar en einu sinni, að grípa farsællega inn í rás viðburðanna á örlagastundum í lífi Skúla fógeta. — Að sjálfsögðu valdi Skiili prófessor Gram, fyrir aðalkennara sinn. Eins og áður getur voru fjárráð Skúla af skornum skamti, er hann fór utan, og svo munu veikindin einnig vafalaust hafa haft allmik- inn kostnað í för með sjer fyrir hann. Fór svo er líða tók á vetur- inn, að Skúli var kominn í algjör fjárþrot, og fann hann ekki annað ráð heillavænlegra, en að ráðast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.