Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 5
( bæ, Jónssonar. Og varð þeiin 12 barna auðið. Elstur þeirra barna, var hinn frábæri gáfumaður, skáld og rithöfundur, Jón Einarsson, heyrari — kennari, fyrst í Skál- holti og seinna á Hólum. Andaðist hann aðeins 35 ára gamall, rjett um þær inundir sein hann átti að taka við skólameistaraembættinu á Hólum. hefir sumt af ritum hans og kveðskai) verið prentað. Seinni kona Eihars var einnig Skagfirðingur: Guðrún Grímsdótt- ir frá Viðvík, en börn áttu þau ekki. Víst hefði sjera Einar, verð- skuldað, að hans hefði verið ítar- legar minst á þessu 300 ára afmæli hans, en hjer eru tök á að gera. Næstelstur at' börnum sjera Eiu- ars var Magnús, er prestur var á iíúsavík árin 1715—1728, en þar áður hafði hann verið aðstoðarprest ur í Garði hjá föður sínum um hríð. Lýsir Skúli föður sínum á þá leið, að hann hafi verið gáfaður vel, allvel lærður, lögfróður vel, tölu- vert hagmæltur og búhöldur mikill. » Hann átti í jarðkaupum og hafði umsvif mikil, en hafði þungt heim- ili og mikinn kostnað, svo auðugur var hann ekki, er hann drukknaði á besta aldri, í ársbyrjun 1728, er hann var að sækja rekavið, og hrökk útbyrgðis af bát. Nokkuð fjekkst sjera Magnús við ritstörf, samdi < eikningsbók og ým- islegt fleira, en ekkert af því hefir verið prentað. Kona sjera Magnúsar var Oddný dóttir Jóns bónda Árnasonar í Keldunesi, en móðir hennar var Guðrún Gunnarsdóttir Hólaráðs- manns Egilssonar prests í Hofsþing um í Skagafirði. Kemur enn að hinu sama, að forfeður Skúla, eru einkennilega staðbundnir við Skaga fjarðarhjerað. Jón í Keldunesi var sonar-sonur hins alkunna merkismanns, Björns Magnússonar á Laxamýri, og var Jóu þannig 8. liður karlleggs frá LESBÖK MORGUNBLAÐSINS tot- 531 Lofti ríka. I æfisögu sinni segir Skúli um þennan móðurföður sinn: „Og veit jeg ekki að hverju leyti hann er merkur maður, nema hann var ríkur bóndi, og ljet ekki hlut sinn fyrir neinum“. — Leynir það sjer ekki að Skúla hefir þótt sá eiginleiki all þýðingarmikill. Odd- ný þótti fremri flestum öðrum kon- um, kvenskörungur og mesti dugn- aðarforkur. Börn þeirrar Oddnýar og Magn- úsar prests, voru 7 er til aldurs komust en 2 dóu í æsku. Jón próf. Aðils telur Skúla verið hafa elstan þeirra barna, en vafa- samt er hvort það er rjett, )>ví Skúli segir þannig, í æfisögu sinni: (Þar talar hann æfinlega um sig í 3. persónu). „Skúli er fæddur sein fyr er sagt 12. des. 1711. Ilann verð ur að játa sjálfur, að hann man ekkert um þann merkisatburð. Það man hann fyrst, að börnin voru mörg í stofunni í Húsavík og lenti í rifrildi út af einhverju. Skúli þótt ist hafa á rjettu að standa, en barn fóstran tók hann og sagði faðir hans að það væri rjett gert: „Því að hann kúgar alla hina krakkana‘f. — Virðist það fremur benda til þess, að Skúli hafi verið meðal yngri systkinanna fyrst „börnin voru mörg“ er hann man fvrst eftir sjer. Af frásögn þessari má einnig ráða, að snemma hefur Skúli verið nokkuð ráðríkur, en einkum kemur þó fram einbeittni sú, sem einkendi hann svo mjög í dáðríku æfistarfi. í æsku þótti Skúli vera ódæll og mikill'fyrir sjer, er það raunar oft einkenni þrekmikilla unglinga. En af þeim orsökum var honum. er hann var 10 ára gamall, komið í fóstur til afa síns, sjera- Einars í Garði. Hugði Skúli gott til þessar- ar nýbreytni og mnn hafa talið, að sjera Einar, sem þá var orðinn maður háaldraður, myndi ekki geta haft hemil á ærslum síuum og bernskubrekum. En það fór á aðra lund. Heima var hann vanur ströng- um aga, sem ekki hefir átt vel hinn tápmikla og geðríka , ungling. — Sjera Einar var eiijstakt göfug- menni, og tók Skúla öðrum tökum, var inildur og umburöarlyndur, en vandaði um við hann, með still- ingu og festu. Tókst hpjiiun að vinna trúnað og einlæga vináttu drengsins, og fjekk Skúli svo mikl- ar mætur á afa sínum, að hann vildi alt gera að hans vilja. Einnig íiiun sjera Eitiar, hafa kent Skúla bók- leg fræði. Eftir þriggja ára dvöl í Garði, hvarf Skúli aftur heini til foreldra sinna, en fljótt þótti sæk.ja í sama horfið með óstýrilæti hans. Ráð- lagöi s.jera Einar þá að halda hon- um fast að vinnu, tók Magnús prestur því feginshendi, þótti Skúli duglegur til verka, og vann öll al- geng störf, til lands og sjávar, um nokkurt skeið. Á árinu 1725 verður nokkur breyt ing á ráði Skúla; konrst hann þá fyrst í kynni við vinnubrögð og verslunarháttu einokunar-kaup- mannanna. Segir hann í æfisögu sinni þannig frá því: —- „Ilann (Skúli) var þrjú ár buðarsveinn í Húsavík hjá Hinrik Schovgaard kaupmanni. — Þegar kaupmaður sagði: „Mældu r.jett strákur" skildi Skúli það þannig; „Gáðu að því strákur að hafa af íslendingum“, og l.jet ekki sitt eítir liggja í því. Þá bar svo til, að hanrt fór í or- lofsferð til sjera Einaí's afa síns, bárust verslunarstörfin í tál og hernidi Skúli rjett frá öllu; líkaði ganila manninum stórum nliðúr og sagði: „Ætlar þú, drengur minn, að" gera þig sekan í áVtí auðvirði legu athæfi? Ef þu vitt lilfta mín- um ráðum, þá hættir þfi: verslunar- störfum og ferð í skóla“. En Skúla sem var orðinn 16 ára, þótti lang- sótt leið að marki, hjá þeim’ sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.