Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBL'AÐSINS 529 er Skúli andaðist, en er honum óx þroski, hlaut honum að verða ljóst hið merka æfistarf Skúla. Og er Bjarni hafði tekið sjer búsetu í Gufunesi, og sá til Viðeyjar, sem þessi mæti langafi hans hafði gert að víðfrægum stað, að góðu einu, hlaut hann því nær á hverjum degi, að vera mintur á hann. Aftur á móti orkti Bjarni indæl erfiljóð um sjera Sæmund M. Holm, og tel- ur hann „hjartahreinan“. líafði Sæmundur þó ritað á dönsku níð og rógburð um Skúla, og starf lians. Sýnir þetta að ýmsir mætir menn, er voru honum samtíða eða því sem næst, voru ekki fyllilega dóm- bærir um hvílíkt afreksverk æfi- starf Skúla var. Ben. J. Gröndal gerði Skúla að sönnu skil með einu erindi, sem spökum mönnum þykir svo vel gert að betra sje en annað lengra miðl- ungi vel orkt. Er erindið á þessa leið: „Voru gjaldkera goldin gjöld þung rifjum köldum; við una verður neinu vart nema snöru hjarta. Elli var ei að falli einhlít þeim að slíta: Hörð ráð böndin herðu harðmúluðustum Skúla“. Árið 1911 á 200 ára afmæli Skúla fógeta, orkti Matthías okkar; þessi furðulegi töframaður íslenskrar ljóðlistar, snildarkvæði, um hann. Enda fer þar saman orðasnild skáldsins og mikilleiki yrkisefnis- ins: „Heyrið, íslands ungu stjettir, óma hetjulag. Þess er fyrst á Fróni rjettir fallinn þjóðarhag. Skúla mikla Magnússonar minnis- kveðum -brag“......... • Eins og að líkum lætur, hefir nokkuð verið um Skúla ritað, þó allciargir samtíðarraanna hans ' ■ e 'v Hans Gram, leyndarráð. ^ eygðu ekki til hlítar hið frábæra í fari hans. 1 vikublaðinu „Fjallkonan“ ár- ið 1889, er prentuð æfisaga Skúla, er hann samdi sjálfur á dönsku, en Jón Grunnvíkingur sneri á ís- lensku, og% bætti ýmsum skýringum við. Nær frásögn þessi þó ekki nema til ársins 1749, er Skúli varð landfógeti, en þá má næstum segja að hin ðvenjulega saga hans hefj- ist. Hafði ristjóri Fjallkonunnar, Valdjinar heitinn Asmundsson í hyggju að prjóna neðan við þetta æfisögubrot, og rita sögu hans alla, en ekki mun honum hafa unnist tími til þess. Einn maður öðrum fremur: Jón próf. Aðils, hefur gert sitt til að minning Skúla sje í heiðri höfð með þjóð vorri. Árið 1896 kom út eftir hann á vegum Bókmentafje- lagsins, æfisaga Skúla. Og í fyrir- lestra-safni hans, „Dagrennnig“, er einnig þáttur um hann. En svo árið 1911, á 200 ára afmæli Skúla, kom æfisaga hans enn á ný út, eft- ir próf. Jón, umrituð og allmiklu fullkomnari, en sú fyrri. Þá kemur Skúli og að sjálfsögðu mikið við Emokunar-sögu sarga höíundar. 1 hinum gagnmerku ritum Þorv. Thor Landfræðisögunni og Lýsing Is- lands, kemur Skúli víða við sögu. Þá má og geta þess, að í bókinni: Vormenn íslands, (bls. 9—136) eft- ir Bjarna kennara Jónsson, er glögg og vel sögð saga Skúla fógeta. — Einnig er margt um hann að finna í Sögu íslendinga, og fleiri ritum, þannig t. d. í Árbókum Espólíns, og öðrum Ánnálum. En þar sem fæst þessara rita eru handbær meginþorra þjóðarinnar, hefir mjer dottið í hug, að koma ritgerð þessari á framfæri í fjöllesn- asta riti ísl.: Lesbqk Morgtinblaðs- ins, ef vera mætti, að eitthvað kynni að vera þar, sem ekki væri öllum Ijóst áður. En þó einkum ef það gæti orðið til þess, að ýmsir ljetu ekki hjer við sitja, en kyntu sjer nánar líf og starf Skúla fógeta. Því það er ment og máttur allra þjóða, að meta sína bestu afreksmenn. SKTJLI MAGNÚSSON fæddist 12. des. árið 1711, að Garði í Keldu- hverfi. Var hann að ætterni óvenju- lega hreinræktaður Norðlendingur. Ósvikið ,norðurstranda stuðlaberg“ er stóð á traustum ættarmerg. Það má kallast kynleg tilviljun, að þessi alnorðlenski maður, skyldi eiga megin þáttinn í grundvöllun og stofnsetningu okkar kæru höf- uðborgar. Einkum þegar þess er gætt, að forfeður hans höfðu í mörg hundruð ár verið ótrúíega staðbundnir við ákveðið h.jerað norðanlanck;. Skúli var af presta- ættum kominn tnann fram af manni. En eins og eðlilegt- er„ flytjast prestarnir einatt landshlutanna á milli; eru því prestaættirnar sjald- an mjög hjeraðsbundnar.. Mætti ef til vill af átthagatrygð þeirra forfeðra Skúla, ráða óvenjulega sterka skaphöfn og einberttm„:Kosti sem komu svo glaesilega í Tjós. h.já hcnurn. Þó að Þingeyingum hlotnaðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.