Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 533 ~> ■■ ■ I ! I - ... sem skrifari á kaupfar sem lá ferð' búið í Kína-leiðangur. En áður en skólaveginn ganga. Gamli maður- liann yfirgæfi Kaupmannahöfn vildi hann kveðja Gram professor, og tjáði honum alt af Ijetta um hagi sína. Rjeði Gram. Skúla eindregið frá þessu ferðaflani, en hvatti hann til að ljúka prófi, auðvitað í Guð- fræði, því um aðrar námsgreinar var varla að ræða, þannig varð laganám ekki viðurkend námsgrein til prófs, fyrr en árið 1736. — Skúli svaraði þessari hvatningu Gram, með d.jarflegri einurð, og sagði: „Útvegið þjer mjer þá atvinnu, svo jeg geti lifað“. — T.jáði Gram sig fúsan til þess, og bað hann að fara á fund Jóns Grunnvíkings, bera honum kveðju sína og biðja hann liðveislu, en koma til sín aftur og tjá sjer erindislokin. Gerði Skúli svo sem fyrir hann var lagt, en ekki hafði Jón, annað betra að bjóða, en heimspekilega bughreystingarræðu, sem hann hjelt yfir Skúla. Enda var hann, blessað- ur karlinn, mesta barn á veraldar- vísu, og átti að kalla aldrei sjálfur til hnífs eða skeiðar. Ekki varð þessi för þó þýðingar- eða áhrifa- laus með öllu, því milli þessara ó- líku, skarpgáfuðu manna, tókst ein- læg vinátta, sem hjelst meðan báðir lifðu. Hafði Jón mestar mætur á Skúla allra manna, og eru margar upplýsingar um hann varðveittar fyrir árvekni Jóns, í því efni. —> Snjeri hann, árið 1768 á íslensku, sjálfsæfisögu Skúla, með ýmsum innskotum frá sjálfum sjer og seg- ir: „Gjöri jeg það sökum þess, að hann er einn hinn verðasti á vor- um tíðum að- víðfrægjast, og hans merkilega manndóms minning fram seljist til eftirkomendanna; má og tilbera, að hún hafi mikla afleið- ing til eftirkomandi tíma“. — Var Var Jón seinþreyttur á að votta Skúla viðurkenningu, og það jafn- vel á ólíklegustu stöðum, svo sem í vísnaskýringu, í hinni miklu latínu þýðingu sinni af Snorra Eddu, en þar kemur hann að hrósi um Skúla fógeta. Skúli snjeri aftur til Gram, hrygg ur í bragði af þessum fyrsta fundi þeirra Jóns, þó marga gleðistund ættu þeir seinna saman; og sagði sínar farir ekki sljettar. Rjettí Gram, Skúla þá 10 ríkisdali og bað hann að vera hughraustan, og bauð honum bókasafn sitt til afnota. Litli; síðar útvegaði hann honum vinnu, var það að afrita sögu Karla-Magnúsar fyrir franska sendi herrann í Kaupmannahöfn og fjekk Skíili það mjög vel borgað. Undi hann nú hag sínum hið besta og hugðist ljúka Guðfræðiprófi vor- ið 1734. Þó fór enn á annan veg, en ætlað var. Atvikaðist það þann- ig, að sumarið 1733, snjeri Plessen forseti í stjórnard. íslenskra mála, sjer tli Gram, og bað hann að út- vega sjer hæfan Islending, til að þýða íslensk skjöl á dönsku. Var Gram ekki seinn á sjer að koma ÍSkúla á framfæri. Leysti hann starf ið svo vel af höndum, að Plessen lauk hinu mesta lofsorði á verkið. — Snjerist hugur Skúla við þessi störf frá Guðfræðinnni og beindist að laga og stjórnarmálefnum. UM HAUSTIÐ 1733, andaðist Benedikt lögmaður og sýslumaður í Rauðuskriðu hafði hann sjálfur svo ráð fyrir gert, að Skúli yrði eftirmaður sinn. sem sýslumaður í Þingeyjarsýslu og væntanlegur tengdasonur. Sótti Skúli því um sýsluna og hafði hin bestu meðmæli frá Gram. Var Skúli og orðinn góðu kunnur, í íslensku stjórnar- deildinni, svo flestir ráðamenn voru því hlyntir að hann hlyti embættið Þó fór það þannig að Jóni, syni Benedikts lögmanns var veitt sýsl- an. En Skúla var þá boðin sýslu- mennska í Austur-Skaftafellssýslu. Var honum, sem jafnan setti merk- ið hátt, lítið um það gefið að vera holað niður í tekjurýrustu sýslu landsins. En leitaði þó álits hjá Gram um hvað gera skyldi, var hann þess hvetjandi að Skúli tæki þessu boði, þó ekki væri sjerlega fýsilegt. Og sagði við Skúla „Vertu trúr yfir litlu, þá muntu verða sett- ur yfir meira“, — Tók Skúli svo þennan kost, er hann hafði fengið fullkomið loforð fyrir næstu sýslu sem losnaði, ef hann kysi það em- bætti fremur. Var hann svo skip- aður sýslumaður í ársbyrjun 1734, og hófst þá hinn óvenjulegi em- bættisferill þessa rúmlega 22 ára gamla manns. Um dvöl Skúla í Kaupmannahöfn er fátt eitt að herma, hann mun hafa komist bærilega af, sökum göfugmensku prófessors Gram, sem altaf ljet hann hafa eitthvað að starfa, og undi hann hag sínum vel. Taldi hann sjálfur dvöl sína á heimili Gram einhvern indælasta tíma æfi sinnar. Eitt atriði frá námsárum í Kaup- mannahöfn má þó telja í frásögur færandi, sökum þess að það ber vott um skapgerðareinkenni þau, sem gera Skúla öllum svo minn- isstæðan: Einbeitnina og áræð- ið, og samhliða um óvenju- mikla karlmensku. En þannig var þessu háttað, að hann lenti í handa- lögmáli við 4 lögregluþjóna, barði þá og braut 3 kylfur fyrir þeim. Sýnir þetta hvílíkur afbragðs mað- ur Skúli hefir verið, einnig að lík- amlegu atgjörfi, því jafnan hafa lögregluþjónar verið valdið með- það fyrir augum, að þeir væru kjarna karlar og traustir til átaka. 1 rjettarhöldunum sem urðu iit úr þessu, sagði Skúli, að þeir hefðu veitst að sjer saklausum, er hann sat inná ölstofu, og hefði hann þá kunnað betur við að sýna þeim, að Islendingar hefðu krafta í köglum. Hlaut Skúli engan vansa af þessu, Framhald á bls. 541

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.