Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 2
528 LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS Iegu fullveldi voru, þó ýrnsir aðrir ágætismenn liafi einnig lagt þar farsællega hönd að verki. Nokkra furðu mun það því hafa vakið, að í hinu mikla mái- skrúði margra ágætra ræðumanna í sambandi við hina stórfengulegu og minnisstæðu athöfn, lýðveldis- stofnsetninguna á Þingvölluin á síðastliðnu ári, að engum ræðu- manna, að Benedikt Sveinssyni und anskildum, liefur fundist taka því, að minnast á Skúla fógeta. — Vær; þó vel þess vert að minnast þess hvern þátt æfistarf hans átti í því, að sú athöfn gat farið fram. Þótt flestum muni vera ljúft, að meta og viðurkenna hina óvenju- legu afbragðskosti Jóns forseta Sig- urðssonar, og hina happadrjúgu for ystu hæfileika hans, má hitt ekki gleymast, að Skúli fógeti var braut- ryðjandinn, og átti við miklu meiri' örðugleika að etja, einkum vegna þess, hversu þjóðin var lömuð eftir margvíslega óáran um langt tíma- bil. Einurðarlaus, framtakslaus og vonlaus eða vonlítil um betri lífs- kjör, og því als ekki undir það bú- in, að skilja stórhug og framfara- þrá Skúla fógeta. Á því 50 ára tímabili, sem skilur á milli stjórnmálalegra aískiíta þeirra Skúla og Jóns, hafði margt gerst og breytst til batnaðar. —■ Fræðslustefna Magnúsar Stephen- sen rumskaði við landsfólkinu, og gaf því annað umhugsunarefni, en allsleysi örbyrgðar sinnar. Baldvin Einarsson, lætur Sighvat, Skag- firska myndarbóndann, í ársritinu: „Ármann á Álþingi' * brýna fyrir landsmönmun nauðsyn á framtak- semi og skynsamlegum nýungum, ásamt varðveislu þjóðlegra verð- mæta. Ekki má heldur gleyma Bók- mentafjelaginu, sem slt fyá stofnun 1516, og til þessa dags hefir innt a£ höndum stórmerkilegt starf, sem alls ekki hefur venð nægur gaum- ur gefinn. Þá var eínnig hinn þrótt- mikli lúðurhljómur „Fjöhiismanna“ sem olli mikilli vakningu og straum hvörfum í þjéðlífinu. — Var akur- inn þannig að nokkru undirbúinn, þegar Jón forseti Sigurðsson fór aði beita snilligáfu sinni í ræðu og riti, til að fullkomna vakningarstarfið og einbeita kröftum þjóðarinnar til sameiginlegra átaka. Þessara hjálparmeðala, til að vekja áhuga þjóðarinnar til and- legra og verklegra átaka, gat Skúli fógeti ekki notið, og gerði það hon- um örðugra fyrir en annars hefði þurft að vera. — Að vísu voru „Rit Lærdómslistafjelagsins“, byrj- uð að koma lit nokkru fyrir and- lát hans, og ritaði hann í þau nokkr ar snildar ritgerðir. — En árang- urinn var ekki farinn að koma í Ijós, er hann háaldraður og útslit- inn í þágu þjóðarinnar, yfirgaf þetta svið tilverunnar. „Meira að starfa Guðs um geim“. Hinn gagnmerki rnaður Ólafur Olavius skildi þetta viðhorf til hlít- ar, eins og sjá má í formála hans, fyrir llrappseyjar útgáfu Skat'ðs- annáls 1774. Þar bendir haun á að ein af ástæðunum fyrir því, hve íslendingar sjeu miklu lakar settir í flestum efnum, en aðrar þjóðir, sje skortur á bóklegri fræðslu um ýms nytjamál. •— „Eða ntundi hr. landfógeti Skúli (til dæmis að taka) hafa so örðugt átt uppdráttar, ef fjöldi landa vorra hefði litið um hæl og borið þessa lands áíýgkomu- lag saman við annara, því ekki þurfti nú meira til að sjá vorn eigin vanmátt, og að umbreytingin var harla nauðsynleg. Vissulega hefði þá betur íarið og fleiri mundu viljugri orðið hafa að skjóta af þeim hjálpræðisboga, er konungur og hann (Skúli) höfðu spentan. Var ekki Reykjavík orðin mynd a£ kaupstað og athvarí mörgum iðju- lausum hambleypum ? Voru þar ekki fatriker, hvar við margir tóku þann ábata sem enn sjer merki til? Var þar ekki sigling, æfingarskóli fyrir ungmennin? Jú, þetta er alt saman, því verr nú að mestu koll- kastað. Mætti því ^ýja pressan (Ilrappseyjar prentsmiðjan) segja stórmenni þessu (Skúla) nokkuð í vil og væri viss uppá að engi reidd- ist, þá mundi hún láta það vera þetta: Hercules fuit iste labor“. — Hann gerði Herkulesar verk, eða á íslensku, að hann hafi lyft Grett- istökum. Á síðastliðnu ári, eða nánar til- tekið, 9. nóv. var 150. ártíð Skúla fógeta. Mun næsta lítið hafa farið fyrir því, að dánarafmælis hans hafi verið minnst, svo eðlilegt sem það hefði þó verið, þar sem um annan eins afreksmann er að ræða. Verður hjer að leitast við að gera nokkra grein fyrir hinu marghátt- aða æfistarfi Skúla fógeta. Af van- efnum að vísu, en góðum vilja, því maðurinn er mjer einkar kær. At- hugandi er, að til þess að geta met- ið manninn rjett, þarf að set.ja sig inn í tímann, sem hann lifði á, og skynja og skilja þau viðhorf og kringumstæður, sem skópu heildar- umgjörðina um starfsvið hans. — Mun þá vart hjá því fara að Skúli verði í hugum manna, einhver glæsi legasti og tröllauknasti afburðamað ur íslenskur með kostum sínum og göllum, og einhver sannasti sam- nefnari þess manndóms, sem ís- lenskri þjóð er kærastur. Óeðlilega hljótt hefur nú um nokkurt skeið verið um nafn Skúla fógeta, og má svo að orði kveða, að hlutskifti bans haíi fyrr og síð- ar orðið vanmat, vanþakklæti og gleymska. Kveður svo ramt að' þessu skeytjngarleysi um minningu hans, að jafnvel Bjarni Thoraren- seu, sem orkti svo mörg dásamleg íögur minningarljóð um ýmsa menn, Ijet Skúla langafa sinn liggja óbættan hjá garói, og minn- ist hans hvergi í Ijóðum gínum. Að vísu var Bjarui ekki nema á 8. ári,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.