Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 013 1 Þýskalandi hitti jeg vísinda- mann, sem fundið hafði aðferð til að vinna mjög eggjahvítaríka fæðu úr trjáviði. Þessi fæða líkist bök- uðu hveitikorni að gerð, og er jafn góð ágætis osti á bragðið. Villimað- ur nútímans er þannig ekki í nein- um vandræðum með mat, þótt að kreppi. Enn fremur er hann að því kominn að beisla þá reginorku, sem getur snúið hverju einasta vjel- arhjóli í heimi. Já, hann er orðinn svo sn.jall, að hann hyggur sig vera guð. Tækni hans og kunnátta, er svo glæsileg orðin, að hann hyggur sig nrx leystan undan öllum þeim siðferðislögmálum, sem fyrri kyn- slóðir töldu sig háðar. Hann er sjálfur sinn eiginn æðsti dómstóll, hann er skaparinn og eyðandinn; hann er þruman og sterkviðið. Þegar jeg skoðaði Daehau, hugs aði jeg með mjer skjálfandi: „Ó, hvílík guðs náð, að jeg og vjer öll erum ekki komin hingað“. Nútímamaðurinn hefir gert sín eig- in sköpunarverk að ímynd guðs, hefir orðið þræll vjeltækni sinnar. S. S. fangaverðirnir voru bara hjól tennur í vandlega smurðri vjel, sem starfaði prýðilega. Stjórnmálalíf okkar á tuttug- ustu öld er að fá á sig þetta snið vjeltækninnar. Oss er sagt, heima í landi voru, að vjer eigum að greiða atkvæði sem „verkamenn" eða sem „vinnuveitendur", og gefa oss hlýð in og undirgefin á vald skipulags- ýjelinni, eins og vjer sjeum vjel- Virkjar, handiðnamenn, skrif- stofumenn, verslunarmenn o. s. frv. og alls ekkert annað. Hverjum dett Ur t. d. í hug, að nútímamaður eigi að hlýða rödd samviskunnar? Iívað er samviska? Getur nokkur sannað tilvist hennar ? Hefir nokkur sjeð sálina nokkru sinni? Geturðu mælt og athugað sálina? Skoðað hana í smásjá? Læknað sjúkdóma hennar með súlfalyfjum eða penicillini? Hefirðu nokkra vissu fyrir því að hfin sje til? Þannig rökræðir villi- maður nútímans. Hann segir að Vísu að það sje unt að hafa nokk- urskonar „handastjórn“ á sálar- lífinu. „Vísindaleg sálarfræði“ mæli nákvæmlega áhrif óttans, kyn- hvatanna, hungursins og annara geðshræringa, ástríðna og hvata. Það sje leikur einn að hrífa fjöld- ann og móta fjelagslífið með því að beita vissum vísindalegum að- ferðum við sálarlíf fjöldans. Sálin er þá ekki starfandi og verkandi andi, heldur viðfangsefni aðeins, stjórn á mönnum er tækni, eins og þeir væru v.jelar. Og trúin er deyfi- lyf og það á að nota hana eða hafna þenni, eftir því sem vísindaleg ítækni stjórnmálanna og tækifæris- stefna valdhafanna krefst. Fangabúðir nasistanna voru til- raunastöðvar, þar sem slíkri „sál- fræðilegri“ tækni var beitt. Sumir verstu glæpirnir í þessum fanga- búðum voru drýgðir af föngum sem þar voru. Þeir höfðu verið þyðilagðir andlega og siðferðilega, með því að fá aðeins að draga fram lífið banhungraðir og með því að lifa í stöðugum ótta um að missa sitt vesala líf eða vera pintaðir með grimmúðlegustu aðferðum. Með slíkum aðferðum, nákvæmlega reiknuðum og sálfræðilega hnit- miðuðum, voru þessir vesalingar gerðir að böðlum píslarfjelaga sinna. Með svipu óttans og hung- nrsins yfir sjer urðu þeir samvisku lausir og grimmir, og gerðu hvað sem var, til þess að fá að halda lífinu og fá eitthvað að éta. Ýmsir lækna þeirra, er smituðu fanga með mýraköldu og kýlapest til þess að samprófa ýmsar fræði- setningar, voru sjálfir fangar nas- istanna; þeir sem skipulögðu þræl- dóm með það fyrir augum að fá sem mestan vinnukraft gegn sem minstu framlagi næringarefna, voru sjálfir fangar, og sömuleiðis starfs mennirnir við gasklefana og brensluofnana. Þeir framlengdu sína líftóru með því að hjálpá til Jþess að stytta píslarfjelögum sín- um aldur. Sumir þeirra voru for- hertir glæpamenn, sem látnir voru innan um hina fangana, beinlínis í þessum tilgangi. En því miður voru einnig í þessum hópi ýmsir póli- tískir fangar, menn, sem höfðu ver- ið látnir í fangabúðir af því að; þeir trúðu á, eða voru taldir trúa á lýðræði, kommúnisma, sósíal- isma, eða af því að þeir voru þjóð- ræknir ættjarðarvinir, elskuðu Pól- land, Frakkland, Belgíu eða IIol- land. < Bandaríkjastjórn og herstjórn Ðandaríkjanna hafa falið þar til hæfum mönnum að rannsaka hegð- un fanganna í Dachau, og athuga jhvernig stjórnmálaskoðanir þeirra stóðust þrekraunina og ákvörðuðu breytni þeirra. Reyndist það svo, að lýðræðissinnar, kommúnistar og sósíalistar hjeldu saman hver út af fyrir sig og vernduðu hver sína flokksbræður? Og voru Pólverjar Ihollir og trúir Pólverjum eða Frakk ar Frökkum? Reyndist stjórnmála- skoðun eða ættjarðarást nógu traust ur grundvöllur rjettrar siðferðilegr ar breytni? Nei. Það var hræðilegasta lær- dómsefnið í Dachau, að þetta reynd ist ekki svo. Til voru kommúnistar, sem reyndust helgum mönnum lík- ir, eh líka kommúnistar, sem voru skriðdýr S. S. mannanna. Til voru Pólverjar, Frakkar og Þjóðverjar, sem ljetu kaupa sig með aukabita af kjöti til að veita eiturgasi á aðra Pólverja, Frakka eða Þjóð- ver.ja. Til voru sósíalistar, sem að- hyllst höfðu kenninguna um stjett areiningu og samhug verkalýðs- ins, en tóku nú að sjer að reka á- fram vinnusveitir hálf hungur- morða manna, þangað til margir þeirra hnigu dauðir. Gagnvart þessari baráttu um líf- Framh. á bls. 615

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.