Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Page 3
jafnt innlendum sem erlendum,
vera heimil þátttaka gegn ákveðnu
gjaldi, sem að sjálfsögðu verður
breytileg't eftir eðli leiðangursins
og tíma þeim er hann tekur. Mætti
fara *þrjá til fjóra leiðangra á
sumri hverju og væri þá markmið
þeirra mismunandi. Til dæmis gæti
einn leiðangur sjerstaklega mið-
ast við það, að þátttakendur gætu
kynnst sem flestum tegundum gos-
stöðva, annar væri miðaður við
jarðhita, hinn þriðji við jökla og
áhrif þeirra á landslagið o. s. frv.
Leiðangrarnir væru allir fyrst og
fremst miðaðir við það, að vera
ha^ýtur skóli fyrir náttúrufræð-
inga. En ennfremur gætu ungir
náttúrufræðingar fengið tækifæri
til þess að gera sjálfstæðar athug-
anir er gætu orðið efni í doktors-
ritgerðir.
Til þess að fyrirtæki þetta geti
orðið okkur til sóma, er nauðsyn-
legt að leggja í allmikinn stofn-
kostnað til þess að kaupa nauð-
synleg tæki. Ekki tel jeg þó nauð-
synlegt að kaupa dýr tæki, sem
miðast við alveg sjerstakar rann-
sóknir, því háskólar þeir, er senda
stúdenta eða kandidata til rann-
sókna á slíkum sjersviðum, myndu
án efa leggja þeim slík áhöld til.
Það sem fyrst og fremst þarf að
leggjs áherslu á er sjálfur aðbún-
aður leiðangursmanna. Bílakerfi
landsins er nú orðið svo stórt, að
í flestum tilfellum er hægt að
hafa aðalbækistöðvar leiðangurs
við bílveg eða á stað, þar sem nota-
má bíla. Yrðu þá aðeins smáferð-
ir frá aðalbækistöðvunum farnar
á hestum eða á annan hátt. Útbún-
aður ætti í aðalatriðum að mið-
ast við þetta. Hver leiðangur á að
hafa nokkra bíla til umráða, og
flytja þeir allan farang|ur leiðang-
ursmanna og leiðangursmenn
sjálfa. Hafðir sjeu jeppbílar eða
aðrir ljettir bílar, sem farið geta
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19
sem víðast, fyrir leiðangursmenn,
en stórir bílar, — sem færir
eru í flest, hafðir undir farangur.
Leiðangursmenn ættu aðallega að
búa í tjöldum, en litlar rannsókn-
arstofur ættu að vera í bílum eða
sjerstökum vögnum, sem dregnir
eru af bílum. Þannig ætti til dæm-
is að vera myrkraherbergi til fram
köllunar á myndum. Annar vagn
hefði litla efnagreiningarstofu,
þriðji vagn hefði aðstöðu til þess
að útbúa sýnishorn o. s. frv. Þá
væri eldhús í einum vagni, en mat
ast væri í stóru tjaldi. Segja má,
að leiðangur þessi yrði þunglama-
legur, en hann verður ekki þyngri
í vöfum en her, og það er ekki
ætlunin að þjóta um landið þvert
og endilangt, heldur að velja úr
fáa og hentuga staði, sem dvalið
er á nokkurn tíma.
En leiðan^urinn hefir einnig út-
búnað, þannig að smáhópar geti
tekið sig útúr og ferðast gangandi
eða á hestum til þeirra staða, sem
bílarnir ekki komast að. Útbúnað
skal allan miða við það, að leið-
angursmenn þurfi sem minnst að
kaupa sjer sjállfir af öllum ferða-
útbúnaði.
Það er ekki ætlun mín hjer, að
gera nákvæma áætlun um ferðir
eða útbúnað. Hygg jeg að jeg hafi
skýrt hugmynd mína nægilega til
þess, að menn átti sig á því, hvað
fyrir mjer vakir. t
Verði hjer myndarlega af stað
farið, er jeg ekki í vafa um það,
að ekki einungis stúdentar og
kandidatar frá öðurm löndum taka
þátt í leiðöngum þessum, heldur
munu einnig koma þekktir fræði-
menn og prófessorar frá öðrum
háskólum til þess á þennan hátt
að auka sjóndeildarhring sinn, þar
sem þeim hjer á auðveldan hátt
gefst tækifæri, sem ekki er til
annarsstaðar. Hjer myndi á þenn-
an hátt geta skapast vismdalif
meðal náttúrufræðinga, sem mætti
verða landi voru til sóma.
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp, er miðar að því að fyrra
hluta kennsla í náttúrufræði verði
tekin upp við Háskóla íslands.
Mun hjer sjerstaklega vera stefnt
að menntun kennara við gagn-
fræða- og hjeraðsskóla, en einnig^
mun vera ætlunin að íslenskir
stúdentar, sem nema ætla nátt-
úrufræði, geti lokið hjer fyrra
hluta prófi. Sje hjer mikill skort-
ur kennara í þessum fræðum, má
án efa telja rjettmætt að taka
hjer upp fræðslu þeirra. Háskóli
íslands var upphaflega að nokkru
leyti vaxinn úr skólum, sem mið-
uðu að fræðslu embættismanna.
Hinsvegar tel jeg mjög mikið á-
litamál, hvort rjettmætt sje að taka
hjer upp kennslu í vísindagrein-
um, sem aðeins fáir menn munu
leggja stund á. Þar sem hjer er
aðeins um fyrra hluta nám að
ræða fá stúdentarnir aðeins að
litlu leyti notið hjer þeirrar sjer-
stöðu, sem landið hefir upp á að
bjóða. Hjer yrði aðallega um bók-
legt nám að ræða og yrði áð sníða
það að miklu leyti eftir skólum
þeim, er stúdentarnir síðar myndu
leita til. Hjer höfum við ekki
þeirri fjölbreytni af kennslu-
kröftum á að skipa sem margir
erlendir háskólar, og er hætt við
því, að erfitt muni að veila lijer
svo góða kennslu, að ávinningur
verði að fyrir stúdentana, og kostn
aður að öllum líkindum meiri held
ur en ef mennirnir væru koslaðir
til náms erlendis. í vísindagrein-
um er okkur nauðsynlegt að fá
menn, sem aflað hafa sjer víð-
sýnis og þekkingar í sem íleslum
löndum. Það sem á vantar nám
þeirra erlendis má bæta upp með
þátttöku í leiðöng|i-um eins og
þeim, er um gat hjer að framan.
Framh. á bls. 27.