Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Side 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
21
rjettinum kort af Bridgeport. Á
korði í salnum lá marghleypa og
byssukúlur, derhúfa og yfirfrakki.
Sumir álitu, að kviðdómendurnir
mundu finna Israel sekan, án þess
að yfirgefa rjettarsalinn, til þess
að ræða málið. En ákærði bað til
Guðs um sálarþrek, þegar á aftöku
staðinn kæmi.
Sönnunargöguin.
ÁKÆRANDINN lagði fram í
rjettinum ákæruskjal, þar sem við
lá að hver einstakur liður væri í
sjálfu sjer fellandi. 1 skjalinu var í
stuttu máli þetta:
1. Sá ákærði hafði játað á sig
glæpinn.
2. Hann hafði sýnt lögreglunni
leið þá, sem hann hafði flúið og
bent á ýmsa staði, sem vitnin höfðu
talað um.
3. Hann var með derhúfu og í
frakka mcð ílaueliskraga.
4. Tvö vitnanna höfðu sjeð mann,
sem var með derhúfu og í yfirhöfn
með flaueliskraga, fremja glæpinn.
5. Augnabliki síðar, lvöfðu tvö
önnur vitni >sjeð morðingjann
flýja. Samkvæmt þeim var hann
með derhúfu og í frakka.
6. Þessi fjögur vitni könnuðust
við Israel, sem mann þann, sem þau
liöfðu sjeð hlaupa á brott frá þeim
myrta.
7. Tíu mínútum seinna, all-langt
frá morðstaðnum. hafði vitni sjeð
Sivar maður kom, sem virtist vera
uppgefinn af hlaupum. llanu var,
samkvæmt þessu vitni, ’með der-
húfu á höfðinu og í frakka með
flaueliskraga.
8. Stúlkan, sem starfaði í veit-
ingahúsinu og þekti Israel vel, vink
aði til lians gegnurn gluggann á
veitingahúsi því, sem hún vann við
Þetta var nokkrum augnablikum
áður en glæpurinn var framinn, en
veitingahúsið var rjett hjá morð-
staðuum. Þannig þótti sannað, að
Israel hefði ekki sagt rjett frá, er
hann sagðist hafa verið í bíó.
9. Ákærður hafði sagt lögregl-
unni, að hann hefði falið látúns-
hylkið af morðkúlunni í herbergi
sínu. Svona hylki fanst þar.
10. Skotfærasjerfræðingur hafði
lýst því yfir, að marghleypa ákærðs
væri morðvopnið.
Ákærandi gerist verjandi.
ÁKÆRANDI hjelt ítarlega ræðu í
rjettinum. Hann sagði meðal ann-
ars:
„Ekkert bendir til þess, að á-
kærður hafi verið beittur illri með
ferð af lögreglunni, eða verið pínd
ur við svokallaða „þriðju gráðu“
(third degree) yfirheyrslu. Álit
mitt var, að ef færa 'mætti sönnur
á framburð ákærða, væri hann um-
yrðalaust sekur. En það þarf ekki
að taka það fram, að það er alveg
eins mikilsverður þáttur í starfi
opinbers ákæranda, að beita áhrif-
um sínum jafnt til verndar þess
saklausa og að fá óbótamanninn
sekan fundinn“.
Það var furðusvipur á fanganuin,
er hann leit upp. Það var engu iík-
ara en þcssi hávaxni, raddsterki á-
kærandi gerði sjer það ljóst, að
hjer var ekki aðeins verið að á-
kæra Israel fyrir glæp, heldur var
hjer um að ræða baráttu milli laga
og sannleika annarsvegar og
heimsku og græðgi og allrar þeirr-
ar grimdar, sem maðurinn getur
beitt, hinsvegar.
Cummings hjelt ræðu sinni á-
fram. Hún er prentuð í mörgum
heimsþektum lögfræðilegum ritum,
hún hefir verið . sundurliðuð og
numin og lofsyrðum hlaðið á hana.
Jeg liefi heyrt Cummings sjálfán
segja i'rá þessum rjettarhöldilm. En
mjer er minnisstæðust sú frásögn
hans, er jeg hlýddi á fyrir mörgum
árum síðan. Við sátum inni í rjett-
arsal tveir einir og í frásögif sifani
studdist hann hvorki við mmnis-
blöð nje önnur gögn.
Þrír læknar báru það, að þegar
Israel skrifaði undir játninguna,
hefði hann verið taugaóstyrkur,
uppgefinn á sál og líkama og alger
lega vonlaus, sökum þess að vitn-
in höfðu talið sig þekkja hann.
Hann gugnaði, vegna þess að alt
sýndist vera á móti honum, og eft-
ir að hann hafði skrifað undir játn
inguna, sofnaði liann þegar. Ilann
trúði Cummings fyrir því, að hann
mundi hafa skrifað undir hvað áem
væri, til þess að fá hvíld. En eftir
að hafa sofið um nóttina, tók hann
játningu sína aftur. Ilinn opinberi
ákærandi, eftir að hafa ráðfært sig
við ýmsa lækna, leit því á játning-
una sem einskis virði.
Það var að vísu rjett, að Israel
hafði ekið með lögreglunni urn
flóttaleiðina, en þetta var í raun-
inin tilgangslaust, vegna l>ess að
ekkert nýtt hafði komið fram,
hvoi'ki í játningu hans nje því, sem
hann sýndi lögreglunni. Israel sagði
ekkert sjálfviljugur. Hann var að-
eins dauðuppgefinn ’ og' samþykti
alt, sem sagt var.
Um klæðaburð ákærðs.
1 SAMBANDI við derhúfuna og
frakkann upplýsti Cunnnings það,
að súm vitnanna höfðu ekki mun-
að eftir þessum flíkum, fyr en þau
lásu um þær í blöðunum. Sum vitn-
anna Iiöfðu sagt að húfan væri
græn. önnur grá. Húfa Israels var
hvorki græn nje grá. Hún var brún.
Og fjöldinn allur af mönnum —
jafnvel sumir þeirra, sem voru við
rjettarhöldin -— gengu í stuttum
frökkum. En flaueliskragar voril
nýjasta tíska.
Þó var ekki hjá því komist, að
fjórir af íbúum Bridgeport báru, að
Israel væri einmitt sá maður, sem
þeir liöfðu sjeð hlaupa burtu frá
devjandi prestinum. Til þess að
reyna þetta sjálfur, hafði Cumm-
ings látið leika helstu atriði morðs-