Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Síða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
23
Ó S
KILJANLEGIR
FYRIRBURÐIR
„í Guðs najni“.
MARGIR hafa reynt það, er þeir
koma í ókunnan stað, að þeim
finst sem þeir hafi komið þar áð-
ur. Þeir kannast þar við sig, og
eðlilegasta skýringin, sem þeim
finst vera á þessu, er sú, að þeir
hafi sjeð þennan stað í draumi.
En fæstir hafa reynt neitt líkt því^
sem kom fyrir breskan liðsforingja
á Malta núna í stríðinu. Hann sá
fortíð og nútíð blandast saman í
eitt og enginn fær gefið neina
skýringfu á því, og síst hann sjálf-
ur, því að hann veit að hjer var
ekki um draum að ræða.
Hann var seint um kvöld á leið
heim til sín af dansleik í Sliema.
Leið hans lá fram hjá
gömlum tyrkneskum kirkjugarði
og þóttist hann sjá þar einkenni-
legar verur á ferli milli bauta-
steinanna. í sama mund stóðu tvær
konur, með slör fyrir andliti, á
veginum fyrir framan hann. Þær
ávörpuðu hann og báðu hann að
fylgja sjer til Valetta.
Hann fylgdi þeim alla leið að
húsi þeirra, sem var bæði stórt og
skrautlegt. Þær buðu honum inn
og hann þáði það. Komu þær þá
inn í viðhafnarstofu með skraut-
legum húsgögnum. Yfir dyrunum
stóð arabisk áletrun: „Bismillah“
(í guðs nafni).
Hann dvaldist þarna nokkra
stund við fjörugar umræður, og
fór svo.
Daginn eftir saknaði hann vindl-
ingahylkis síns. Datt honum í hug
að hann hefði gleymt því hjá
konunum og sendi þjón sinn þang-
að. En þjónninn kom aftur svo
búinn, kvaðst ekki finna húsið.
Liðsforinginn fór þá sjálfur á
stað. Þegar hann kom í þá götu,
þar sem húsið átti að vera, fann
hann það ekki, en í stað þess var
þar mjög fornfálegt hús, sem virt-
ist hafa verið í eyði í mörg ár.
Hann sneri sjer þá að götusópara
og spurði hvaða hús þetta væri.
Götusóparinn sagði honum að
það væri altaf kallað „gamla tyrk.
neska húsið“ og þar hefði ekki
nokkur maður átt heima í mörg
ár.
Liðsforinginn opnaði þá útidyrn
ar og kannaðist þegar við húsaskip
an þótt alt væri nú hrörlegt hjá
því sem það var um nóttina
Mikið ryk var á gólfinu og í því
sá hann spor sín síðan um nótt-
ina. Hann rakti þau inn í þá
stofu þar sem hann hafði setið
hjá stúlkunum. Yfir dyrum var
sama áletrunin og hann hafði
sjeð þá. Og á miðju gófli lá
vindlingahylki hans. Og á því
stóð nú hina arabiska áletrun
„Bísmillah“.
(Þessi frásögn var birt í
Lundúnablaðinu „Morning;
Post“ og staðfest af nánustu
ættingjum liðsforingjans Sir
William Goodenough flotafor-
ingja og Lady Cozens-Hardy).
Dýrlingamyndir.
Hinir svokölluðu „þyngdar-
töfrar“ voru alkunnir til forna í
Persíu, Indlandi og Egyptalandi.
Þeir lýstu sjer í því, að einhver
hlutur varð óskiljanlega þungur,
ef færa átti hann úr stað, eins
og hann sjálfur gerði sig þyngri
til þess að láta ekki flytja sig. (í
íslenskum þjóðsögum kemur þessi
trú líka fyrir).
Fyrir nær þremur árum gerð-
ist slíkur atburður í mexikanska
þorpinu San Juan Parangeri-
cutiro.
Hinn 14. mars 1943 kom jarð-
eldur upp í nágrenni þorpsins og
var gosið svo ákaft að eldsúlan
stóð 500 metra í loft upp og
stráði eldi og eimyrju yfir akra
og bygð. íbúar þorpsins flýðu
hver um annan þveran, en prest-
urinn kallaði á nokkra menn og
bað þá að hjálpa sjer til þess að
bjarga tveimur líkneskjum úr
kirkjunni, Kristslíkneski og lík-
neski af St. Juan de la Cholchas.
Líkneski þessi vógu um 50 kg.
hvort og tveir menn báru hvort
þeirra ljettilega út úr kirkjunni.
En þá tóku þau alt í einu að
þyngjast og fl^iri urðu að ganga
undir þau. Það dugði ekki og
seinast fengu eigi sex menn bor-
ið þau. Þeir lögðu þau niður dauð
uppgefnir og þurkuðu af sjer
svitann. Allir voru undrandi.
Presturinn hóf bæn. Alt í einu
sneri hann sjer að kirkjunni, laut
niður og lyfti upp Kristsmynd-
inni, sem rjett áður hafði verið
svo þung að sex menn gátu ekki
borið hana. Þá skipaði presturinn
svo fyrir, að bera skyldi líknesk-
in aftur til kirkjunnar. Og nú brá
svo við að þau Ijettust við hvert
skref og seinast gat einn maður
borið hvort þeirra inn í kirkjuna.
(Presturinn og söfnuður hans
hefir staðfest þessa sögu, og hún
Framh. á bls. 31.
i