Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Page 8
24
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Okunn lönd:
I. PÓSTAFGREIÐSLA
í COLUMBIA
Eítir Harry A. Franck
Hjer er upphaf að nýum greinaflokki, sem birtast mun
í Lesbók framvegis, og er til þess að bregða upp myndum
úr lífi og landsháttum, sem fólki hjer er alveg framandi.
Nokkrar fyrstu greinarnar verða frá ríkjunum í Suður-
Ameríku og teknar eftir ferðasögum Ameríkumanns, sem
Harry A. Franck heitir, og ferðast hefir svo að segja um
allan heim. Hann ferðaðist fótgangandi um öll ríkin í Suð-
ur-Ameríku og var rúmlega fjögur ár á því ferðalagi.. Hann
segir skemtilega frá, hefir ekki mikið álit á því fólki sem
byggir suðurhelming Ameríku, enda virðist líf manna þar
fullkomin mótsetning við lífið í Bandarikjunum. í formála
fyrir ferðasögunum, segir hann svo: Brasilíumenn segja að
sá ferðamaður, sem ekki segir hreinskilnislega frá, hafi
tapað ágætu tœkifœri til að þegja. Jeg hefi reynt að vera
hreinskilinn. Það er margt gott um Suður-Ameríku að
segja. En ef meira ber á dökku hliðinni í frásögn minni,
þá er það vegna þess, að hún skyggir svo mjög á góðu
hliðina“.
VIÐ ÁTTUM nú um tvær leið-
ir að velja. Önnur lá til Pereira,
hin til Filandia. Við köstuðum
hlutskifti og vegurinn til Filandia
varð fyrir valinu, og hann var
fremur slæmur.
Filandia er gamalt þorp. Það
var eins og aldrei hefði komið út-
lendingur þar fyr. Líklega fara
flestir til Pereira. Jeg ætlaði að
taka myndir þarna, en þá flyktust
allir að mjer, karlmenn, konur og
börn og voru svo nærgöngul og
forvitin að jeg varð að hætta við.
Daginn eftir komum við svo að
segja í nýtt land. Við komum of-
an úr fjöllunum niður í hitabelt-
isgróðurinn. Þar voru kaffirunn-
ar, banantrje og endalaus bambus-
skógur, þessi fagri og nytsami
vöxtur, sem Norður»Ameríka hef-
ir því miður farið á mis við. —
Hjer var ekki gott að vera með
óframkallaðar filmur, svo að jeg
settist að hjá læk nokkrum með
framköllunardunkinn. Rjett þeg-
ar jeg hafði hengt filmurnar upp
til þerris, dró fyrir sólu og þegar
byrjaði að rigna. Jeg greip þá
filmurnar sína með hvorri hendi
og stökk á stað. Til allrar óham-
ingju varð vegurinn nú að þröng-
um stig í gegn um runna, svo að
jeg varð að halda filmunum hátt
á loft, til þess að skemma þær ekki
íbúarnir, kolsvartir negrar, stóðu
í dyrum bambuskofa sinna, og
horfðu skefldir á er jeg strunsaði
fram hjá þeim. Það var heldur ekki
að furða, að sjá bráðókunnugan
mann ana þarna fram hjá, með
báðar hendur hátt í lofti og í
hverri hönd blaktandi svarta
borða. Þeir svörtu krossuðu sig í
ákafa og skelfingu.
Myrkur var komið er jeg náði
inn í þorpið, en Hay kallaði til
mín úr einhverjum útidyrum..—
Honum hafði tekist að iá gistingu
fyrir okkur og mat. Kertaljós kom
eftir langa mæðu og mjer var vís-
á stól og var setan úr amerískum
póstpoka. í „matstofunni“ var hæg
indastóll, og bakið úr sama efni.
„Hvar fáið þið þetta?“ spurði jeg
bebbakollinn, sem átti húsið.
„Ó, þetta fína og sterka efni?
Rikisstjórnin hefir altaf nægar
birgðir af því til sölu“, svaraði
hann.
Næsta dag lá leiðin gegn um
gróskumikinn skóg. Langt í burtu,
hinum mcgin við Canca-dalinn,
risu tindar Vestur-Cordillera-fjall-
anna og var fjalglarðurinn frá
austri til vesturs svo langt sem
augað eygði. Sumstaðar sáum við
þrjá fjallahryggina samsíða. Um
I
i