Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W 31 Oskiljanlegir fyrirburðir Framh. af bls. 23. hefir birst í mexikönskum blöð- um). Einfœtingur. Þessi atburður gerðist í South Devon í Englandi fyrir nokkrum árum, og hefir engin skýring fengist á honum. Það var einn morgun að fólk- ið í þorpinu kom á fætur að það sá, að mikið hafði snjóað um nóttina, og í snjónum sáu þeir ein- kennilega slóð, sem lá þvert yfir akra, engi, girðingar og hús og var hún rakin um 40 mílna vega- lengd. Þessi slóð hlaut að vera eftir einfæting, því að sporin voru í beinni línu hvert fram af öðru og voru öll eins, klofin, íhvolf, um 4 þumlungar á lengd og 2 á breidd, en 8 þumlungar milli þeirra. — Sums staðar lá slóðin þvert yfir nokkur hús, yfir iieystakka og 5 metra háa veggi. Frjettin barst fljótt út og vís- jndamenn og blaðamenn streymdu til Devon. Vísindamennirnir urðu að játa, að þessi- spor þektu þeir ekki. Ekki væri kunnugt að til væri nokkur skepna, er ljeti eftir sig slíka slóð. Sporin voru teikn- uð nákvæmlega og steypumót tek- in af þeim og send á náttúru- gripasafnið í London. Enginn þekti þessi spor, og þau hafa aldrei sjest síðan. („Times“ sagði frá þessum at- burði og sagði að engin eðlileg skýring yrði gefin á honum). Elddansinrr. í skýrslu þeirri er Smiths Etuo- logiska stofnunin gaf út árið 1883 -—84, má lesa einkennilega frá- sögn eftir Washington Matthews lækni, sem gerði sjer far um að kynnast siðum Indíána, þegar hann var læknir í Fort Wingate í New Mexiko. Frásögn hans er af trúarbragðahátíð, sem Navajo- Indíánar heldu 28. október 1884 sakamt frá Wingate-virkinu. — Matthews segir svo frá: „Ellefti dansinn var nefndur elddansinn. Tíu menn með lenda- dúk, gengu. inn á autt svæði, en áhorfendur stóðu í hring þar um. Allir þessir menn, nema foring- inn báru í höndum kyndla úr ræmum aí sedrusviðarberki. Þeir kveiktu á kyndlunum við hinn heilaga eld og hófu svo tryltan dans umhverfis eldinn. Síðan tóku þeir að berja hver annan með logandi kyndlum. Hver mað- ur barði þann, sem á undan var, á bert bakið, og stundum nugg- uðu þeir bakið hver á öðrum með eldinum, en enginn kipti sjer upp við það. Ef þeir náðu ekki til annars manns, hýddu þeir sjálfa sig með logavendinum. Og voru það engin smáhögg, sem hver veitti öðrum“. Þegar dansinum var lokið skoð- aði læknirinn alla þá, sem tekið höfðu þátt í honum. Hvergi sást votta fyrir brunasárum á hinum nöktu líkömum þeirra. Hann hafði sjálfur horft á aðfarirnar og hon- um var alveg óskiljanlegt hvern- ig þeir höfðu komist óskemdir úr dansinum. - Molar - Strandlengja Alaska er 26 þús. milur. Flatarmál Alaska er nærri því einn fimmti af öllu flatarmáli Bandarikjanna. — En góði prófessor, jeg var að enda við að segja yður, að lyftan hefir ekki enn verið sett í húsið. — Hvað er það, sem trúboðinn verður fyrst og fremst að kenna villimönnunum? — Að borða grænmeti. Ósk eiginmannsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.