Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 225 TIL VALDHAFA ÞESSA HEIMS I Avarp Dorothy Thompson 9 [Ferðamenn, er koma frá Ameríku, skýra svo frá, að kjarn- orkusprengjan sje þar á hvers manns vörum. Dragi þeir, sen. á hlusta, þetta nokkuð í efa, þarf ekki annað en að vísa ti\ þeirrar logandi áskorunar og ávarps „Til valdhafa þessa heims“, er Dorothy Thompson hirti nýlega í tímaritinu , Ladie’s Home Journal“. Dorothy Thompson, „málsvari almenningsálitsins í Ame- riíku, nr. 1“, eins og hún er nefnd þar um slóðir, kafnar ekki undir því nafni. Aldrei skirrist hún við að tjá skoðun sína hreint og skýrt, á opinberum vettvangi. Hún skrifar þrisvar í viku í fjöllesnustu hlöð Ameríku og einu sinni á mánuði í iímarit það, er nefnt var, eitthvert hið fjöllesnasta tímarit þar í landi, með yfir þrem miljónum kaupenda. En fyrir þetta er hún í sönnustu og hestu merkingu þessa orðs orðin cinliver viðkunnasti höfundur vestur þar. Því þykist jeg vita, að þetta ávarp hennar til valdhafa bessa heims sje rödd þjóðarinnar, rödd mæðranna, rödd fjölskyldanna. Það á skilið að vera þýtt á allar tungur ver- cldar, en hjer birtist það, nokkuð stytt, í íslenskri þýðingu.f trgt (Á. H. B.) „Jeg kem frá Mary Doe*)“. — þannig hefst þessi málsvörn mann- úðarinnar. ,Einhver verður að segja það, sagði hún. Svo kom jeg. Því að sjálf er jeg Mary Doe — við er- um ein mikil fjölskylda, — Döe- fjölskyldan. Nafn okkar mun verða þýtt á öll mál veraldar; því að við eða olfkar líkar eru til í öllum af- kimum þessa heims. Hver er staðan? — Húsfreyja, eiginkona, móðir. Hversu oft hafið þjer karlmenn nefnt okkur megin- stoðir menningarinnar. En þér haf ið heimt syni okkar, börn vor af okkur, til þess að bjarga heiminum. Þjer hafið heimtað, að við ljetum okkkur lynda píslargöngu sona okkar til þess að bæta fyrir syndir *) Konu, sem sennilega hefur tnisst flesta ástvini sína í stríðinu. þjóðanna, svo að allir mættu lifa lífi sínu í frelsi, án ótta og skorts. Og við gáfum yður syni okkar. Margir eru dánir, margir blindir og margir enn í. fangabúðum. Og margir skreiðast nú án fóta og vinna án handa. En sjerhver þeirra er oss jafn hjartfólginn og lífið í brjósti voru og heimur sá, sem þeir áttu að bjarga. En til er sárauki, sem er þessu meiri. Hann er sá, að einnig þeir hafa verið sviknir; að þjer hafið leikið hræðilegan leik með okkur og líf barna okkár. Þá er við föðmuðum þá að skiln- aði, báðum við fyrir þeim og yður. Við báðum þess, að þeir mættu lifa, og að ef þeir ættu fyrir sjep að deyja, þá mætti það ske fljótt og vel. Við báðum fyrir yður, að yður með blóðfórn sona okkar mætti lánast að brjóta hina svívirðilegu harðstjórn á bak aftur fyrir fullt og allt. Við báðum þess, að hinum ljómandi hrægömmum loftsins yrði breytt í dúfur friðarins, svo að ógn ir Opinberunarbókarinnar mættu hverfa og að engu verða. Beðið var í kyrþey, en í öllum löndum allt til veraldarinnar enda. Bænirnar stigu upp frá afgrunnum Lundúna og Coventry; þær titruðu á vörum mæðra í skuggahverfum Kölnar og Berlínarborgar, og tii þeirra heyrðist í Kiew og bergmál þeirra heyrðist í Le Havre og Chung-King. Þá vantreystum við yður ekki, herrar mínir, ekki þá dagana. Við trúðum yður. Við sögðum með sjálfum okkur: Bráðlega munum við sigrast á máttarvöldum hins illa í heiminum og þá munu leið- andi menn mannkynsins byggja það upp aftur, er tortímt hefur verið. Og börnum allra komandi mæðra mun komið brosandi í rúm- ið, án uggs og ótta; og synir allra komandi mæðra, munu stýra plógn um með glöðu geði, stjórna skip- um um höf og loft, rita bækur, mála myndir og hvað annað, sem köllun þeirra og löngun býður þeim. Og í lágum hljóðum munu mæðurnar þá mæla við myndir fórnarlamba sinna: „Þú fórnaðir þjer, elsku son- ur, til þess ao þessi betri heimur íhætti verða til“. En nú getum við mæður ekki lengur litið í augu sona okkar. Á- kæra skín út úr augum þeirra, hræðilegri en sprengjur yðar. Þau segja: „Það er lýgi, að vjer dæjum til þess, að leysa mannkynið af kvíða sínum. Enn er farið að tala um stríð; enn er farið að metast um það, hver hafi geigvænlegust vopnin og hvernig þeim best verði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.