Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 7
I
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS
227
UNGUR LISTMÁLARI
KEMUR TIL SOGUNNAR
Útihús
FYRIR nokkrum dögum hitti jeg
hinn unga listamann er heldur sýn-
ingu í Listamannaskálanum þessa
daga, Pjetur Sigurðsson. Faðir hans
hans var með honum.
Pjetur er aðeins 17 ára gamall.
Hann er fæddur og uppalinn hjer í
Reykjavík. Foreldrar hans eru Sig-
urður Þórðarson bankamaður í
Búnaðarbankanum Bjarnasonar frá
Reykhólum og kona hans Ólafía
dóttir, Pjeturs Hjaltesteds /að
Sunnuhvoli.
Hinn ungi málari er hæglátur
í framgöngu og tali, og lætur lítið
yfir sjer. Hann sagði m. a.:
— Mjer er það alveg ljóst, að í
mikið er ráðist að halda slíka sýn-
ingu, þar sem jeg er byrjandi, hefi
ekki enn haft tækifæri til þess að
'komast út fyrir landsteinana. En
í sumar ætla jeg á Akademíið í
Höfn. Þangað eru nokkrir fjelagar
mínir þegar komnir á undan mjer.
Síðan barst talið að því, hvar
hann hafi lært.
— Fyrsti teiknikennari minn í
barnaskólanum var frú Valgerður
Briem. En síðar Jóhann Briem
listmálari. jafnframt var jeg vetrar
tíma í teikninámskeiði hjá Mar-
teini Guðmundssyni myndhöggv-
ara, og annan vetrartíma hjá Egg-
ert Guðmundssyni.
Haustið 1942 innritaðist’ jeg í
myndlistaleild Handíðaskólans. —
Stundaði þar nám í þrjá vetur og
lauk því í fyrravor.
Kurt Zier kendi mjer teikningu
af mikilli alúð. En fyrsta veturinn
kendi Þorvaldur Skúlason okkur
meðferð olíulita. Síðan hætti hann
kenslu við skólann, því miður.
Jeg á vitanlega kennurum mín-
um mikið að þakka. Þeir verða ekki
sakaðir um, þó sitthvað megi að
sjálfsögðu að myndum mínurh
finna.
Flestar þeirra hefi jeg gert uppá
engin spýtur. Mikill stuðningur og
uppörvun hefir það verið fyrir mig
að kynnast mvndum þeirra ísl. mál-
ara, sem sýnt hafa í skálanum und-
anfarin ár.
— Hvert er ferðinni heitið að lok
inni námvist í Höfn?
— Það hefir lengi verið draum-
ur minn að komast til Frakklands,
sagði hinn 17 ára málari. Vonandi
fær sá draumur hans að rætast.
V. St.
Illts
„Hvíta skálin“