Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 14
234 LEiSBÓK MORGUNBLAÐSINS EITRAÐUR SILUNGUR - BRIDGE - S: G 3 H: Á K G 4 J: Á D 10 2 L: K 5 2 S: 2 H: 10 9 8 7 6 T: K 7 L: D 9 8 7 6 S: Á D 10 9 5 4 H: 5 3 T: 5 4 3 L: Á 4 N A S: K 8 7 6 H: D 2 T: G 9 8 6 L: G 10 3 NÚ í vetur útbjó jeg þraut. til að sýna tromp-coup. Síðan ætlaði jeg að birta spilað spil, sem í væri Grand-coup. Þessi tvö coup eru bæði mjög skemtileg og glæsileg, þegar þeim verður við komið. Þetta fram- kvæmdi jeg síðan, en svo illa tókst til, að þrautin ruglaðist og úr henni íjellu auk þess spil. Slíkt getur kom- ið fyrir og or ekki um að fást. Varð því að samkomulagi, að þrautin yrði birt aftur, er þetta í eina sinn, að til slíks hefir komið, en það var úr Lesbók frá 17. mars. Síðan var praut- in birt í því formi, er hún var útbúin í upprunalega, en síðar greinin og lausnin. Það næsta sem skeður, er það, að tveir bridgemeistaiar á Siglufirði senda lausn á fyrri þrautinni. Er iausn þeirra alveg rjett. eins og vænta mátti úr þeirri átt, en jeg hefi haft þá ánægju, að fá að spila nokkrum sinnum við báða. Kemur því í Ijós, að úr stokkun fyrri þrautarinnar, kemur önnur þraut, hinni erfiðari. Þó hin þrautin væri góð, til sinna nota, þá var fljótfærni, að athuga þessa stokkun ekki nánar. Þar sem þessi þraut. er vel þess virði, að vera athuguð af góðum spilamönnum, þá ætla jeg að leyfa mjer, að koma fram með hana núna. Suður spilar 7 spaða Vestur spilar út hjarta tíu. Dönsk kaldhæðni í DANSKA blaðinu „Börsen“, sem kom út á þriðja í páskum, sendur þetta: — í dag er aftur virkur dagur. Vjer höjum átt fjóra — og sumir fimm — yndislega hvíldardaga og vorblíðu til að endurnœra líkam- ann og fjörga andann, vjer höfum notið náttúrufegurðar og hitt góða vini. En í dag byrjum vjer allir. Nú erum vjer endurnœrðir á lík- ama og sál, hraustir og vel fyrir kallaðir, og góðu skapi til þess að hefjast handa að nýju. — í daq hefst ailsherjarverk- fallið! Stóra-Bretland er 94,202 fermíl- ur að stærð, en íbúar Stóra-Bret- lands eru 47 millj. og 755 þús. TIL skamms tíma hefir sú trú lifað hjer á landi að til væri ban- vænir fiskar í vötnum, öfuguggi og loðsilungur. Á öfugugganum snúa allir uggar öfugt og tr hann því auðþektur, en verra er að vara sig á loðsilungnum. Á honum er dálítil loðna og snúa öll hárin fram og finst það ef menn strjúka aftur eftir honum. Talið var fyrrum aðt ýmsir hefði fengið bana af því*að eta slíka fiska. Einu sinni veiddist silungur í Gíslholtsvatni (sumir segja á Hagaleiru) og dóu 7 menn nóttina eftir að þeir höfðu etið hann. Sumarið 1643 dóu hjón og eitt barn þeirra á Steinsvaði í Út- mannasveit á Hjeraði, af því að eta öfugugga. Árið 1692 dó ekkja og 4 börn hennar fullorðin á Gröf í Eiðaþinghá. Lágu þau öll dauð í rúmum sínum er að var komið og sum sprungin. Hjá þeim var sil- ungur soðinn á diski. Töldu menn að þau hefðu dáið af því að eta loð- silung. Dýrtíð í Darís MENN kvarta undan dýrtíð í París. Einn líter af steinolíu kostar 450 franka, kíló af smjöri kostar 5D0 franka, kíló af osti 400 franka, sykur 250 franka, svínakjöt 350 franka, kjúklingar 340 franka og hvert egg 16 franka. — Það er alt dýrt í Frakklandi núna nema frank inn — kostar 4 aura. ★ Hún (skelkuð): — Ungbarnið hefir drukkið blekið. Hann: — Jæja, jeg verð þá lík- lega að lána þjer sjálfblekunginn minn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.