Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 15
Móðurmerki og valbrá, Nú er hægt að losna við hvort tveggja. Móðurmerkin brenna lækn- ar með radiumgeislum, en valbrá er læknuð með frystingu eða með því að spýta lyfjum undir húðina. Það er algjörlega hættulaust og þjánihg- arlaust að láta taka af sjcr móður- merki (fegurðarbletti) með radium. Turgenjcv kom cinu sinni í iieimsókn til Leo Tolstoy á Jasnaja Poljana. Tolstoy fór mjög lofsamlegum orðum um bækur Turgenjevs, og varð Turgen- jev þá á að segja að hann hefði nú einmift með sjer handrit að nýustu skáldsögunni sinni ,.Faðir og sonur“. Vildi Tolstoy máske líta á það? Jú, hann vildi það endilega. Og svo fór hann með handritið inn í skrifstofu sína og lokaði á eftir sjer. Turgenjev beið klukkustundum saman. Seinast varð hann óþolinmóður og gægðist inn í skrifstofuna. Þar sat þá Tolstoy steinsofandi, hafði sofnað út frá fyrstu blaðsíðunum í ,,Faðir og son- ur“. — Snemma næsta morgun fór Turgenjev frá Jasnaja Poljana, og kom þangað aldrci framar. Upton Sinclair hinn frægi amcriski rithöfundur var einu sinni að tala við útgefand- ann að bókum sínum Útgefandinn fekk honum þá bók, sem nýlega var komin út og sagði: — Þetta er framúrskarandi bók. — Hafið þjer lcsið hana? Nú ekki! Hvernig vitið þjer þá að hún er fram- úrskarandi? — Jeg gaf vini mínum eitt eintak. Hann fór með það til vígstöðvanna og nú hefi jeg frjett að það hafi bjargað lífi hans. Hann hafði bókina í brjóstvasanum, svo kom kúla, en LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 235 hún komst ekki lengra inn en í fjórða kapítula. Albert Bclgíukonungur íaðir Leopolds, var mikill fjall- göngufnaður. Einu sinni gekk hann ásamt einum leiðsögumanni á hátt fjall í Sviss. Þegar þeir komu í sælu- húsið um kvöldið, var konungur svo preyttur að hann fór þegar að hátta og bað fylgdarmanninn að færa sjer kvöldmat í rúmið. Hann gerði það. Morguninn eftir var konungur árla á fótum og vakti fylgdai'manninn, cn hann sagði: — Jeg er þreyttur, konungur. Jeg vil fá morgunmatinn 1 rúmið. Konungur hló, fór fram í eídhús, matreiddi og færði fylgdarmanni sínum morgunverðixin. Hcilræði og saimlcikur. Það sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera. Heiðra skaltu. föður þinn og móður svo að þjer vegni vel og þú verðir langlífur í íandinu. Það sem maðurinn sáir, það mun hann og upp skera. (Biblían), Fáfræði. Kenslukonan spurði börnin um hanann: — Er hann svipaður kú, eða hesti, cða kind? Gunnar litli í'eis á fætur mjög hneykslaður: — Hefir kenslukonan aldrei sjeð hana? Þegar hann kom heim, spurði mamma hvernig honum líkaði við kenslukonuna. — Hún er víst góð, en hún veit ekkert, því að hún spyr okkur krakk- ana um alt. Einvígi á löngu færi. Moritz Gottlieb Saphir, hinn þýsk- ungverski spilagosi, móðgaði einu sinni greifa nokkurn og greifinn skoraði hann á hólm. Hólmstefnan var rjett utan við Vínarborg, og ein- vígismenn og vottar komu á ákvörð- unarstað á tiltekinni stundu. — Er yður sama, herra Saphir, sagði greifinn, þótt jeg styðji mig við þennan mílustaur Mjer er ilt í fæti og jeg á bágt með að standa stuðningslaust. -r- Það er ckki nema sjálfsagt, en þá verðið þjer líka að verða við til- mælum mínum. — Sjálfsagt — hver eru þau. — Að jeg fái að styðja mig við næsta mílustaur, svaraði Saphir. Þá gat greifinn ekki annað en hlegið, og rjetti höndina fram til sátta. Fyrir 60 árum fekk Sundfjelag Reykjavíkur 100 króna styrk af landsfje til að halda uppi sundkenslu, en henni var lítið sint. Þó hafði fjelagið þá látið reisa 9 álna langt og 6 álna breitt timb- urskýli yfir miðri sundlauginni. — Bæjarstjórn Reykjavíkur hjet að greiða kenlsukaup (4 krónur) fyrir allt að 10 sveitlæga drengi, eins og hún hafði gert árið áður. Fyrsta símalína hjer á landi var lögð milli Reykja- víkur og Hafnarfjax'ðar sumarið 1890. Var það fyrir forgöngu Jóns Þórarinssonar, þá skólastjóra í Hafnarfirði. Þessi símalagning kost- aði rúmar 3000 krónur og vígði landshöfðingi símann 16. október. — Sæsíminn milli íslands og útlanda var opnaður 24. ágúst 1906. • Eldtraustur pappír. í Ameríku hafa menn nú fundið aðferð til þess að framleiða vefnað og pappír, sem ekki getur brunnið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.