Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m spurði um aflabrögðin. Formaður hvað það bölvaða óveru. „Þið hafið vonandi borið slógið í gröfina“, sagði Eiríkur. „Nei, við vorum ekki að hirða úrgang þessara eiturkvikinda", sagði formaðurinn. „Þá vil jeg heldur að þið fáið ekki nema 4 börur í salt og berið slógið í gröfina, en að þið fáið 5 börur og látið slógið fara í sjóinn“, sagði Eiríkur. Það var einu sinni í harðindum og snjókomu, að ekki hafði verið komist með geldsauði á jörð. Þegar veður lægði talaði Eiríkur við sauðamann sinn hvort ekki mundi reynandi að fara með sauðina upp í fjall að ná í jörð. Sauðamaður var geðillur og sagði: „Þó að sauðir þínir sjeu vanir beit, .þá mun þó tómt grjót hart undir tönnum þeirra“. Þó fór hann með sauðina. Morguninn eftir um 'fótaferð kom Eiríkur inn í svefnhús pilta sinna og segir við sauðamanninn: „Eitt- hvað hafa sauðirnir fengið hjá þjer í gær annað en grjót, því að snjórinn er bæði rauður og gulur þar sem þeir hafa pissað og það sýnir að þeir hafa náð bæði í berja- lyng og beitilyng“. Sauðamaður fór þegjandi þegar tími var til með sauðina upp í fjallið. Útgerð og hjálpfýsi. Á ÞEIM árum var mikil sjósókn frá Karlsskála um sumarmánuð- ina, því að margir menn úr sveit- iftni fengu að hafa þar uppsátur. Fengu flestir þeirra kvöldmat með heimilisfólkinu. Sjálfur helt Eirík- ur út tveimur bátum. Mun þá sem oftast hafa verið um 40 manns, er skamta þurfti hvert kvöld. Var það mikið verk, en aldrei heyrðist óstillingarorð til húsfreyjunnar út af því. Auk þessa voru þarna 4-6 færeyskir bátar. Oft þurfti að sækja beitu langar leiðir. Þegar Eiríkui' sendi menn sína eftir beitu tók hann jafnan fram við þá að taka svo mikið að tvímenningar á bát gæti fengið beitu líka, svo að þeir þyrfti ekki að sleppa róðrum 'við að sækja hana. Annan báta sinna hafði Eiríkur í Seley við hákarla-, flyðru-, skötu- og þorskveiðar fram að ágúst byrj- un, og stundum lengur. Hvergi var farið jafn snemma í Seley sem frá Karlsskála, stundum í mars, en al- mennur siður var að fara ekki þangað fyr en eftir sumarmál. Það var landsvenja að búa vermenn í Seley út með hálfsmánaðar nesti, en Eiríkur bjó okkur sína menn út með mánaðarnesti í hverri ferð, „því að það getur komið fyrir“, sagði hann, „að þegar þið ætlið í land, þá sje illfært eða ófært, eða þá að þið verðið að hlaupa frá góðum afla“. Hann lagði svo fyrir okkur, að þegar við færum alfarnir í land, þá skyldum við skilja svo mikið eftir af hrísgrjónum, bygggrjónum, sykri og kaffi, að nægja mundi 4 mönnum í mánuð, og ganga svo frá því, að það skemdist ekki. En til þess þurfti ekki annað en binda það upp um sperrukverkarnar í skálanum. Ekki var mjer kunnugt um að neinn annar útgerðarmaður í Seley gerði tilraun að hlynna þannig að sjómönnum, sem kynni að hrekjast þar upp til að bjarga lífi sínu. En það kom ekki ósjaldan fyrir á þeim áruni, er sjósókn var mikil til Seleyjar á litlum árabát- um, en stórbrotinn sjór í stormi milli Seleyjar og lands. Á búskaparárum Eiríks kom oft fyrir að skip strönduðu, því að þá var mikið af ýmissa þjóða fiski- skipum úti fyrir Austfjörðum, eða inni á þeim. Varð þeim þá hin al- ræmda Austfjarðarþoka tíðum að tjóni, svo að þau lentu á land. Einnig slitu hinir miklu norðvest- an hauststormar þau upp á legum, svo að þau rak í strand. Voru því oft uppboð á skipsskrokkum. Á þeim árum var kaupmanna- valdið á Austfjörðum mikið og voru kaupmenn hæst ráðendur á fjármálasviðinu þar. Flestir bænd- ur voru þannig settir, að þeir töldu til lítils fyrir sig að fara á strand- uppboðin, þó að þeir hefðu fulla þörf fyrir að ná sjer þar í spýtur. Helsta úrræði þeirra var því að mynda fjelag og láta einn bjóða í fyrir alla. Kom það ávalt á Eirík, því að hann var sá eini, sem ekki var hægt að vísa frá boði, hve góð- ur vilji sem var fyrir hendi til þess. Frá einu þessara uppboða lifir þessi saga: Útlent fiskiskip hafði strandað, með allmiklu af fiski í sjer, en ekki óskemdum. Nokkrir bændur höfðu gengið í fjelag um að kaupa skipsflakið og skyldi Eiríkur bjóða í fyrir þá. Carl D. Tulinius konsúll bauð í skipið fyrsta boðið, svo Eiríkur. Þegar þeir hvor um sig höfðu boð- ið nokkur boð, en ekki há, segir Tulinius: „Hættu nú að bjóða Eiríkur; flakið er orðið nógu dýrt“. Eiríkur svaraði: „Haltu áfram að bjóða, Tulinius, því að hvor okkar sem hreppir flakið þá færð þú að borga það!“ Tulinius hætti þá að bjóða í skipsskrokkinn, svo að bændur fengu hann á sæmilegu verði, en kaupmenn fengu að skifta fiskin- um, óáreittir af bændum. Wt Hjartanu kærast. Það er sama hvað um er að íæða, hvort það er ást, guð eða föður- land — alls staðar liggur hugsun um peninga á bak við. (Olle Hedberg).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.