Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 9
229 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS & Orgel og söngfólk Mormónakirkjunnar í Sait Lake Cxty Stjórnarráðshúsið og rósailminn leggur langa vegu. Við vorum komin utarlega í borgina og farin að sækja á bratt- ann upp hlíðarnar, þegar ég rak augun í ferlíki mikið á götunni, ekki ósvipað brynvagni. En ég sá brátt að ferlíki þetta var notað til friðsafnlegra starfa. Þetta var þvottavagn. Ibúar Salt Lake City þvo göturnar innan úr miðbæ og út í yztu úthverfi. Vagnar þessir eru stórir og fyrirferðarmiklir. Aftan á þeim er safnkassi fyrir lauffallið og bréfarusl, en neðan í vagninum er gríðarmikill púði, sem snýst með hreyfingu vagns- ins og þvær götuna, en jafnframt er rennandi vatn látið streyma eftir götunni. Ég stóð eins og átján barna faðir úr álfheimum og starði á þessar aðfarir. Þið munið, að karl- inn hafði aldrei séð jafn langan gaur í svo lítilli grýtu. En ég hafði aldrei séð slíkt hreinlæti. Ég mundi eftir götunum heima í Reykjavík. En þá var Bolli reynd- ar ekki búinn að gera slík krafta- verk, sem nú er raun á orðin hér í bænum. Við gengum hærra upp í hlíð- arnar og nú fór gróðurinn að verða lágvaxnari. Lágir kjarr- runnar og smárjóður á milli, ekki ósvipað birkigróðri í íslenzkum fjallahlíðum. Mér var farið að hitna. Og ég lagðist niður og lét hugann reika. Mér varð hugsað heim, heim til íslenzku heiðanna, mjúka mosans og sterka ilmsins af íslenzkum fjallajurtum. En ég hafði ekki legið lengi, þegar ég varð var við það, að einhverjar smápöddur voru komnar inn á bert hörundið. Ég reis upp á oln- boga, og þá heyrði ég skrjáfa í runnanum rétt hjá mér. Þar var snákur að skjótast. Og mér datt í hug: Skyldi það vera nokkurs- staðar nema á íslandi, sem mað- ur getur legið áhyggjulaus undir berum himni; og skyldi vera til nokkur gróður, sem er ilmríkari en íslenzka blóðbei’gið og birkið? Ég var staðinn upp. Og nú heyrði ég háværar, glaðværar raddir einhversstaðar nærri okk- ur, og ég fór að svipast um. Og þá sá ég fjóra drengi á aldrinum 8—10 ára. Þeir voru ljóshærðir, glaðlegir og frjálsmannlegir, brún- aðir af sól og vindi. Þeir höfðu búið sér til litlar svifflugur, tré- grind og pappír strengdur yfir. Þeir stóðu á hjalla skammt frá okkur, köstuðu þessum litlu svif- flugum sínum út yfir dalinn og létu uppstreymið bera þær lang- tímum saman. Þessar litlu flug- vélar þeirra voru hvítar, ekki mik- ið stærri en mávarnir, og svifu í kapp við þá milli fjallahnjúk- anna. Þessir drengir voru af nor- rænu bergi brotnir, þeir gátu eins vel átt heima upp í Mosfellssveit eins og vestur í Klettafjöllum. Hver veit líka nema þeir hafi verið afkomendur íslenzkra land- nema, þeir eru á stangli um öll Bandaríkin, og í smáþorpi, sem er skammt frá Salt Lake City, er töluvert af íslendingum, og er sagt, að gamla fólkið tali þar sumt ennþá sín á milli íslenzku. Neðar í hlíðinni heyrðum við skothvelli. Þar var maður með byssu. Hann var á veiðum. Hann var að skjóta lítil ferfætt kvik- indi, einskonar salamöndrur, sem skjótast um í kjarrinu og virð- ast vera útbreiddar um alla mið- og vestur-Ameríku. — Þegar við síð- ar fórum ofan í Grand Canyon í Arizona, skutust þessi þtlu, ógeðs- legu kvikindi um urðir og kjarr og virtust vera einu lífverurnar í því glóðarkeri,. fyrir utan stórar, belgmiklar flugur, sem svipaði til íslenzku maðkaflugunnar, nema þessar voru að minnsta kosti helmingi stærri. Ég leit yfir borgina. Mild hita- móða lá yfir landinu allt umhverf- is. Og borgin — hvað hún var ólík því, sem manni finnst um borg. örfá stórhýsi skáru sig út úr heildarsvipnum: kirkjan, ráð- húsið, gistihúsin. Annars var gróð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.