Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS £ -5' " J
231
ÓKUNN LÖND
XXII. Veslings ekkjubarn
ÞAÐ var einhver kirkjuhátíð í
Nahuinququio þorpinu er vjer kom
um þangað. Loftið glumdi af hjá-
róma pípublæstri og trumbuslætti,
með þessum langdregnu og rauna-
legu tónum, sem einkenna músík
Indíána. Víða voru hópar manna
að dansa. Voru karlmennirnir í
allskonar skræpóttum búningum og
með grímu fyrir andliti. Þarna tví-
steig fólkið, en færðist ekkert úr
stað.
Yfir fjallaskarðið hinum megin
lá gamall vegur eins og steintröpp-
ur og hefir þáð líklega verið leyfar
af þjóðvegi Incanna. Svo lá leiðin
aftur niður djúpan dal, örmjór stíg
ur á milli ótal smágarða með grjót-
görðum umhverfis. Þeir voru ný-
plægðir og vantaði regn. Undir
sólsetur blasti við oss fljót, sem
sýndist fagurgrænt þar sem það
rann milli grasi gróinna bakka eins
langt og augað eygði. Þetta var
Mantero eitt af hliðarfljótum Ama-
zons. Með fram því voru mörg smá-
þorp á víð og dreif.
í stofunni í „Hacienda Casma“,
voru samkomnir þrír ferðalangar,
sem forlögin höfðu leitt saman í
þessum frjósama dal, og sátu um-
hverfis póst, — já, nýan amerískan
póst. Hsbóndinn þarna var ákaf-
lega hæglátur og kurteis maður og
þótti mjer það undarlegt þangað til
jeg frjetti að hann var Argentínu-
maður. Óðalseigendur á þessum
slóðum hafa lítið fyrir lífinu. —
Klukkan var víst orðin átta næsta
morgun er vjer söfnuðumst saman
til að drekka morgunkaffi. Með því
var borið fram brauð og ostur.
Nokkru seinna sendi ráðsmaðurinn
Indíána á stað til þess að ná í múl-
. asna og hesta handa okkur.
Jeg sat úti í garðinum og var að
lesa og hlusta á hinn yndislega
söng fuglaitna, á meðan jeg beið eft
ir reiðskjótanum. Þá bar þar að
Indíána. Hann læddist inn í garð-
inn og afhenti húsfreyju brjef. —
Hún var rjett byrjuð að lesa það
er hún fór að hlæja. Maður hennar
gekk þá til hennar og tók við brjef-
inu. En honum fór eins. Hann fór
að hlæja. Svo rak hann burtu alla
Indíána, sem höfðu safnast þar að
og las brjefið upphátt fyrir oss
gesti sína. Brjefið var frá sóknar-
prestinum og hann átti heima þar
uppi í fjöllunum. Það hljóðaði á
þessa leið:
— Kæri vinur! í gær var jeg að
húsvitja hjá hinum villuráfandi
sauðum mínum, guð blessi þá, og
kom til fátækrar ekkju, sem var ný
búin að ala barn. Nú bið jeg yður
í nafni mannkærleikans og heilagr
ar kirkju að gera mjer þann greiða
að vera guðfaðir þessa veslings
ekkjubarns, svo að það eigi ekki
fyrir því að liggja að deyja óskírt
og í synd. Skírnin á að fara fram
á fimtudaginn. Jeg vona að þjer
gerið mjer þann greiða og nefnið
þetta ekki á nafn við nokkurn mann
vegna þess að það kemur engum
öðrum við en okkur. Þjer megið
ekki einu sinni nefna það á nafn
við yðar ágætu konu, sem guð
blessi ----
Jeg skildi alls ekki hvað hús-
bóndanum þætti hlægilegt við
þetta brjef, og stamaði einhverju
út úr mjer í þá átt.
— Jæja, það er — það er vegna
þess að presturinn þekkir þessa
ekkju mjög vel, sagði hann og
strauk tárin úr augum sjer. Og
þetta er í fjórða sinn síðan jeg kom
hingað að hann hefir beðið mig að
vera guðföður að fátæku og mun-
aðarlausu barni, sem hann hefir
rekist á í sókninni. Hann er mesti
kjarkmaður, presturinn okkar. En
hann kærir sig ekkert um að kon-
urnar í sókninni viti um þetta. Jeg
er Argentínumaður-------en samt
sem áður, hver getur dulið leynd-
armál fyrir kvenfólki?
Og hann horfði brosandi á eftir
konu sinni, sem hljóp skellihlæj-
andi burt.
XXIII. Llamadýrin
HEILAN dag vorum vjer á ferð
yfir brún heiðarlönd. Loftið var
heiðskírt og tært. Framundan voru
snjótypt fjöll og undir þeim stend-
ur þorpið Huancavelica.
Hjer á heiðunum eru heimkynni
llamadýra. Þar eru þau á beit á-
samt alpakka-geitum og sauðfje.
Llama er quichua indíánska og
þýðir aðeins húsdýr. Áður ®n Evr-
ópumenn komu til Perú, var það
eina áburðardýrið þar í landi. —
Llama og Indíánarnir í Andesfjöll-
um eru leyfar fornrar menningar
og eiga vel saman. Það eru eins og
tvær greinar af sama stofni, sem
hafa slegist sar»an og hafa ekki
fylgt framþróuninni. Báðir verða
að hafast við í fjöllum uppi og eru
staðbundnir; báðir bera mótlæti
sitt möglunarlaust; báðir eru latir.
Llama er ófáanlegur að vera einn á