Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 6
370 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS reglumennirnir reka þá frá búðarborð- inu, eins og Ulstrup heitinn gerði á sinni tíð? Það er nú ef til vill, ekki eftir frjálsræðisnótum þessa tíma. Eftir vorri hyggja ?æri slikum iðjuleysingj- um nær að þrífa til í fjörunni og á stakkstæðunum (sjálfsagt fyrir borgun frá hlutaðeigendum), svo þar væri ekki alt fult af úldnum sköturæflum, fúnu þangi, þorskhausum, slori og jafnvel mykjuhaugum. Vjer efumst ekki um að margt af þessu hljóti að virðast sóða- legt í augum þrifinna manna, sem hing að koma, og sjá alt þetta fyrst, þegar þeir stíga fæti sínum á land í höfuð- borg landsins. Hjer kveður við nákvæmlega sami sónninn sem er í Reykjavíkurblöðun- um enn í dag. Hjer er talað um gá- laust uppeldi æskulýðsins, óreglu og drykkjuskap, og lögreglan er ávítt. Talað er um, hvað Austurvelli sje lít- ill sómi sýndur. Þá er og kvartað um að börnum sje háski búinn á götunum og illfært fyrir gangandi menn að komast um þær, alveg eins og nú; sá er eini munurinn, að þá voru það hest- ar, en nú eru það bílar, sem umferða- truflun og slysum valda. Seinast er talað um sóðaskapinn. Og er það ekki merkilegt að þá, eins og nú, skuli að- allega hneykslast á honum vegna út- lendinga! Nú ber þess að gæta, að þegar þessi grein var skrifuð voru í Reykjavík tæplega 1200 íbúar. Nú eru þeir rúm- lega 40 sinnum fleiri. Hefur okkur þá ekkert farið fram á þessari umliðnu öld, eða er það aðeins nuddið og til- hneigingin til útásetninga, sem hefur haldist óbreytt? 5W $4 tj $4 % EF KJARNORKUSTRÍÐ KEMUR og mannkyniö líður undir lok, þá verða skordýrin alls ráðandi í heim- inum. Þau þola 30—1^0 sinnum sterk- ari geisla heldur en maöurinn. Rottur mundu líka hafa það af, því að þœr þola sterkari geisla en ónnur dýr, þó ekki á við skordýrin. vri *> Ókunn lönd: VATNSVEITA í KÍNA SKAMMT frá landamærum Kína, þar sem vegurinn liggur upp til Tí- bet, er borgin Kwanshien. — Hún stendur á sljettu, rjett undir snar- bröttum fjallgarði, og eru húíin svo þjett, að það er engu líkara en að þau hafi hrunið sem skriða niður úr f jöllunum. En í hina áttina eru græn- ar sljettur og ná eins langt og auga eygir. Eftir þeim rennur áin Min, sem kemur úr djúpum giljum i fjöll- unum. Rjett vestan við borgarhliðið hefur verið höggvinn rás með lóðrjettum veggjum í gegn um háls nokkurn, og frá þessari rás liggur áveituskurður upp að ánni, svo sem mílu fyrir ofan borgina. Þar sem skurðurinn kemur í ána, eru sandsljettur, en voldug stífla °r efst í skurðinum og þar fyrir ofan gríðar mikil uppistaða vatns. Stíflan er vandlega hlaðin til beggja enda, en í miðju er flóðgátt og þar er stíflan gerð úr timbri. Chengtu-sljettan, handan við Kwan shien, er í raun rjettri ekki annað en landeyjar. Sljettan er um 3000 fer- mílur, og var upphaflega auðn ein. En með þeirri fádæma elju og iðju, sem einkennir landbúnaðinn í Kína, hefur hver einasti blettur af þessari miklu sljettu verið ræktaður, og breytt úr auðn í eitthvert frjóvsam- asta hjerað á jörðu, þar sem menn fá uppskeru fimm sinnum á ári. Um alla sljettuna þvera og endi- langa eru vatnsveituskurðir og fá þeir vatn úr aðalskurðinum hjá Kwan- shien. Þegar flóðgáttin þar er opnuð, fyllast allir skurðirnir af vatni, svo að öll sljettan nýtur góðs af. Vatnsveita þessi er stórkostlegt og hugvitsamlegt mannvirki, svo að hver maður hlýtur að dást að því. En þó er þetta enn merkilegra þegar þess er gætt, að vatnsveita þessi er nú rúmlega 2000 ára gömul og hefur verið notuð allan þann tíma. Skurð- irnir eru jafn gamlir kínverska múrn um. Þeir eru máske ekki' alveg eins mikið mannvirki, en þeir hafa orðið þjóðinni mörgum sinnum happa- drýgri, því að aldrei hefur komið al- varlegt hallæri á Chengtu-sljettunni. Jeg kom til Kwanshien í þann mund er vatninu skyldi hleypt á. Þá er þar mikil hátíð, eins og ætíð við slíkt tækifæri. Og nú áttu íbúarnir jafnvel meira undir því en oft áður að vel tækist til með vatnsveituna, því að vegna þurrka var matarskort- ur yfirvofandi í nærliggjandi hjeruð- um. Hátíðin var haldin fagran og sól- bjartan dag í apríl. Þúsundir blá- klæddra manna streymdu þangað víðsvegar af sljettunni og skipuðu sjer í raðir meðfram stíflunni, eða stóðu á hinni glæsilegu og fögru bambusbrú, sem er yfir ána og skurðinn, rjett norðan við stífluna. Hinn gamli hershöfðingi, Lin Hsía- ag, stjórnaði hátíðahöldunum. Fyrst varð að færa guðunum fórnir. Fórn- að var svíni og kjúkling og svo var brennt sýnishornum af öllum þeim tegundum jarðargróða, sem vex á sljettunni. Síðan gekk einkennis- klæddur fulltrúi Nanking stjórnar- innar upp í fánum skreyttan ræðu- stól og hjelt þrumandi þjóðræknis- ræðu, en svitinn bogaði af skalla hans á meðan. Þar næst var skotið af byssum. Og þá var komið fram um nón. ( Nú fóru fimm eða sex menn niður í skurðínn og tóku að höggva sundur máttarstoðir stíflunnar í flóðgáttinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.