Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 373 KLUKKAN TÍU DYRABJALLAN hringdi snöggt. Sira Aamus reis seinlega á fætur. Ilann var þreyttur. Sóknarbörnin höfðu venju fremur leitað til hans í dag og beðið um heilræði og hjálp. Alir voru ótta- slegnir en hann hafði ekki getað gert annað en reynt að hughreysta fólkið með nokkrum fánýtum orðum, að honum fannst. Hann gekk til dyra. Ókunn kona stóð úti fyrir og hánn sá ekki betur en að hún mundi vera úr þorpinu úti við ströndina. Hún var í fötum úr heimaofnum ullardúki og var með körfu á handlegg. — Má jeg trufla prestinn andartak ? spurði hún. Hann kinkaði kolli og hún gekk inn í anddyrið og lokaði hurðinni vandlega á eftir sjer. Svo tók hún brjef úr barmi sínum og rjetti hónum. — Þetta átti jeg að fá prestinum, sagði hún. Presturinn leit á brjefið Á það voru skrifuð nokkur orð með viðvanings- legri hönd. Hann las: — 1. Sam. 21:10. — Hvað á þetta að þýða? spurði hann. Hann gekk inn í skrifstofu sína og skildi hurðina eftir í hálfa gátt. Hann fletti upp í biblíu, sem lá á borðinu, þangað til hann fann hinn tilvísaða stað: „Siðan tók Davíð sig upp og flýði þennan sama dag fyrir Sál, og kom til Akis konungs í Gat“. Hann sneri sjer við og ætlaði að segja eitthvað við konuna, en hún var þá farin. Öðru sinni las hann ritning- argreinina, en var engu nær. Þetta var skrítin orðsending. Og hver var þessi kona? Sjómannskona úr þorpinu . . . Æ, nú skildi hann allt saman. Þetta var auðvitað kveðja frá Peet, syni hans. Honum hafði þá tekist að flýja úr landi. „Til Akis konungs í Gat“. Það var gleðilegt. Þá var pilturinn á- reiðanlega sloppinn. Presturinn varð innilega.glaður. — Hann gekk fram í eldhúsið, þar sem kona hans var, og sagði henni þessar gleðifrjettir. Þau höfðu bæði verið hrædd um drenginn sinn. Hann var einkabarn þeirra og augasteinn. Þegar farið var að' senda unga menn á víg- stöðvarnar, vissi hann að röðin mundi brátt koma að sjer. En hann var á móti styrjöldum og blóð.súthellingum. — Hvaða vit er í því að fara til vig- vallanna og láta drepa sig? sagði hann. Fyrir föðurlandið segja menn. En föðurland mitt er nú þegar á valdi framandi hers, og hermennirnir segj- ast ætla að setjast hjer að þegar stríð- inu er lokið. Nei, jeg hefi enga ástæðu til þess að fórna lífi mínu. — Þeir koma og taka þig með valdi, hvar sem þú ert, hafði þá móðir hans sagt. — Við sjáum nú til, sagði hann. Einn af skólabræðrum hans átti heima í sjávarþorpinu og eftir þetta voru þeir alltaf saman og voru að bollaleggja eitthvað. Og svo var það eitthvert kvöld, að Peet bað foreldra sína að verða ekki hrædd þótt hann hyrfi skyndilega. — Þú mátt ekki fara án þess að kveðja okkur, sagði mamma hans þá. — Það er best að þið vitið ekkert um mig, ef einhver skyldi koma að spyrja um mig, sagði hr-.nn. —Þið kunnið ekki að skrökva. Nú var liðin vika síðan hann hvarf. Og nú kom þetta brjef. Og nú var hann hjá Akis, konunginum í Gat. Presturinn gat ekki annað en brosað að þessu. — Þú skalt ekki gleðjast of snemma sagði kona hans. Það er ekki að yita hvað fyrir kann að koma. — Það segirðu satt, sagði hann, en nú er þó þyngstu áhyggjunni ljett af mjer. Konan varð sannspá. Presturinn vissi ekki hvað fyrir þau átti að koma. Þetta voru hættulegir tímar, og prest- ur gat átt það á hættu, alveg eins og hver annar, að á hann felli grunur. Máske fremur, því að á hverjum sunnudegi átti hann að boða vilja guðs um frið og rjettlæti og að allir væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.