Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 377 fjelag til a3 rannsaka staðinn. Þeir voru þá báðir hnignir á afra aldur. Þeir byrjuðu á því að fá sjer jarð- nafar, og Ijetu bora niður í botninn á fyrri þolunni. Á 100 feta dýpi kom nafarinn niður á eikarborð, sem var f jögurra þumlunga þykkt. En er niður úr því kom sagði sá, sem stjórnaði jarðnafrinum: „Nú finnst mjer nafar- inn vera kominn niður í lausan málm, sem lætur undan og kastast frá nafr- inum“. Laus málmur! Var það ekki gull? Þetta lag reyndist 22 þumlungar, en svo kom 8 þumlunga þykkt eikar- lag og þá tók aftur við laus málmur. Nú var nafarinn dreginn upp og þá voru þrjár litlar gulltrefjar í aurnum, sem fest hafði við hann. Nú gerðu þeir Vaughan og Lynds ráð fyrir því að þarna í 100 feta dýpi væri tvær gullkistur, hver ofan á ann ari. Viðurinn í þeim væri 4 þumlunga þykkur og þess vegna hefði eikarlagið verið 8 þumlungar þar sem botn efri kistunnar stóð á loki hinnar. Og báð- ar voru þær fullar af gulli, sem var alls 44 þumlungar á dýpt. Þá var ekki um annað að gera en dæla vatninu úr gröfinni. Að öðrum kosti var ekki hægt að ná í gullkist- ulrnar. Nú var fengin hin voldugasta dæla, sem hægt var að ná í. Og svo var vatninu dælt upp úr gröfinni dag og nótt. En þrátt fyrir það þótt dælt væri 2000 lítrum á mínútu, lækkaði vatnið ekki vitund í gröfinni. Menn tóku nú eftir því, þegar mjög lágsjávað var, að niðri í flæðarmáli komu fram vatnsrásir. Þetta fannst þeim grunsamlegt, og þeir ákváðu að rannsaka þetta betur, áður en þeir eyddu meira erfiði í að dæla. Nú var byrjað að grafa þarna. — Fyrst var þriggja, feta þykkt sand- lag. Þá kom þykkt lag af trjátrefjum, sem náði um 140 fet með fram sjávar- máli. Undir þessum trefjum var þykkt lag af sefi og undir þVí voru nokkurs konar holræsi — hver steina- röðin við aðra, og þessi holræsi náðu inn í gröfina. Gullkistan var því eins *og drykkjarhornið hjá Útgarða-Loka, að annar endinn náði út í sjó, og því var ekki að furða þótt illa gengi að þurka gröfina. En þetta mikla mann- virki benti til þess, að það væri eng- in smávegis auðæfi, sem fólgin væri þarna í jörð. Var nú unnið að því af kappi að stífla þessar vatnsrásir og síðan var byrjað að dæla að nýu upp úr gröf- inni. Og nú gekk það betur en áður. Mikil leðja var nú í botni og þegar átti að finna gullkisturnar aftur með jarðnafrinum, þá var engu líkara en að þeir væri horfnar. Þær fundust hvergi, hvernig sem leitað var. Það var engu líkara en að þær hefði færst úr stað, eða sokkið. Og þar með var þeirri tilraun lokið. Næst er svo farið að Ieita fjársjóðs- ins árið 1893. Hjet sá Frederick L. Blair, sem stóð fyrir því. Hann gróf með jarðnafri niður í holuna. Ekki rakst hann á gullkisturnar, en í 153 feta dýpi komu jarðnafrarnir niður á 20 þumlunga þykka hellu úr ein- hverri kalksteypu. Þar fyrir neðan var timburlag og undir því einhver laus málmur, sem jarðnafarinn skriplaði á. En allar tilraunir að ná fjársjóðn- um að þessu sinni, strönduðu eins og fyr á vatnsaga. Árið 1934 fekk Blair annan mann í fjelag við sig, Gilbert Hadden að nafni. Þeir fóru með nýtísku jarð- nafra út á Eikarey, en fundu nú ekk- ert. Þó var leitinni haldið áfram þangað til stríðið skall á. Þá urðu þeir að hætta. En eftir því sem stend- ur í ,,Newsweek“ nýlega, þá eru menn ekki hættir leitinni að fjársjóðnum. Þar stendur: „Edward Reichart í New York hefir stofnað nýtt hluta- fjelag og á nú að nota stórvirkar vjelar á Eikarey". En Mr. Hadden hefur keypt landið, þar sem þessi í- myndaði fjársjóður er fólginn. EKKERT er jafn erfitt eins og að læra að þekkja sjálfan sig. En ef þú vilt athuga spurningarnar hjer á eftir og svara þeim eftir bestu samvisku, þá ertu nær því en áður að þekkja sjálfan þig. Settu kross fyrir framan þær spurningar, sem þú getur hik- laust svarað játandi. Getir þú svarað 10—13 spurningum játandi, þá máttu vera viss um það að bú átt marga góða vini. 1. Er þjer lagið að hlusta á það, sem aðrir segja? 2. Hlustarðu á aðra án þess að grípa fram í? t 3. Ertu hreinskilinn við vini þína? 4. Stendurðu alltaf við loforð þín? 5. Ertu varkár í að dæma aðra? 6. Hvetur þú aðra til góðs? 7. Ertu glaðlyndur? 8. Þolirðu vel gagnrýni? 9. Trúirðu öðrum fyrir áhyggjum þínum? 10. Reynirðu að leysa vandkvæði 'annara ? 11. Er það vani þinn að fara snemma úr heimsókn? 12. Ertu gestrisinn? 13. Leggur þú allt út á besta veg? 14. Ertu jafn kurteis við alla, unga og gamla, ríka og fátæka ? 15. Kantu r.ð stilla skap þitt? 16. Ertu greiðvikinn og^ bóngóður? ^ GÓÐ REGLA Sá, sem segir sögur, á það áltaf á hættu aö einhver segi: „Já, þessa sögu hefi jeg heyrt áöur“. Og þá er skemt- uninni lokiö. Góð regla er þvi aö byrja altaf þannig: „Þótt þiö hafiö heyrt þessa sögu áöur, þá megið þiö ekki grípa fram í fyrir mjer, því aö mig langar til aö heyra hana einu sinni enn". RÚSSNESKUR MÁLSHÁTTUR Þótt úlfurinn missi tennurnar, þá missir hann ekki innræti sitt. ójáífan f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.