Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 ( 378 J i * r I i ! I f'" r JARÐRANNSOKNIR I LOFTINU ÞEGAR Lafbátahernaðurinn var í al- gleymingi og skip voru skotin í kaf meðfram strönd Ameríku, þá voru fengnir vísindamenn til þess að upp- götva eitthvert áhald er gæti bent til þess hvar kafbáturinn væri — gæti fundið þá þar sem þeir væru í kafi. Þessir vísindamenn fundu upp hinn svo kallaða „magnetic detector", sem vísaði flugvjelum á kafbátana. Upp- götvun þessari var haldið stranglega leyndri meðan á stríðinu stóð, en nú er farið að nota áhaldið til þess að finna málma í jörð o. fl. Þetta er undraáhald, og mun stórum ljetta jarðrannsóknir og leit að auðæfum i skauti jarðar. Áhald þetta líkist sprengju í laginu og draga flugvjelar það ýmist á eftir sjer, eða það er fest neðan á þær. Flestir málmar eru segulmagnaðir, eða geisla frá sjer segulmögnuðum bylgjum. Það er nú hlutverk þessa áhalds að finna hvar þessar segul- magnsbylgjur koma upp úr jörðunni. En það gerir meira. Það býr til ná- kvæmt „kort“ af landi því, sem flogið er yfir o& sýnir hvers konar jarðlög þar eru. Skiptir það engu máli t.d. hvort málrnar eru djúpt í jörð, hvort þeir eru undir jökli, éða ínni í frum- skógum. Áhaldið sýnir að þeir eru þarna. Jafhliða því, sem það ritar sinar „athuganir" eru teknar myndir af svæði því, sem flogið er yfir, og svo er hvort tveggja borið saman á eftir og þá má sjá upp á hár á hvaða bletti málma er að finna. En vísindamenn geta svo lesið úr þessum „athugunum" og sjeð hvaða málmar eða efni eru í jarðskorpunni. Á þennan hátt íundust auðugar , plíulindir undir jökli I Alaska. Floti Bandaríkjanna á nú þéssar olíunámur og eru þær kallaðar „Petroleum Re- serve no. 4“. Á þennan hátt hafa fundist auðugar málmnámur í mýra- flóum Michigans. Og á þennan hátt hafa verið gerðar þýðingarmiklar jarð fræðilegar uppgötvanir í Adirondack- fjöllum. Og nú á að fara að leita að huldum fjársjóðum í jörð í hinum víðáttumiklu óbyggðum nyrst í Kan- ada. Hefur Kanadajtjórn keypt þrjá af þessum undra „fuglum" og kostar hver þeirra um milljón dollara. Þessar nýtísku jarðrannsóknir ganga stórum greiðar en rannsóknir með eldri aðferðum. Áður var besta aðferðin við að leita málma talin sú að ganga um með nokkurs konar átta- vita. Þegar segulnálin kipptist til, var það merki þess að þar væri einhver málmur í jörð. En til þess að ganga úr skugga um hvað hann væri á stóru svæði, varð að fara þvert og endilangt yfir landið. — Á þennan hátt tókst mönnum að rannsaka um 100 fermílna svæði á hálfu ári. En rannsóknar.fugl- inn fljúgandi hefur á tveimur mánuð- um rannsakað 1500 fcrmílur í Michi- gan, þar sem engir vegir eru og varla unnt að ferðast á landi. Á fjórum mánuðum rannsakaði hann 10.000 fermílur af fjallalandi í Alaska. Og hann rannsakaði 9000 fermílur með- fram ströndum Mexico-flóa á 10 dög- um. Hjer hefur opnast ný leið til þess að rannsaka jörðina og finna þau auðæfi, sem hún geymir í skauti sínu. Hjeðan af ræður því naumast hending að nýar námur komi í ljós. Undra- fuglinn bendir mönnum á hvar þær sje að finna. Stuttótaja ^auióur úr syrpu, Bjarnar í Grafarholti. Ára-snarir-ormar ver, aura marir, renna; maurinn vara sínum sver, sveima arar nenna. Áramar um unnir rann, örmum var í maurinn, sára-ari sinna vann — sennu snar um aurinn. V,. Síí i Unna rómu munu menn, meir en var, ei nú um sinn; vinnur sóma ærinn enn aumra svara-vinurinn. I rímnabragfræðibók Helga Sig- urðssonar eru tvær vísur, er hann nefnir stuttstafahátt. — Hvorug er hreinlega stuttstöfuð, sje rjett ritað. (í aths. um orðavísur í Lesbók 16. 11.1947 er misprentað: om ótt, í stað ómótt). B. B. ^ ^ ÞAÐ ER BEST fyrir þig að gleyma núvcrandi á- hyggjum þínum, því að þú átt stœrri í vœndum. x — Gettu einu sinni. Hver er það?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.