Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 16
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • MEÐALÚRKOMA Á fSLANDI nleðalúrkoma á landinu er mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum, minnst norðan lands, en mest á suðurströndinni. Ef vjer hugsum oss að rigningarvatnið hlaðist upp, renni ekki burtu nje gufi upp, þá sýnir þessi mynd mismun á meðalúr- komu eins árs. Reykvikingurinn mundi standa í mitti eftir árið, en Norðlendingar ekki nema í knje og mitt læri. Vest- mannaeyingar mundi aðeins hafa höfuðið upp úr vatninu, en Öræfingar komnir í kaf og Víkurbúar drukknaðir fyrir löngu. Gert er ráð fyrir því að meðalmaður sje 176 cm. hár, og miðað við það. VELTAN Fyrir 74 árum var stofnað í Reykja- vík fjelag, sem nefndist „Verslunarfje- lag“. Var það stofnað upp úr eldra fje- lagi, sem hjet Verslunarfjelag Reykja- víkur. Hlutír voru 25 rdl. En meðal al- mennings var fjelag þetta venjulega nefnt „hlutareZOífjelagið“ og af því fekk húsið Austarstræti 1, þar sem fjelagið hafði bækistöð sína, nafn sitt, og var kallað Veltan. Af því er svo aftur dregið götunafnið Veltusund. BJÖRN HALLDÖRSSON hjet maður og átti heima á Sævar- landi og Hvalnesi nyrðra, á öndverðri 19. öld, en varð að hrekjast þaðan vegna fátæktar og vestur á Strandir og bjó um hríð í Barðsvík. Björn var þjóðhaga- smiður og hugvitsmaður, en hafði ekkert lært. Hann steypti byssuhlaup úr kopar, með miklum tilkostnaði og hann smíðaði skrá eina, er lengi varð að læra að ljúka upp. Hann smíðaði einn og tilsagnar- iaust skútu haffæra og þótti hún að öllu leyti vel smíðuð. En svo óhamingjusam- lega tókst til, að hann fekk aldrei hagað seglum rjett á henni svo að henni yrði siglt, þótt nann freistaði alls við. Komst hann lengst á því skipi milli Drangeyj- ar og Tindastóls, og það á nær hálfum mánuði, og upp undir Skefilsstaðabakka. En engrar tilsagnar vildi hann leita um tilhögun seglanna, svo var hans sjer- lyndi mikið. (G. Konr.). ÚR BRJEFI frá Matthíasi Jochumssyni til Þor- steins Jónssonar, læknis í Vestmanna- eyjum; þar sem hann kallar iæknirinn „blóðhreinsandi- samsuðuseyðis- síróps- hfjörð", en ekki hefur sú kenning fest við læknana. Fævi þjer feiti fýlungakyn, bjargfugl sig á borð beri sjálfur, salti sig lundi, en sjóði kría, hengi þig sjer hvalur, en hnýsur roti! Skeri sig skarfar, en skjóti selir, stingi sig kolar, . on steiki lúður, fletji sig fiskar, en ílatar skötur biðji þig giátandi sín hörð að smakka. ARNSTEINN Mikil og margháttuð trú var fyrrum á arnsteinum (aetit). Ýmislegt í þeirri trú á uppruna sinn að rekja frá aust- rænum þjóðum, eftir því sem lærðir menn hafa sagt. Allmikið af þei£ri trú barst til Norðurlanda á miðöldum og festi þar rætur, því að öll náttúrufræði laut þá mest að töfrum og undursam- legum náttúrum hlutanna Amsteininum áttu að fylgja margar náttúrur, en mest bar þó á því að hann væri lausnarsteinn, er hjálpaði konum í barnsnauð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.