Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 7
En þessi timburstífla var þannig gerð, að megin þunginn hvíldi á einni stoð, gríðarmiklu trje. Eftir nokkrar mínútur höfðu verkamennirnir höggvið allar styrktarstoðirnar, og fór þá að síast vatn í gegn um trje- stífluna. Þeir hlupu nú allir upp úr skurðinum, nema einn. Hann átti að fella meginstoðina. Það var eins og allir stæðu a önd- inni á meðan og störðu á máttar- stoðina. Ekkert heyrðist nema högg- in þegar öxin reið að trjenu. Allt í einu fór hin mikla máttar- stoð að riða og um leið heyrðust ægi- legir brestir er aðrir viðir kubbuð- ust sundur. Maðurinn flýtti sjer allt hvað af tók upp úr skurðinum. Enn stóð máttarstoðin um stimd, en svo lagðist hún út af hægt og hægt og seinlega, og ógurleg holskefla rudd- ist út um flóðgáttina, braut viðu og spýtti þeim upp úr sjer í loft upp. Öll flóðgáttin opnaðist og vatnið belj- aði út í skraufþurran sandinn á skurð botninum. 1 Þetta var stórfengleg sjón, og mjer lá við að hrópa af hrifningu. Jeg er viss um það, að ef þetta hefði gerst hjá einhverri hvítri þjóð, þá hefði mannsöfnuðurinn æpt og hrópað, veif að höttum og látið öllum fagnaðar- látum. En þessir Kínverjar, sem þarna stóðu, og áttu allt sitt undir þessari áveitu, þar sem hún er lífæð þeirra, höguðu sjer ekki þannig. Frá öllum þessum mikla mannf jölda kom aðeins eitt allsherjar andvarp, annað hvort af undrun eða gleði, og það var alveg eins að heyra og niðinn í vatn- inu. Um kvöldið ók jeg á bíl til Chengtu og náði framrás vatnsins um 15 míl- um fyrir neðan stífluna. Þar flæddi það fram yfir þurra sanda í botni skurðanna, þakið visnuðu laufi, sinu og ljettu ryki. Áfram flæddi það og kvíslaðist um hina óteljandi áveitu- skurði, sem hlykkjast eins og snákar um alla sljettuna. Seinna um kvöldið náði vatnsflaum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÁTÖKIN UM ÞÝSKALAND / eftirfarandi grein gerir ameriski stjórnmálamáSurinn og hagfræÓingurinn Walter Lippmann meSferSina á Þýskalandi og ÞjóSverjum aS umtalsefni og telur hana stórkostlegt diplo- matiskt víxlspor. ALLTAF síðan Byrnes, utanríkisráð- herra, fór til Stuttgart 1946 og ávarp- aði þýsku þjóðina, höfum vjer verið að undirbúa oss að stíga stórkostlegt diplomatiskt víxlsþor. Það er þá fyrst að vjer höfum gert Þýskaland að hyrningarsteini í tilraun um vorum um viðreisn Evrópu. Vjer æltum að endurreisa iðnað Þýskalands og sameina það að nýu stjórnarfars- lega, til þess að það geti orðið nokk- urs konar brimbrjótur fyrir útþenslu sovjet-veldanna. Það hefur verið talið nauðsynlegt að leggja áherslu á sameiningu Þýska lands og gefa sjálfstæðisþrá Þjóð- verja byr í seglin, og þetta hefur gengið svo langt að gleymst hefur hugsjónin um sameiningu Evrópu. Að baki þessarar stefnu liggur sú skoðun að Þjóðverjar hljóti að verða á móti Rússum, vegna þess að Rússar hafa lagt austurhluta Þýskalands undir sig og skjólstæðinga sína, Pól- verja. Sögulegar staðreyndir, og rökrjett ályktun af því hvernig ástandið er nú, sýna að mínu áliti að þetta sje ram- skökk skoðun. Og það er vegna þess, að vjer erum að stæla upp í Þjóð- verjum að kref jast þess, sem vjer get- um ekki veitt þeim — sem sje sam- einingu — nema með því að fara í stríð við Rússa. Þjóðverjar munu ekki þykjast sam- ...... "■■■ .......................... urinn niður að Chengtu, og þar var mikill fögnuður af að horfa á tungls- ljósið speglast í barmafullum skurð- um allt í kring um borgina. (Eftir Graham Peck). einaðir nema því aðeins að þeir end- urheimti austurhjeruðin. Til þess að geta látið Þjóðverja fá þau lönd, yrð- um vjer að vinna sigur á Rússum og Pólverjum. En á hinn bóginn gefur þessi stefna Rússum byr í seglin, því að þeir einir geta afhent Þjóðverjum aftur austur- hjeruðjn. Þeir geta sett það skilyrði fyrir þessu að Rússar og Þjóðverjar gangi í bandalag. Og það munu þeir gera ef þeir sjá sjer hag í slíku banda- lagi. Þeir afhentu Pólverjum sneið af Þýskalandi í staðinn fyrir þau pólsku lönd, sem þeir lögðu undir sig. Alveg á sama hátt geta þeir boðið Þjóðverj- um Austurríki í skaðabætur, jafnvel Elssass-Lothringen, jafnvel Dan- mörku og jafnvel Holland með ósum Rínar. Vjer þurfum ekki að vita það ná- kvæmlega fyrirfram hvað Rússar mundu bjóða Þjóðverjum til þess að fá þá í bandalag við sig. Það er nóg að vjer vitum það, að Rússar geta boðið þeim stórkostleg fríðindi, en vjer get- um ekki boðið þeim neitt — nema dálitla aðstoð til að komast yfir hung- ursneyðina og vesaldóminn og verða máttlaust ríki, sem ekki getur boðið þegnum sínum sæmilega tilveru. Sú hugmynd, að vjer getum alið S sameiningu Þýskalands, gert limlest Þýskaland fjáhagslega sterkt, haldið því óvopnuðu, en ætlast þó til þess að það verði brimbrjótur gegn Rússum, er álíka framkvæmanlegt og að gera hring að tening. Ástandið í Þýskalandsmálunum er þannig, síðan Rússar flæddu vestur fyrir Berlín og innlimuðu austurhjer- uðin, þá hafa þeir klofið þýska ríkið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.