Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 12
376 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GULLKISTURNAR Á EYKAREY dútla við bátinn sinn. Húsfreyja bar þeira mat og á meðan þau voru að borða sagði hún þeim að þau hjónin ætluðu að flýja á bátnum í dag. — Þetta er lítill bátur, en ykkur er velkomið að vera með, sagði hún. Þá hýrnaði nú heldur yfir prest- hjónunum. En þegar þau komu niður í f jöru brá þeim heldur en ekki í brún. Þetta var þá ekki annað en lítill og gamall árabátur. — Hvernig í ósköpunum haldið þið að þið komist yfir hafið á þessari skel? sagði prestur. — Við siglum, sagði sjómaðurinn þurlega. Það hefur tekist fyr. — Það er kraftaverk Drottins, ef hægt er að komast yfir hafið á þess- um bát, sagði prestur dauflega. — Hver farsæl sjóferð er krafta- verk Drottins, svaraði hinn. Og svo stigu þau öll á bátinn og heldu út á hið opna haf. Þetta varð erfitt ferðalag, en heilu og höldnu náðu þau landi hinum meg- in. Þar fengu þau tvær frjettir: Ó- vinirnir höfðu tekið borgina þeirra. Skipið, sem þau misstu af, hafði far- ist i rúmsjó. Og enn í dag veit enginn hvernig það slys hefur viljað til því að þar er enginn til frásagnar. íW 'V Heilabrot Tvacr konur voru aö koma úr búö og höföu keyyt cgg. Þá sagöi önnur: ,Jjáttu mig fá eitt egg, og þá hefi jeg helmingi fleiri egg en þú“. Hin svaraöi: ,JJci, láttu mig fá eitt cgg og þá höfum við jafnt“. llve mörg egg haföi hvor þeirra keypt? V ^ ^ ^ Á austurströnd Kanada er vogur, sem nefnist Mahone Bay. Þar er ey, sem heitir Eikarey (Oak Island) og um hana er þessi saga í „Popular Science Monthly": Sagan hefst árið 1795. Þá fóru þrír menn til Eikareyjar og ætluðu að stunda þar veiðiskap. Einn þeirra hjet Anthony Vaughan. Eyjan var þá öll skógi vaxin. Örskammt frá flæðar- máli komu þeir í rjóðiu- og í því miðju stóð gríðarstór eik. Þeir tóku eftir því að ein grein hennar hafði jagast sundur og var engu líkara en að bandi hefði verið brugðið um hana og eitthvað þungt dregið á því, svo að bandið hafði sagað greinina í sundur. Og beint þar niður undan var gróf nokkur, 12 fet að þvermáli. Mennirnir þóttust þegar vissir um það, að þarna hefði þeir rekist á stað, þar sem fólgið væri fje. Og daginn eftir komu þeir með skóflur og verk- færi og byrjuðu að grafa. Þegar þeir höfðu grafið 10 feta djúpa gröf rakst skófla Vaughans i tirpbur, og hann æpti af fögnuði: Þarna var gulikistan komin! Ónei, þarna var engin gullkista, heldur timburfleki, líkastur gólfi. — Máske lá gullið geymt undir honum? Þeir heldu áfram að grafa, en þar var ekkert nema leir. Þegar þeir höfðu grafið önnur 10 íet niður, komu þeir niður á annan timbur- fleka. Og á 30 feta dýpi komu þeir niður á þriðja timburflekann. Þá gáf- ust þeir upp að sinni, enda var þá svo áliðið að vetur fór í hönd. Tveir piltanna giftust og settust að á Eikarey. En þeim var það ljóst, að þeir mundu ekki einfærir um að grafa f jórsjóðinn úr jörðu. Gerðu þeir því ekkert meira um sinn, en vöktu yfir þessum dularfulla stað. Svo veiktist barn annars þeirra. Læknir var sóttur. Hann hjet John Lynds, og var frá Truro í Nova Scotia. I þeirri ferð heyrði hann þessa sögu og fylltist þegar áhuga að rann- saka þetta betur. Hann stofnaði því hlutafjelag, sem nefndist Oak Island Treasure Co. og voru þessir þrír menn, er fyrstir fundu hinn dular- fulla stað, á meðal hluthafanna. Og nú skyldi tekið til óspiltra málanna. Þetta var árið 1803. Nú var byrjað að grafa að nýu, en við hver 10 fet, sem niður kom, var komið niður á timburfleka, samskonar og þá, sem þeir fjelagar höfðu rekið sig á fyrst, en seinast voru það ekki timburflek- ar, heldur lög úr viðarkolum eða trjá- tref jum. Svo var það eitt laugardags- kvöld þegar vinnu var hætt, að gröfin var orðin 95 feta djúp. Verkamenn- irnir fóru þá um kvöldið til megin- landsins og voru þar á sunnudaginn. En þegar þeir komu aftur á mánu- dagsmorgun brá þeim heldur í brún, því að þá var 60 feta djúpt vatn í gröfinni. Þetta var þeim muh furðu- legra, sem þeir höfðu hvergi orðið varir við vatn áður. Grcfin var í föstum leir, sem var algjörlega vatns- heldur. Þá var afráðið að grafa aðra gröf, rjett við hliðina á þessari. Þar grófu þeir nú niður tíu fet og urðu hvergi varir við vatn. En svo ætluðu þeir að grafa op á milli grafanna, og þá belj- aði vatn niður í nýu gröfina með svo miklum ofsa, að verkamennirnir sluppu með naumindum upp úr henni. Þá var hætt við þetta fyrirtæki og um nokkra áratugi var ekkert hugsað um það meira. En árið 1849 stofnuðu þeir Vaughan og Lynds nýtt hluta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.