Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 2
62 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Arnarhólstraðir“. En með nýrri út- mælingu, sem fór fram 1792, er þess- ari spildu sleppt og var hún því ekki lögð undir kaupstaðinn, eins og fyrst var til ætlast. Um þær mundir er Reykjavík fekk kaupstaðarrjettindi var bærinn Arn- arhóll orðinn mesta hreysi og hrörn- aði stöðugt þangað til Hoppe stipt- amtmaður ljet rífa húsin árið 1828 og sljetta yfir rústirnar. Lækurinn skifti löndum Arnarhóls og Víkur frá sjó og sennilega þar suð- ur undir sem Mentaskólinn er nú. Var lækurinn þá stundum nefndur Arnar- hólslækur neðst. Frá læknum lágu svo landamerkin skáhalt norðaustur að Rauðarárvík. Var því Arnarhólsland líkt og þríhyrna í laginu og rúmlega 200 faðma meðfram sjó. — Hið svo- nefnda Skuggahverfi var i Arnarhóls landi og byggðust þar nokkur kot er fram í sótti, Höfn, Sölvhóll, Klöpp o. fl. Fyrst gengu undan landinu syðstu lóðirnar og þar næst lóðir meðfram Bankastræti. Bergur Thorberg amt- maður flutti þangað hús sitt frá Stykkishólmi. Stendur það hús enn og er þar nú verslunin ,,Málarinn“. En bæði stiftamtmaðurinn og lands- höfðingi heldu fast í Arnarhólstúnið. Var það um nærfelt heila öld nokkurs konar „embættis-beneficium" þeirra og höfðu þeir þar mikinn búskap. Var það ekki fyr en landshöfðingja embættið var lagt niður, að bærinn fór að gera götur yfir túnið, fyrst Hverfisgötu, síðan Ingolfsstræti og Lindargötu. Þegar lærði skólinn skyldi ílytjast írá Bessastöðum, vildu sumir að hið nýa skólahús yrði reist á Arnarhóls- túni, rjett við lækjarósinn. Þegar ræTt var um stað fyrir Alþingishúsið, voru margir þvi fylgjandi að það yrði reist á Arnarhóli. Þegar fyrst var talað um að reisa landspítala, var honum ákveðinn staður á norðan- verðu Arnarhólstúni. Mun þar hafa ráðið, að landið átti þá Arnarhóls- túnið. En ekkert þessara stórhýsa lenti þar. Þó hafa þrjár aðrar opin- berar byggingar verið reistar á Arn- arhólstúni: Landsbókasafnið, Þjóð- leikhúsið og Arnarhvoll. Um Arnarhól sjálfan, höfðann, sem skagaði fram austan víkurinnar, eru engar sögur, nema hvað beggja megin við hann voru varir, og gengu þaðan nokkrir bátar til veiða. Segir svo í Jarðabók Árna og Páls: „Heimræði er árið um kring og lending góð og ganga skip ábúenda eftir hentugleik- um. Kongsskip hafa hjer stundum gengið, aldrei fleiri en þrjú fjögra manna för í senn, en jafnan eitt. — Verbúð fylgir þeim engin og hýsa bændur skipshafnir, hvort sem er ein eða fleiri, fyrir ekkert, nema soðning- arkaup“. Sú kvöð lá þá á Arnarhóls- bónda, að hann varð að flytja Bessa- staðamenn út í Viðey, hvort heldur var á nótt eða degi, og stundum upp á Kjalarnes. Litli-Arnarhóll, eða Arnarhóls-kot, hjet býli nyrst í túninu, rjett fyrir ofan „Arnarhólsklett". Það fór í eyði um 1800. Veturinn 1809 kom hingað enskt skip og á því kaupmaður sá, er Savig- nac hjet og með honum túlkur, dansk ur maður, Jörgensen að nafni. Savig- nac settist hjer að, én Jörgensen fór út að sækja meiri vörur. Kom hann svo aftur eftir miðjan júní á skipinu „Margreth and Ann“, með þeim kaup- manni er Phelps hjet. Fjórum dögum eftir hingað ’ komuna, gengu þeir á land með vopnaðan flokk, og var Savignac í för með þeim. Fóru þeir heim til Trampe greifa og tóku hann fastan og fluttu um borð, en lýstu því jafnframt yfir að veldi Dana á ís- landi væri lokið fyrir fullt og allt. FORT PHELPS Þegar Jörundur hundadagkonungur hafði nú handtekið Trampe greifa og gert sig að „herra til sjós og lands“ á íslandi, þótti honum það ráð að koma upp innlendum her. Ekki urðu nú hermennirnir samt nema 11, laus- Frederik Trampe greifi. ingjar einir, en Savignac var falið að kenna þeim vopnaburð. Og þar sem þessum her hafði nú verið komið upp, þótti það óviturlegt að láta hann vera varnarlausan og borgina berskjald- aða. Áður en Jörundur færi því í yfir- reið sína til Norðurlands (12. júlí) skipaði hann svo fyrir að gera skyldi vígi á Arnarhólskletti og kenna það við Phelps kaupmann og kalla Fort Phelps (eða Phelpsskans). Var nú virkisgerðin hafin undir umsjá þeirra Phelps og Savignacs og gekk verkið skjótt fram. En þá vant- aði fallbyssurnar. Nú vildi svo vel til, að suður hjá Bessastöðum voru 6 fallbyssur, sem Henrik Bjelke höfuðsmaður hafði lát- ið flytja þangað þegar hann ljet byggja Bessastaðaskansinn 1668. — Fallbyssur þessar volu nú að vísu kolryðgaðar og sokknar í jörð, en nú skyldu þær sóttar og hafðar Reykja- vík til varnar. Hinn 19. júlí var komiö með þrjár fallbyssur frá Bessa- stöðum og þær settar í Phelpsvígi, og var þá jafnframt farið að reisa þar brjóstvarnir. Hinar fallbyssurnar þrjár komu tveimur dögum seinna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.