Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 71 Árangur starfsins. hafnar er ekki um skyldunám að ræða, enda er námstíminn að deginum utan hins venjulega skólatíma. (Það skal tekið fram að í Danmörku eru börnin í skóla mestan hluta ársins frá 7—14 ára aldurs). Þó eru það allt af nemendur úr nokkrum bekkjum hinna próflausu milliskóla (Mellem- skole), sem eru einskonar framhalds- skólar og frekari undirbúningur á- framhaldandi skólagöngu, aem hafa skyldunám í skólagörðunum. , Tilhögunin er þannig, að þegar kennari úr einhverjum bekk hinna próflausu milliskóla óskar eftir að nemendur úr hans bekk njóti kennslu í skólagarði, fær kennarinn til umráða hæfilega stóra spildu í skólagarðinum fyrir sig og sína nemendur og er leyfi- legt að nota 40 kennslustundir til þessa náms yfir skólaárið. Auk venjulegrar garðavinnu, sem vitanlega er þýðingarmesta skyldu- námið í skólagörðunum, getur kenn- arinn ennfremur vakið áhuga nem- enda sinna og aukið ném þeirra á öðr- um viðfangsefnum, svo sem jarð- fræði, grasafræði og að nokkru dýra- fræði og jafnvel á fleiri námsgreinum. Þau börn, sem sækja skyldunám skólagarðanna íá vitanlega uppsker- una úr sínum garði. Og þar sem þeim er leyfilegt að koma og vinna í garð- inum eftir hádegi og fram á kvöld eða á sama tíma og aðrir mæta til vinnu, sem hafa frjálsan aðgang að görðunum, hafa þeir mikla mögu- leika til að fá helmingi meiri upp- skeru og þekkingu á garðyrkjustörf- um heldut en aðrir nemendur. Skólaráð Kaupmannahafnar hefur líka sýnt það í verki að það hefur mikinn áhuga og fullan skilning á nauðsyn þessarar starfsemi. Sömu- leiðis hefur borgarráðið og fleiri að- ilar viðurkennt nauðsyn þessarar starf semi með opinberum fjárframlögum frá því 1904. Fje þetta hefur svo verið notað sem rekstrarf je til skipulagning ar garðlanda. í skólalögunum frá 18. maí 1937 er gefin bending um námsinnritun skóla- Glatt er yfir og góðu lofar gæðadagur morgunfagur. Norðan andi. Unn’ við tinda eftirleif af skvjareifi Suðurlands. l'm sæinn vaða sjómenn, bátar, veiðikátir. — Hækkar sól og himinn fríkkar. — — En — hvað er á seyði!?------Er drottinn reiður? Sjest að norðan svart á ferð.nn, sveipa loftið heljargreipar. Himinhvolf og skapið skcífur, skjálfa mið og húsin riða. Hekla? Katla. Katla? Hekla! komin á fætur! Rosta læti! Hekla sjálfy er-hefur sofið hundrað árin voðum undir. Hekla sjálf, er hefur sofið hundrað vetur og tveimur betur, földum glæðum frá sjer ryður, fnæsir öskudyngjum, hvæsir öskuroki! — Ógnar vikur argar á þökum, nýr og sargar. Rasparjárn við rúður ískrar. Rótin tekur lit af grjóti. Blágrjót kvolað, brent og malað, báli jetið; lítils metið úrgangshrat, af eðli grýtis, urð af fisi, laus og gisin.- Þetta fis í foldarmosa, fok í vindi, stormi, roki, það er alt, sem blcssun byltir bölvun í og rósemd mölvar. Margt var gosið gert að hrísi, guði kent, hann vildi menta harðstjórnar með hefndargerðum, hótunum, á valda fótum.------ „Drottinn reiður!“? „Drottinn ræður daga og nætur“. Yfirlæti mannsins getur mestum ætlað minkunn þá að reiðast stráum. garðanna og að það nám er reiknað með öðrum fögum í stundaskrá hvers skólahverfis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.