Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 6
fi6 LESBOK MORGUNBLAÐSTNS Það er nístandi kuldi úti. Vetrar- stormurinn æðir. Öðru hvoru hlustum við á ískrið í honum, meðan hugur- inn hvarflar til fjelaganna á vígvöll- unum, og í þögulli bæn þökkum við Guði fyrir þessa friðarstund, sem hann hefur veitt okkur. Fyrir skömmu stóðu þessir piltar við himna hlið. Fyrir skömmu stóðu þeir frammi fyrir dauðanum — ögr- andi, óhikandi á Finnans visu. Enn- þá blæða sárin. En aldrei heyrum við, sem erum með þeim öllum stundum, mögl eða umkvörtun. Nei, þeir hafa gamanyrði á vörum, og eru rólegir og hugstyrkir. Eljana, kyrjálastúlkan, opnar d.vrn- ar í hálfa gátt. Hún hneigir sig djúpt með hendumar krosslagðar á'brjóst- inu: Baðstofan er til, mínir háu herrar, — svo að ef ykkur þóknast að fara þangað strax, áður en hún kólnar, þá verður ekki á betra kosið — segir hún dálítið upp með sjer og hverfur síðan á brott með hneigingu. Eljana er ágæt stúlka. Hún hugsar um pilt- ana eins og þeir væru hennar eigin böm, og ekkert er nógu gott handa „háu herrunum". Sjálf er hún komin frá hrörlegu, litlu koti í útjaðri Kyrjálahjeraðs. Ekkert jafnast á við hermann í einkennisbúningi. Við göngum þvert yfir alsnjóa garð- inn og að baðstofunni niður á árbakk- anum. Við leiðumst í langri röð, til þess að renna síður í snjónum. Jeg held um handlegginn á Paavo, sem horfir fölu andlitinu til himins. Það er naumast nokkur stjarna á himninum núna, segir hann hikandi, — það er eins og ætli að fara að snjóa Andlitið á mjer er vott.... Steikjandi hiti inni í baðstofunni. Piltarnir njóta lífsins þar sem þeir sitja uppi á pallinum. En fötin límast við kroppinn á mjer, og mig svimar, þar sem jeg ligg á hnjánum á blautu gólfinu og þvæ með varkárni sára fætur þeirra. — Fyrir mig — fyrir mig — hvísla hugsanirnar að mjer, — særðir, þreytt ir, dauðþreyttir — fyrir mig.... Jeg er fegin að þeir sjá ekki tárin, sem falla niður á fætur þeirra. — Hefur þú nefrensli, systir, segir Viljo, hann Viljo, sem tekur eftir öllu. — Já, ójá, þetta færðu fyrir að vilja vera baðkonan okkar — við getum hjálpað okkur sjálfir. — Jeg er þó ánægð á þessu augnabliki, að jeg skyldi vilja vera baðkonan þeirra, því að Viljo kvartar og mundi hafa brent sig á sjóðandi ofninum, ef jeg hefði ekki verið þarna og hjálpað honum aftur á fætur. — Aha, Viljo, ofdramb veit á fall, segja hinir glettnir. Og nú lætur hann mig þvo sjer mótmælalaust. En þegar jeg lýt niður og skola fætur hans hvísl ar hann: Systir, þú átt ekki að þvo mína óhreinu fætur — ekki. Jeg er bara fátækur, ónýtur hermaður — jeg gæti reynt sjálfur. — Viljo, vinur minn, — það er eng- in lítilsvirðing í því að þvo fætur þína — þvert á móti! Manstu það, að Krist- ur þvoði fætur margra ? Því skyldi jeg þá ekkí — með ánægju.... Og mundu það, að hendur þínar þola ekki ennþá sápuna og vatnið. Viljo lætur undan — í hvert skipti hreyfir hann þó vægum mótmælum, en mjer tekst að sannfæra hann, og sje að hann lætur sjer vel líka, er jeg tek burstann úr hendi hans, sem er skaðskemd eftir sprengju. Og nú er röðin komin að Paavo. Með varkámi þvæ jeg honum um bak- ið, þar sem örin, tæplega gróin, svíða djúp og rauð. — Systir, segir Paavo, — ekki þarftu að þvo okkur! Bakið er nógu hreint — og jeg held — að til sje einhver baðstofukerling, sem gæti gert það. — Paavo, segi jeg, það er svo lítið, sem jeg get gert fyrir ykkur, eiginlega ekkert. Eljana verður svo ör hjema inni í hitanum. .Þið eruð allir dug- legir og bjargið ykkur svo vel sjálfir. En ekki viljið þið þó svipta mig þeirri ánægju — að vera að minsta kosti til einhvers gagns — þið, sem hafið ‘gert svo mikið fyrir mig, bæti jeg við hæg- ara — svo að þú getur með góðri samvisku, Paavo, látið mig vera bað- kerlíngu hjerna. Paavo hálfhlær. Nú jæja, gjarna mín vegna — jeg lifi eins og kóngur, sit kyr og verð haugaletingi í þessum yndislega hita og hvítfágaður. — Gjarna mín vegna, systir, — þó að jeg skilji ekki hvaða ánægjú þú hefur af því að þvo okkur, þessum lúsables- um. Jeg skvetti vatni á brennheita stein ana, og gufan, blá og hvæsandi, breið- ist um baðstofuna og piltana, sem eru að baða sig. Nú er jeg þó „baðkerlingin" þeirra — og á hverjum laugardegi, þegar blá gufan stendur út úr baðstofudyr- unum, göngum við í langri röð, arm í arm, yfir skaflana, niður að bað- stofunni. Við hlátur og spjall fylgj- umst við að, og hávaðinn og gaman- yrðin fylgja okkur alla leið inn í heita baðstofuna, eftir að piltarnir hafa far- ið úr fötunum og eru sestir upp á pallinn. Hve ungir og sterklegir virðast þess ir sveittu, sinaberu unglingakroppar gegn um gufuna þama inni! í Guðs mynd — var það ekki þannig sem manneskjan var sköpuð? Vissu- lega, þessir menn að minsta kosti. Og nú — sprek, flök á bökkum lífself- unnar. Eitt er mjer fyrir mestu, þegar jeg beygi mig niður yfir þá og þvæ bök þeirra og fætur, að þeir sjá ekki sárs- aukasvipinn á andlitinu á mjer — tárin, sem brjótast vilja fram með ofbeldi. Að þeir heyra aðeins mína rólegu, glaðlegu rödd, þegar jeg tala við þá. Því að drengirnir mínir eru blindir.... Kiski liggur í rúminu sínu. Hann er aðeins 19 ára, ungur sjálfþoðaliði. Handsprengja hefur slökkt ljós augna hans. Hann á ekkert heimili — það brann í bardögunum austur í Kyrjála-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.