Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 8
68 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS spakir menn — bara lítið barn, en það ber lífið í höndum sjer, framtíð- ina, vonina, alt það, sem við megnuð- um ekki. — Krossfestur — fyrir vor- ar syndir. — í krystalstærri morgunskímunni, meðan eldskinið frá brennandi kyrj- álabæjum við sjóndeildarhringinn lýsir upp sjúkrastofuna, sloknar lífs- logi hans. Svartur, gapandi munnur- inn — holan í sundurtættu barnsand- litinu hættir að kveina. — Gcgnskot- inn hryggurinn teygir úr sjer ennþá einu sinni, eins og í síðustu þrá, sein- asta krafttaki eftir lífinu — skjálfti, og öllu er lokið. Baugurinn er brost- inn. En ófríði samanhnipraði Kirgisinn situr á gólfinu við rúmið, þar sem deyjandi drengurinn liggur, og kvein- ar ámátlega. Hann ýlfrar eins og hund ur og rær sjer hægt aftur á bak og áfram — af sorg. Öll skelfing og villi- menska stríðsins hefur orðið honum skyndilega ljós — ljós fyrir þjáning- arfullan dauða lítils barns. Undir nótt, í rökkrinu daginn cftir kemur náföl og útslitin kona til sjúkra hússins. Ef til vill hafði verið farið með drenginn hennar hingað? Maður- inn hennar hafði fallið í upphafi ófrið- arins, segir hún. Hún hafði heyrt að báðir handleggirnir hefðu verið skotn- ir af honum — það fór því best sem fór, að hann fekk að deyja. Tengda- móðir hennar og litli drengurinn höfðu verið hjá henni. Gamla konan var blind. Hún vissi ekki hvert hún heíði íarið, þegar sprengjunum íór að rigna niður. Sjálí hljóp hún út tii þess ao leita að drengnum, sem var að leika sjer. Menn höfðu fundið hana ruglaöa, ráfandi úti í skóginum skamt frá, eít- ir að alt var afstaðið. En drengurinn íanst þar ekki. Nú var hún búin aö leita allan daginn og alla nóttina. Hún haíði ekki þorað hingað. Það hefur þó ekki verið komið með hann hing- að? — Hann er það eina, sem jeg á, segir föla konan dapurlega. Kvíðafull gengur hún milli rúm- anna ásamt mjer — meðal allra fórn- arlamba sprengjuárásarinnar. Hik- andi nemur hún staðar við rúm hjer og hvar, eins og hún vonaði að finna þar eitt elskað lítið drengsandlit með- al óþekkjanlegra, afskræmdra and- lita. Hún spennir greipar þjett og þrýstir höhdunum að mögru brjóstinu. Augun eru hlaðin þögulli örvæntingu. Nei, nei, hún vildi ekki finna drenginn sinn svona á sig kominn. — Þá væri betra að hanii væri dáinn. — Góða systir, skiljið þjer mig — hann er það efna, sem jeg á, segir hún aftur hægt, eins og hún vildi afsaka sig við mig*. En svo er eins og hún vaxi alt í einu, hún rjettir úr sjer, og óttinn og kvíð- inn úr augunum er horíinn, um leið og hln bætir við. En ef landið heimt- ar hans unga líf — ef frelsið.... Þá leiði jeg hana hægt og varlega niður í stoíuna, þar sem hinir dánu hvíia.... Sýn Það er (iáiítil hræring i sjúkrasaln- um í dag. Kuisma heíur sjeð sýn. Kuisma blindi, mikið særður og blind- 'ur æfilangt.Augun • hafa verið tekið1 úr lionum. Það er svo undarlegt, að svo lengi sem augun hafa ekki verið tekin úr piltunum, hafa þeir oft von um að fá sjönina aftur — enginn fær þá hugsun úr höfðinu á þeim. Það er síðasta stráið að halda sjer í. En að af- loknum uppsliurðinum þá kemur ör- væntingin mikla. Nú vita þeir, — að sjónin. kemur aldrei aftur, nú hefur dimman ein tekið við. Eiginlcga veit hann ekki sjálfur, hvort það er sýn eða þá draumur. En svo ljós draumur, að hann hefur sjeð alt skýrt og greinilega. Þegar jeg kem með þvcttavatnið til hans um morgun- inn, segir hann mjer frá þvi, sem fyrir hann bar. Jeg tek eftir því að hann er í mikilli geðshræringu, — og fullur gleði. — Systir, trúir þú því, að í nótt var jeg sjáandi! Jeg svaf ekki — nei, þú skalt ekki halda það — en jeg vaknaði við það, að einhver kom inn í stofuna og til mín, jeg fann það alveg greini- lega — hár bjartur maður, svo bjart- ur, að jeg fekk ofbirtu í blindu aug- un mín. Að rúminu mínu gekk þessi bjarta vera, laut niður yfir mig og opnaði augu mín með fingrum sínum. — Sjáðu, sagði hann. — Mjer fanst skrítið, að hann bauð mjer að sjá. Ilefði þetta vcrið læknirinn, þá vissi hann, að jeg var blindur. — Jeg hef cngin augu, hrópaði. jeg, þjer hafið sjálfur tekið þau burt! Jeg varð nærri óþolinmóður. Þá laut hann ennþá dýpra yfir mig — ó — sá ljómi, og sagði, meðan hann snart augu mín lítið eitt. — Sjáðu, Kuisma, en þú færð meira en ljós augna þinna. Þú færð að sjá eilíía ljósið. Siðan heyrði jeg ljett fótatak. Jeg settist í skyndi upp í rúminu og hróp- aði: Hver er þar? Það var eins og hræðslan hefði náð tökum á mjer. En enginn svaraði, og jeg sá ekki meira. Það var dimt eins og áður fyrir sjónum mínum. Augu mín voru blind sem fyr. Myrkur eitt í kring um mig. J(,*g gat ekki sofið eftir þetta. Jeg SCttist þarna út við gluggann, svo að jeg gæti fundið sólina koma upp — á höndunum gat jeg fundið fyrstu ljósgeislana, jeg gat fundið dögunina á blindu augunum mínum. Þá þurfti jeg ekki framar að vera einmana og hræddur. — En segðu mjer eitt, systir, heldur þú að hann hafi átt við nokkuð sjerstakt með því sem hann sagði . . . bjarti maðurinn? spyr Kuisma hik- andi, dálítið vandræðalegur. Dagurinn líður, en um kvöldið legg- ur hann fyrir mig sömu spurninguna feimnislega: Heldur þú, systir, að hann hafi átt við nokkuð sjerstakt — ókunni maðurinn? Jeg sest á rúm- stokkinn hjá honum og tek í hönd hans, sem titrar lítið eitt. — Já, Kuisma, segi jeg lágt. Hann hefur viljað segja við þig: — Vertu hugrakkur! Þú hefur látið mikið, en jeg geí þjer annað í staðinn — annað langt um betra, Þú veist að menn 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.