Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 14
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÆTT OG UPPRUNI MYLLU-KOBBA OG RÆNKU í LESBÓK Morgunblaðsins, 24. og 25. tölubl. árið 1944, birtist grein um þau Myllu-Kobba og Rænku, og er hún rituð aí Jóni Jóhannessyni íræðimanni á Sigluíirði. Þar segir meðal annars „Var Jakob að þ\i jeg best veit ætt aður úr Svartárdal í Húnavatnssýslu". Síðastliðið sumar er þetta enddrsagt í mánaðarritinu „Hjartaásinn", í greinaflokknum Kynlegir kvistir, sem Pálmi H. Jónsson bóksali á Akureyri gefur út. Þar sem jeg hef ekki orðið þess var að nokkur athugasemd hafi komið fram við þetta, en það hins vegar birt í tveimur víðlesnum rit- um, og þvi ekki ólíklegt til að skapa all almenna, en eigi rjetta skoðun um uppruna þessara systkina, sem nú virð ist vera gleymdur, sem og ætt þeirra, þykir mjer rjett að upplýsa eítirfar- andi: Um aldamótin 1800 búa að Skata- stöðum í Skagaíjarðardölum hjónin Guðmundur Þorleifsson, 49 ára, íædd ur að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og síðari kona hans Valgerður Jóns- dóttir, 47 ára, fædd að Fagraskógi við Eyjaf jörð og því sennilega dóttir Jóns gamla Árnasonar að Árbæ í Austur- dal, en hann hafði fyrr búið norður á Árskógsströnd. Þó vil jeg ekki full- yrða að svo hafi verið. Þau hjón eiga 3 börn: Valgerði 12 ára, Jón 6 ára og Guðrúnu 3 ára, aldur allra miðaður við manntalið 1. febrúar 1801. Hjón þessi flytja frá Skatastöðum að Sveinsstöðum i Tungusveit, liklega ár- ið 1807 og búa þar fram yíir 1820. Guðmundur dó árið 1825 en Valgcrð- ur 1837. Árið 1823 giftist Jón sonUr þcirra hjóna Ragnhildi Jónsdóttur, 32 ára, fæddri í Flatatungukoti. Ætt hennar þekki' okk' 'Mokknr síð'istn á.rjn áður en hún giftist Jóni, cr hún á ýmsum bæjum, hvergi nema stutt í stað, og gæti það bent til, að ráð hennar hafi verið íremur rcikult. Annars virðist hún eiga nokkurt at- hvarf hjá þeim hjónum Guðmundi ÓI- afssyni og konu hans, Moniku Árna- dóttur, er síðast bjuggu að Ánastöð- um. Er Guðmundur fæddur í Flata- tungu, og má vera að þar hafi verið um einhvern skyldleika að ræða. — Þau Jón og Ragnhildur byrja búskap í Fremri-Svartárdal í Goðdalasókn sama ár og þau giftast, en næsta ár á undan munu þau hafa búið á Sveins- stöðum, og Ragnhildur þá verið ráðs- kona Jóns. Þau eignast saman fjögur börn: 1) Sveinn f. 1822. 2) Jakob í. 1823. 3) Rannveig f. 1826.4) Pjetur 1829. Ragnhildur hafði eignast son.áðui en hún giftist Jóni, og dó sá piltur, líklega af slysförum, árið 1832, bá 14 ára. Sömuleiðis ljest á unga aldri laun sonur Jóns er hann eignaðist meðan þau bjuggu í Svartárdal. Þau Jón og Ragnhildur búa á Fr.- Svartárdal til 1833, en flytja þá að Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi með 3 börn sín, Svein, Jakob og Rann veigu. Pjetur sonur þeirra hafði flutst frá þeim ársgamall að Hvammkoti i sömu sveit. Lítið munu þau hjón hafa verið við búskap eftir að þau fluttu að Skíðastöðum. Jón dó árið 1839, þá lausamaður á Reykjavöllum, og flytst Ragnhildur sama ár frá Skíðastöðurn að Fagranesi á Reykjaströnd. Árið 1843 kemur hún aftur að Skíðastöð- um, utan frá Brennigerði, þá sjúkling- ur, og dó þar ári síðar. Jakob er fermdur árið 1838, og fær hann þann vitnisburð þá, að hann sje . Tntður lesandi, sæmilega að sjer og skikkanlegur". Sama ár flytst hann frá Kotgröf á Efribygð út að Kimba- stööum, en kemur þaðan aftur 1843 að Grímsstöðum í Goðdalasókn. Ekki verður sjeð hvenær hann hverfur svo * úr sókninni, en a. m. k. hefur það orðið fyrir 1850. Er ekki ólíklegt að hann haíi fljótlcga eftir þetta kynst Baldvin Ilinrikssyni, því að þá er sú fjölskylda sem Baldvin tengdist við, komin að Ilaígrimsstöðum, en þar er cigi langt á milli. : Rannveig kemur frá Skíðastöðum að Gilh|iga í Goðdalasókn árið 1838 cn íer þaðan ári síðar að Fagranesi. Að öðru leyti verður ekki sjeð að þau systkini hafi átt heimili í þeirri sókn upp frá þessu. En oft munu þau hafa komið þar, og mundi fólk í Skaga- f jarðardölum sem fulltíða var um alda mótin, þau all vel. Ilvað um þá bræður, Svein og Pjet- ur hefur orðið veit jeg ekki, utan það, að hinn fyrrnefndi flytur frá Skíða- stöðum að Litladal í Blönduhlíð árið 1839. Systur Jóns bónda í Fremri-Svartár dal, Valgerður og Guðrún Guðmunds- dætur, giftust vel ættuðum bændum í Goðdalasókn, og eru fjölmennar og merkar ættir frá þeim báðum komnar. Hvað valdið hefur því, að þau syst- kin, Jakob og Rannveig, lentu inn á þá gæfuleysisbraut sem þau gengu langa æfi, hvort að það var meðfædd veila eða utanaðkomandi áhrif, verð- ur nú ekki vitað. En benda má á það sem Jón Jóhannesson minnist á í grein sinni, að kynning Jakobs við Baldvin Hinrikss., sem virðist hafa verið mjög mislukkaður maður að sumu leyti, svo og hin váveiflegu afdrif hans, hafi eigi verið holl hinum unga manni, og kynni að hafa raskað geðró hans og jafnvægi. — Og missir þriggja unn- usta mun alt af reynast þungur harm- * Samkvæmt Brandsstaðaaimál og Annál 19. aldar, fyrirfór Baldvin sjer á jóladag 1853, en ekki 1855, eins og Jón Jóhannesson segir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.