Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 12
72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' NYR SKIPASKURÐUR VIÐ HLIÐ SUEZ-SKURÐAR SUEZSKURÐURINN cr íjölíamasta skipaleið, sem gerð hefur verið af mannahöndum, og enn eru eftir 21 ár af einkaleyfistima hlutafj<-!agsins, sem á skurðinn. En flestar likur benda til þess að skurðurinn muni ekki verða jafn mikið notaður í framtíðinni, eins og verið heíui', og valda þar um við- sjár þæp, sem nú eru í heiminum, sjer- staklega í Miðjarðarhafslöndunum og þá einkum Egyptalandi og Palestínu. Árið 1936 gerðu Egyptar og Bret- ar með sjer samning og samkvæmt honum eiga Bretar að hverfa á brott með allan her sinn úr Egyptalandi, nema hvað Egyptaland viðurkcnnir að þeir eigi að halda uppi hervernd Suezskurðarins. í.lega þeir hafa þar alt að 10.000 hermanna undir vopnum að staðaldri og þó meira lið og 200 hernaðarflugvjelar ef til ófriðar dreg- ur. Helstu varnarstöðvar Brcta hjá skuióinum eru Abbassiah og E1 Kant- arf,. Nú þafa Egyptar kraíist þess að Bretar verði á brott með þetta varn- arliö lika, þrátt fyrir ákvæði samn- ingsins írá 1936. Bretar hafa mikilla hagsmuna að gæta þarna, því að þeir nota skurðinn þjóða mest. — Rúmlega helmingur þeirra skipa, sem um skurðinn fara, cr eign Breta. En auk þess hefur skurð urinn geisilega mikla þýðingu íyrir Breta í ófriði. E£ svo færi nú, að Bretar slcptu liervernd skurðarins, liver á þá að gæta hans, og hvaða tryggingu hefur brcska heimsveldið fyrir þvi, að það geti notað hann eftir scm áður? Fyrir seinasta stríð var það álit manna að Suezskurðurinn væri lífæð breska heimsveldisins. Og þessa skoð- un höfðu bjóðverjar. En þetta reynd- ist þó ekki rjett, því að Bretar ljetu hcrflutningaskip sin sigla suður fyrir Afriku meðan á stríðinu stóð. Sú sigl- ingaleið cr 10.500 sjómílur (til Ind- lands) en sje Suezskurðurir.n farinn cr siglingaleiðin ckki noma 6000 milur. Má sjá á því, að þessar siglingar urðu bæði tafsamari og dýrari. Stjórnmálamenn Egypta vilja ólmir að Egyptaland fái öll umráð yfir Suezskurðinum. Þeir vita sem er, að þau yfirráð gæti trygt f járhagslegt ör- yggi landsins. Siglingagjöld fyrir þau skip, er um skurðinn fara, hafa altaf verið há, og þeirra hefur verið krafist í gulli. Þó má segja að fransk-breska framkvæmdastjórnin hafi stilt þeim nokkuð í hóf. En nái Egyptar tökum á skurðinum. þá eru engin takmörk fyrir því hvað þeir kunna að heimta há gjöld. Að minsta kosti væri það mjög freirtandi fyTir þá, að hafa gjöld in scm hæst. Núverandi rikistekjur Egyptalands eru ekki nema fjórði hlut inn af árshagnaði af gkurðinum. Eins og stendur hefur brcska stjórn in umráð yfir 44% af hlutabrjefum í skurðinum og tekjuðnar af þeim eru 40 miljónir sterlingspunda á ári. — Egyptaland á um 15% af hlutabrjef- unum og hefur auðvitað góðar tekjur aí þeim. En hvað mundi þá, ef Egypta land fengi allar tekjurnar af skurðin- um og hefði auk þess í sinni hendi að I hækka siglingagjöldin og auka þannig tekjurnar? Suezskurðurinn hcfur orðið drjúg tekjulind öllum þeim, sem eignuðust hlutabrjefin í upphafi. Brctar lögðu 4 miljónir sterlingspunda í fyrirtækið í upphafi, cn nú' cr kauphallarvcrð þessara hlutabrjeía 70 miljónir stpd. Og þó hafa Frakkar grætt enn meira á skurðinum. Og hlutabrjefin eru altaf að hækka i verði. 10 sterlingspunda hlutabrjef kostaði 70 steilingspund í I fyrra, en er nú selt á 125 sterlings- pund. Eftirspurnin er mest meðal Egypta, sem urðu ríkir í stríðinu. Út af öllu þessu hefur það komið til orða að rjettast mundi að Sam- einuðu þjóðirnar tæki Suezskurðinn að sjer og ræki hann með alþjóðahag fyrir augum, en ekki í gróðaskymi. — Líka gæti komið til mála að reka hann scm gróðafyrirtæki, en skiíta þá ágóð- anum milli þeirra þjóða, er verst væri staddar efnahagsiega. — En vcrsti þröckuldur í veginum fyrir þessu yrði sá, að komast að því, hverjir eru raun- verulegir eigendur skurðsins. Talsverð ur ágreiningur er um það að sumir hlutabrjefaeigendur hafi komist lög- lega að hlutabrjefum sínum, og fjöldi hlutabrjefa er nú í vörslu manna, sem engíhn veit hverjir eru. Það er t. d. kunnugt að Nasistar höfðu komist yf- ir allmörg hlutabrjef, og eins er það vitað, að kommúnistar í Rússlandi hafa verið að krækja í hlutabrjef. Nú hefur orðið mikil breyting á notkun Suezskurðarins. ítalir eru úr sögunni sem stcndur og Bandaríkin hafa komið í þeirra stað, en Itússar hafa komið i stað Japana. — Þetta, ásamt öðru, gerir það æskilegt að skurðurinn sje undir alþjóðaeftirliti. Hjer hefur verið minst á tvær lausii ir á þessu vandamáli. í fyrsta lagi að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.