Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 13
LESBÓK MOr.GIJNBLAÐSINS 73 Egyptaland fái skurðinn til umráða. í öðru lagi að S Þ taki við honum. Þriðja leiðin er líka til og hún er sú, að gera nýjan skipaskurð yfir eiðið milli Asíu og Afríku; Sá skurður gæti orðið miklu betri en sá gamli og það væri trygging fyrir því, að ekki væri hægt að okra á siglingura um gamla skurðinn. Þegar Ferdinand de Lesseps rjeðist í það að grafa Suezskurðinn, var lítið um vinnuvjelar. Verkamennirnir urðu að "vinna með höndunum og við hin erfiðustu skilyrði, óskaplegan hita og drepsóttir. Það var því ekki að furða þótt verkið sæktist seint og skurður- inn væri ekki fullger fyr en eftir tíu ár.' Nú er viðhorfið annað. Nú hafa menn hinar stórvirkustu og hraðvirk- ustu vinnuvjelar. Það er álitið að nýj- an skurð sje hægt að fullgera á 3—1 árum og hann muni ekki kosta meira en 20 miljónir sterlingspunda á ári, eða lítið meira en Bretar borga nú á f jórum árum í siglingagjöld um gamla skurðinn. Tvær áætlanir um nýjan skurð hafa þegar komið fram og meira að segja hafa verið gerðar teikningar af hon- um. Fyrst var talað um að gera skurð inn milli Gaza og Akaba. Mun Arabíu- Lawrence hafa átt þar nokkurn þátt að. Hann hafði sjálfur rannsakað leið- ina milli þessara staða. En nú er sú áætlun úr sögunni og önnur ný komin í staðinn. Sá heitir dr. Werber, er komið hefur fram með þá áætlun og hann vill að skurðurinn nái á milli Akaba og Haifa. Er þetta að vísu miklu lengri leið, um 240 enskar míl- ur, eða helmingi lengri en Suezskurð- urinn. Haifa er nýtísku höfn og það þykir líklegt að Bretar muni ekki vilja sleppa algjörlega yfirráðum þar, hvernig svo sem fer um Palestínu- málin. Frá Haifa á svo skipaskurðurinn að liggja um Jezreet-dalinn þangað til komið er að jarðfallinu, sem Jórdan rennur eftir út í Dauðahafið. Þar verð- ur farið eftir jarðfallinu í sjávarhæð um 7—8 mílna vegarlengd, eða til E1 Ga. Þar er hryggur, sem þarf að kom- ast yfir, en ekki er það ætlunin að hafa þar skipastiga, því að það er orðið ' relt, heldur grafa þar göng í gegn. Slík jarðgöng fyrir skip eru hjá Marseille, 12 km. löng og þykir gam- an að sigla þar, því að göngin eru öll uppljómuð. Þaðan liggur svo skurðurinn beint til Akaba við Rauðahaf. Þetta er göm- ul höfn og þar reistu Arabar vígi mik- ið á miðöldum til verndar pílagrím- um, sem voru á leið til Mckka. Þarna, eða einhvers staðar við Rauðahaf, er í ráði að gera mikla víggirta höfn skurðinum til verndar. Helst er í ráði, ef úr framkvæmdum verður, að Bretar og Bandaríkjamenn eigi einir þennan skipaskurð. Er jafn- vel gert ráð fyrir að hann verði svo djúpur, að stærstu herskip geti farið um hann og mundi það hafa geisi mikla þýðingu fyrir aðstöðu þessara bandamanna á Miðjarðarhafi. Suezskurðurinn er aðeins 45 feta djúpur og 70 metrar á breidd. Um hann geta tæplega farið stærri skip en 15.000 lesta. Ekki geta svo stór skip siglt þarna hvert fram hjá öðru heldur verður annað skipið að bíða, ef tvö mætast. Og ekki má sigla þar með meiri hraða en 5% sjómílu, og er því 13 klukkustunda sigling eftir skurð- inum. Þegar hinn nýi skuiður kemur, má því svo heita að Suezskurðurinn sje orðinn úreltur. Um Suezskurðinn fara nú árlega skip, sem bera samtals um 40 miljónir smálesta. Gjaldið er 16 shillinga á smá lest. Sje nú gert ráð fyrir því, að ein- ungis f jórði hluti þessa skipastóls noti nýja skurðinn og gjaldið sje hið sama, þá er fyrirtækið þó f járhagslega trygt og það hefur mikið að segja, þegar ákvörðun skal taka um það hvort 1 þetta fyrirtæki skuli ráðist. íW íW ^ FEBRÚAR Láttu strauma lanpt um haf lands við krauma ctrendur svo þeim flaumi yljist af ■ - íslands draumalendur. Hrintu jakahrönnum ffd - hauöri klakamœddu. - t Jökulþakiö unnar n ólal vákir brœddu. BENEDIKT EINARSSON Miðengi. V V ^ JW eem Irotna ehlu 9iti NÝAR grammófónplötur eru komnar á markaðinn fyrir nokkru. Þær eru gerðar úr efni, sem nefnist „Viny- lite“ og hafa marga kosti fram ýfir þær plötur, sem áður hafa þekkst. Til dæmis er engin hætta á því að þær brotni þótt þær detti á gólf eða verði fyrir ýmiskonar hnjaski. Þær vinda sig ekki heldur, en plastik plöturnar, sem áður hafa verið notaðar,- eiga það til að verpast, eins og allir vita og þá eru þær ónýtar. Það getur verið, að ef þessar nýu plötur eru geymdar í mjög miklum hita, að þá verpist brún irnar ofturlítið, en þær kippa sjer aftur, ef þær eru látnar liggja á sljettu borði nokkra stund, þar sem ekki er heitt. Það hefur verið stærsti ókosturinn á öllum grammófónplötum, að ofur- lítið urg eða suða heyrist alltaf í nál- inni og spillir hljómfegurðirihi. — Um þessar nýu plötur er því ekki til að dreifa, því að tekist hefur að útilöka algjörlega nálarsuðuna, og njóta tón- verk sín því miklu betur á þessum plötum, en áður hefur þekkst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.