Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 4
80
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
in ákyeðin tilboð eða tillögur um sætt-
ir eða samkomulag legið fyrir.
Mjer virðist nú, að það kunni að
vera húgsanlegt, að fyrst eftir að Sam
einuðu ^jöéirnar hafa tekið sina föstu
ákvörðun, óg þegar að báðir aðilar
verða að horfast í augu við blákald-
ar staðrevmdir, að þá geti augnablik
sáttanna runnið upp, en fyrr ekki. Jeg
vona í lengstu lög, að skynsemi for-
ingja béggja aðila gjöri þeim það ljóst
að það eb betrá fyrir þá að búa sam-
an sem góðir nágrannar, heldur en að
eigá þáð á hættil, að hvor út af fyrir
sig eigi á'ð tortímast. Það ætti að vera
ein kf aðal Ökýldum þeirrar nefndar,
sem nú verður kosin til að stjórna
Palestínu á næstu mánuðum, að leita
allra ráða til áð koma á sáttum milli
þjóðáfiná 'i ian'dihu helga.
EINS OG kunnugt er, var samþykt,
að Palestínu skyldi skipt í tvö sjálf-
stæð ríki, ríki Araba og ríki Gyðinga.
Var sú samþykt gjörð með 33 at-
kvæðum gegn 13, en 10 sátu hjá. ís-
land greiddi atkvæði með skiptingu
landsins, og eins voru þessi lönd því
fylgjandi: Ástralía, Belgía, Bolivía,
Brazílía, Hvíta Rússland, Kanada,
Costa Rica, Tjekkóslóvakía, Danmörk,
Dominican Republic, Ecuador, Frakk-
land, Guatemala, Haiti, ísland, Liber-
ía, Luxembourg, Holland, Nýja Sjá-
land, Nicaragua, Noregur, Panama,
Paraguay, Perú, Filippseyjar, Pólland,
Svíþjóð, Ukraine, Suður-Afríka, Ráð-
stjórnarríkin, Bandaríkin, Uruguay
og Venezuela. Bretland og Kína sátu
hjá, en Arabarikin greiddu öll atkvæði
á móti ásamt Cuba, Grikklandi og Ind
landi.
íslandi var boðið sæti í nefnd hinna
5 ríkja, sem stjóma á Palestínu uns
gengið er frá stofnun hinna nýju
ríkja. Áður en gengið var til kosninga
í nefndina á allsherjarþinginu, var til-
búinn listi af hendi Bandaríkjanna, er
Ráðstjómarríkin höfðu samþykt, og
var ísland á þeim lista. Samkvæmt
viðtali íulltrúa Islands við utanríkis-
ráðherrann í Reykjavík, færðist ís-
land undan því að taka sæti í nefnd-
inni, en að okkur frágengnum var Nor
egi boðið sæti. Þar sem Noregur færð-
ist einnig undan því, varð Danmörk
fyrir valinu í neíndina, enda höfðu
bæði fulltrúi íslands og Noregs hvatt
fulltrúa Danmerkur til að taka sæti
í nefndinni.
Ræða Thor Thors
á allsherjarþingi S. þ. 20. nóv. 1947,
varðandi Iiulverja í Suður-Afríku
Eitt af aöal déilumálum alls-
herjarþingsins 79j6 og aftur
var meöferö Suöur-Af-
ríku á Indverjum búsettum þar
í landi. íslenska sendinefndin
19Jf6 var hlynt málstaö Indverj-
anna, og sú afstaöa var endur-
tekin, eins og þessi ræöa full-
trúa fslands ber meö sjer.
HERRA FORSETI. Það kann svo að
vera, að einhvern undri það, að ís-
land, þar sem er aðeins einn þjóð-
flokkur, og í raun og veru aðeins ein
stjett af fólki, þar sem allir hafa jafn-
an rjett, skuli láta þetta mál nokkuð
til sín taka. Okkur finst samt sem áð-
ur, að það skipti miklu máli. Við ósk-
um þess, að lífskjör og rjettindi mann-
anna sjeu sem jöfnust um allan heim.
Jeg mundi samt sem áður ekki hafa
tekið þátt í þessum umræðum, ef jeg
hefði ekki orðið þess vís, að fulltrúar
margra landa virtust hafa áhuga fyr-
ir því, hvernig atkvæði okkar fjelli í
þessu máli.
Á allsherjarþinginu í fyrra, er við
höfðum dögum saman hlustað á ítar-
legar umræður um þetta mál, ákvað
íslenska sendinefndin að greiða at-
kvæði með málstað Indverjanna. Við
vildum samt sem áður ekki greiða
tillögu Indverjanna atkvæði fyrr en
breytingartillaga frá Frakklandi og
Mexico við þá tillögu hafði verið sam-
þykt. Sú tillaga felldi niður ásökun í
garð stjórnar Suður-Afríku. Við vild-
um þó ekki gjörast dómarar í málinu
sjálfu.
Eftir að atkvæðagreiðslan . hafði
farið fram, minnist jeg þess, að til
mín kom einn virðulegur fulltrúi frá
Indlandi, og spurði rriig hversvegna
ísland hefði greitt atkvæði eins og
við gjörðum. Jeg sagði honum, að okk
ar litla land vildi í hverju máli skipa
sjer þar í fylking, þar sem mannáðar
væri gætt. Hvenær og hvar, þar sem
er nokkur skuggi af vafa um það, að
fyllstu mannúðar sje gætt, þá óskum
við, að sá skuggi hverfi. Mannúð og
lýðræði fyrir alla verður að ríkja.
Við munum halda fast við stefnu okk
ar frá fyrra ári. Samviska okkar gæti
ekki leyft okkur neina aðra afstöðu.
Það má vera mjög auðvelt fyrir þær
sendinefndir, sem í fyrra greiddu at-
kvæði gegn málstað Indverjanna, að
endurtaka sína afstöðu nú í ár í nýju
formi, en það hlýtur að skiljast, að
það er jafn útilokað fyrir okkur að
breyta okkar afstöðú. Tilllögu frá Ind
verjum, sem nú liggur hjer fyrir, hef-
ur, samkvæmt tillögu frá Mexico, ver-
ið breytt á þann hátt, að engin ásök-
un felst í henni á hendur stjórn Suður-
Afriku. Jeg fagna því, að það hefur
verið gjört, þar sem að þjóð mín hefur
hina mestu aðdáun á stjórn og þjóð
Suður-Afríku. Þar sem nú engri ásök-
un er beint gegn Suður-Afríku, þá
vona jeg það fastlega, að forystumenn
þeirrar þjóðar geti fallist á það, að
þessi afstaða hinna Sameinuðu þjóða
sje rjettmæt.
Hjer er á ferð önnur tillaga, frá
Belgíu, Brazilíu, Cuba, Danmörku og
Noregi. Jeg verð að segja, að þetta er
góður fjelagsskapur, en við erum ekki
eingöngu að sækjast eftir góðum fje-
lagsskap. — Mannúðin skiptir meira
máli fyrir okkur. En þessi tillaga virð •
ist mjer fela í sjer opna leið fyrir
stjórn Suður-Afríku til þess að leiða
málið hjá sjer og vísa því til alþjóða
dómstóls. Slíkan misskilning ber að
forðast. Við álítum ennfremur, að það
sje til lítils gagns fyrir virðingu hinna