Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 16
92 RÍS) LESBÖK MORGUNBLAÐSINS fp^jWPlflTr T" íT’'^ VITRANIR Á NÝÁRSNÓTT Á nýársnótt sjá sumir skygnir menn í kirkjugarðinum svipi allra þeirra, sem jarðaðir verða í kirkjugarðinum það komandi árið. — Þegar sjera Jón Ei- rikssori (d. 1859) á Undirfelli var upp- alningur í Djúpadal í Skagafirði, var á Flugumýri vinnumaður, sem Guðmund ur (?) hjet. Hann var vanur áð fyrir- segja á nýársnótt, hverjir jarðaðir yrði það ár. Einu sinni báðu Djúpadalsbræð ur hann nú að segjg sjer, hverjir jarð- aðir yrðu það árið. Taldi hann þá alla greinilega upp, þar á meðal einn frá Djúpadal, en hann sagðist ekki þekkja einn, sem jarðaður yrði. Bræður lögð r nokkuð lítinn trúnað á þetta, en sögð- ust þó skyldu vita hversu sannspár hann yrði. Og viti menn! Allir dóu þeir það árið, sem hann nafngreindi, og sá ókunnugi varð kerling ein úr Öxnadal, sem dó og var grafin á Flugumýri (Allrahanda). EINAR ANDRJESSON bjó í Bólu í Blönduhlíð seinna en Hjálmar, og var talinn fjölkunnugur. Þessi er ein saga um það: Einu sinni hafði draugur einn gert mikið mein af sjer. Alt hafði verið reynt til að koma honum fyrir; það hafði verið skotið á hann blýi, silfurhnöppum o. s. frv., en ekkert hafði hrifið. Þá ráðlagði Einar að skjóta á hann lambaspörðum. Það hreif, og varð ekki vart við draugsa framar. ELDSUMBROT Uno v. Troil, sem ferðaðist hjer með Sir Joseph Banks, segir að alþýða manna á íslandi trúi því, að þannig standi á eldsumbrotum að hinir fornu Papar, sem hjer voru, hafi kveikt í landinu, áður en þeir flýðu heðan und- an yfirgangi landsmanna. SAGT UPP HEYSKAP Einu sinni var faðir minn að heya fram á hlíð með stúlkunum um vetur- nætur. Hann hafði oft lengi haldið til við heyskapinn á haustin, þegar tíðin var góð. í þetta sinn átti að hætta hey- skap á síðasta sumardag. Björn bróðir minn bað að lofa sjer að vera á engj- unum, svo að hann gæti lært hvernig SÍLDVEIÐARNAR í Hvalfirði hafa sett nýjan svip á Reykjavík, svip, sem elstu menn kannast ekki við. Atvinnulíf er með alt öðrum hætti en áður hefur verið. Höfnin er venjulega full af drekkhlöðnum sildarskipum. Unnið er dag og nótt við losun. Fyrir vörubílana, sem voru að verða atvinnulausir, hefur þetta orðið uppgripatími. — Myndin sýnir vinnubrögð við að koma síld úr bát upp á bíl. it. .&*&**>&*» ætti „að segja upp heyskapnum", eins og það var kallað. Það var látið eftir honum. Um kvöldið þegar hættutími var kominn, segir pabbi minn við fólk- ið: Svo fram líður ár og öld, út er sumar runnið. Hættið nú að heyja í kvöld og hafið blessuð unnið. Svona á þá að fara að því að segja upp heyskap, hafði Björn sagt. (Guð- björg á Broddanesi). FRELSIÐ Kjarkleg afskiptasemi gerði íslend- inga fyr meir verða fyrir að hafa frelsi, og fyrir það voru þeir frjálsir. Fyrir dáðlaust afskiftaleysi urðu þeir óverð- ugir frelsisins, og fyrir það mistu þeir frelsi sitt (Páll Briem). TAUGARNAR I mannslíkamanum eru tvenns konar taugar, tilfinningataugar (sensitivar nervar) og hfeyfingartaugar (motorisk ar nervar). Ef vjer stingum oss í fingur á nál, þá snertir nálaroddurinn ein- hverja af hinum ótölulegu smáu tilfinn- ingartaugum, hreyfingin berst til heil- ans.'vjer skynjum sársaukann og jafn- skjótt kemur titringur frá heilanum á hreyfingartaug. Hreyfingartaugarnar enda í vöðva, vöðvinn dregst saman og fingurinn kippist til baka. Þó þettta virð ist verða fjarska fljótt, hafa menn þó mælt þann tíma, sem þarf til þess að bera tilfinninguna eftir taugunum til heilans og frá honum. Hreyfingin er hjer um bil 108 fet á sekúndu og er það mjög hæg hreyfing í samanburði við margar aðrar hreyfingar í náttúrunni HJALTI ÞORSTEINSSON prófessor í Vatnsfirði, sem málaði þá einu mynd, sem til er af Hallgrími Pjet- urssyni, var orðlagður málari. Hann málaði Vatnsfjarðarkirkju innan. — Löngu síðar var kirkjan rifin. — Þá dreymdi einn, sem var að kirkjurofinu, að sjera Hjalti kæmi til sín og mælti fram þessa vísu: Lífs hjá guði lifi jeg enn, leystur af öllum pínum. Hafið þið brjálað, heillamenn, handaverkunum mínum? (Þorv. Thor.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.