Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 8
8Í LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~T*r geta íengist kaupendur að honum. Og nú sem stendur get jeg ekki hugs- að mjer betra byggingarstæði en þetta og miklu ákjósanlegra fyrir „prívat- menn“ að búa þar heldur en í mið- bænum“. Þá minntist einhver á það að Batt- eríið væri sögulegur staður og mætti því ekki byggja þar. Jul. Havsteen mælti: „Já, jeg hefi heyrt því fleygt að Batteríið sje sögu- legur staður. En hin sögulega frægð stafar ekki frá Ingolfi Arnarsyni, heldur frá Jörundi hundadagakóngi. Ætti því að eyðileggja þennan sögu- stað helst sem fyrst, því sá maður gerði oss eigi annað en smán, og þeir menn ættu þákkir skilið, sem yrðu til þess að afmá allar minningar um Jörund'1. Sigurður Stefánsson varð þá fyrir svörum og mælti: „Jeg sje enga þörf á að evðileggja þennan stað endilega vegna þess, að konungur vor um alda- mótin hafði þar vigi sitt. Jeg fæ ekki sjeð að oss sje nein smán að minn- ast þeirra tíma — og jeg efast um að nokkur sje bær að dæma um það hvort hagur vor hefði nú staðið ver þótt sú stjórnskipan hefði komist á, sem Jörundur kóngur vildi innleiða hjer.“ Þá hreyfði sami þingmaður þvi, að þetta væri skemmtistaður fyrir marga bæjarbúa; gangi þeir oft bangað á kvöldin sjer til skemmtunar og til að njóta hins fagra útsýnis. Af þeim ástæðum væri ekki rjett að leyfa byggingar þama og tók Kristján Jóns son í sama streng og einnig sira Sig- urður Jensson. „Jeg held aö það sje aðallega skemmtistaður fyrir vist fólk á síð- kvöldum", sagði Jul. Havsteen. „Jeg get ekki sjeð að nein bæjar- prýði sje að Battcríinu eins og það er nú“, sagði J. Jónassen. „Það er bara grasivaxið horn út í sjóinn, með klöppum og stórgrýti í kring". „Staðnum hefur enginn sómi verið sýndur", sagði Hallgrímur biskup Sveinsson, „enginn vegur hefur verið þangað gerður og vilji menn komast þangað þurrum fótum þarf að stikla þar yfir lækjarsitru, svo að þangað virðist ekki f jölfarið. En þar er efni í fagran stað, og verði hann seldur frú Vídalín muh verða kostað kapps um að gera hjer íríðan stað, og hús til sóma og prýðis þessum bæ“. Þannig kíttu þingmenn um jætta fram og aftur, en það var Kristján Jónsson, sem benti á aðalatriðin í þessu máli. Hann benti á það. að landsjóður ætti nú ekki aðra lóð hjer en Arnarhólstúnið, en þyrfti að reisa mörg stórhýsi, svo sem landspítala, hús fyrir söfnin og sóttvarnahús — Landlæknir hefði sagt sjer að land- spítalinn ætti að standa á Arnar- hólstúni. Þess vegna væri það óhvggi- legt að selja einstaklingum lóðir þarna. , „En menn haía forðast að minnast á það, sem liefui hjer sjerstaka þýð- ingu", mælti hann enn fremur, „en það er framtið þessa bæjar, hversu hann vex einmitt í kring um og aust- ur fyrir þetta svæði. Þessi lóðasala gæti orðið eins og stífla, eða haft á vexti hans. Eftir nokkur ár verður miðpunktur bæjarins þarna, því að líkur eru til að aðalhöfnin verði fyrir austan Batteríið, og verður þarna því aðalverslunarlóðin í bænum. Jeg tel því að ekki megi selja nema leita fyrst álits bæjarstjórnar". Sigurður Jensson tók í sama streng, en Julius Havsteen sagði: „Það nær ckki nokkurri átt að bera jtetta mál undir bæjarstjórnina, því að það kemur henni ekkert við, held- ur aðeins þinginu og stjórninni". Þá stakk Sigurður Jensson upp á því, að dómkvaddir menn yrði fengn- ir til að mcta lóðina. En Jul. Ilav- stcen mátti ekki hcyra það nefnt. Hann sagði: „Ef dómkvaddir menn ætti að meta lóðina, gæti svo óheppilega tekist til, að fyrir því vali yrði menn, sem hefðu allt of háa hugmynd um þessa lóð“. Deildin samþykkti síðan með 7:2 atkv. að selja frú Helgu Vidalín lóð- ina fyrir 850 kr. ásamt kvöð um að sljetta jafn stóran blett í Arnarhóls- túni. ÚLFAÞYTUR Jeg hefi rakið umræðurnar í Efri deild nokkuð rækilega til þess að það sjáist, að þar var lagt sjerstakt kapp á það að frú Helga Vídalín gæti feng- ið þessa lóð keypta — grunsamlega mikið kapp. Verður þá og skiljan- legra allt það sem á eftir fór, því að þetta varð eitt hið mesta hitamál í bænum. Um það segir Klemens Jóns- son, sem hafði fylgst vel með: „Málið setti allt þingið og allan bæinn í svo mikla æsingu, að senni- lega hefur aldrei verið eins mikill móður í bæjarmönnum, hvorki fyr nje síðar, ekki einu sinni á bænda- fundinum 1905. Jafnvel stiltustu og gætnustu menn misstu alveg taum- hald á sjálfum sjer . . . Út yfir tók þó er málið kom til Neðri deildar, því að nú höfðu bæjarmenn áttað sig á því. Borgarafundur var haldinn og þar var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta mótmæli gegn sölunni. — Hótunarbrjefum rigndi niður á þá þingmenn, er voru hlyntir sölunni, og kvað jafnvel svo ramt að, að einn þingmanna er aðallega barðist fyrir henni í Neðri deild, keypti sjer skammbyssu til að verja sig með, ef á sig skyldi ráðist". VliGUR UM ARNARHOLSTUN Meðan þessu fór fram í Efri deild Alþingis kom annað frumvarp fram í Neðri deild um það að veita stjórn- inni heimild til að selja Reykjavíkur- bæ vegarstæði yfir Arnarhólstún og skák norðan og austan af túninu, einmitt þar sem Batteríið var. Þetta var samþykkt og fór það frumvarp til Efri deildar um svipað leyti og hitt frv. um sölu Batteríisins kom til Neðri deildar. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.