Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
81
Arni Öla:
Arnarhóll II.
BARDAGI UM BATTERÍIÐ
|PÍP'"'-
HELGA VÍDALÍN VILL
KAUPA BATTERÍIÐ
Árið 1893 fór bæjarstjórn Reykja-
víkur fam á það að fá Arnarhólsland
til umráða þannig að hún greiddi
landsjóði árlega 400 krónur. Kom
fram á Alþingi frumvarp um þetta,
en það var fellt. Þá kom fram tillaga
um að skora á stjórnina að leigja
Reykjavíkurbæ landið. Var hún sam-
þykkt en bar engan árangur_Þá bað
bærinn um að fá landið keypt fyrir
Helga Vídalín
10.000 krónur, en því var ekki sinnt.
Var þó verið að selja smáspildur úr
lóðinni, t.d. undir Kalkofninn og bygg
ingarlóðir við Bankastræti.
Nú var það veturinn 1899 að Helga
Vídalín, kona Jóns konsúls Vídalíns,
fór fram á það við stjórnina að fá
Batteríið keypt, til þess að reisa þar
skrauthýsi. Ráðuneytið svaraði þess-
ari málaleitan svo, að nauðsynlegt
væri að fá leyfi til slíkrar sölu hjá
Alþingi.
Á þingi þá um sumarið báru þeir
Julíus Havsteen 'amtmaður og Jónas
Jónassen landlæknir fram svolátandi
frumvarp í Efri deild:
* „Stjórninni veitist heimild til að
selja konsúlsfrú Helgu Vídalín lóð úr
Arnarhólstúni í Reykjavík, hið svo-
nefnda ,,Batterí“ ofan að sjó, að flat-
armáli 5000 feralnir, fyrir allt að
600 krónur og með því skilyrði að
kaupandinn sljetti jafnstórt svæði í
túni því, sem fylgir embættisbústað
landshöfðingja á þeim stað, þar sem
hann til tekur“.
Julíus Havsteen hafði framsögu og
sagði m.a.: „Lóðin er út við sjó eins
og allir þekkja, á hinu gamla Batteríi,
sem er gamalt virki hlaðið upp úr
mold, og f jaran fyrir framan, sem er
klungur og stórgrýtisurð. Það er ekki
mikill missir fyrir landshöfðingja að
sjá af þessu, enda fær hann skaða
sinn bættan með því að kaupandi
býðst til að sljetta jafnstórt svæði í
Arnárhólstúni. Tilgangufinn með að
fá lóðina er sá, að byggja þar hús og
býst jeg við að það verði fallegt hús
og til prýði fyrir bæinn. Lóðin virðist-
ekki hentug þar sem hún er mestöll
annað hvort stórgrýtisurð eða mýrar-
svakki, en hins vegar hefur hún þann
kost, að þar er fallegt". —
Það komu þegar fram raddir um
það að verðið væri of lágt. Við 2.
umræðu höfðu flutningsmenn svo
hækkað það upp í 850 kr. og töldu það
samsvara 1000 kr. með sljettunni.
Sigurður Stefánsson lagði til að
verðið yrði ákveðið 2000 kr. „Þetta
er samt sem áður allt of lágt“, sagði
hann, „ekki nema 40 aurar feralinin.
Lóðir eru hjer seldar miklu hærra
verði. Bankinn seldi malarlóð í fyrra
• k 9 -----‘-- —~ « '
Júl. Havsteen. J. Jónassen^.
fyrir 5 kr. feralín. Og fyrir sunnan
kirkjuna á bankastjórinn lóð, sem
hann vill ekki selja fyrir minna en
2 krónur feralín“.
„Það nær ekki nokkurri átt“, sagði
Jul. Havsteen, „að heimta 2000 kr.
fyrir lóðina, ef menn athuga hve vont
er að byggja þarna og kostnaðar-
samt að gera staðinn að byggilegri
lóð. Staðurinn er út við sjó á móti
norðri, útsettur fyrir norðanroki og
sjógangi og er það mjög óþægilegt. ^
Mjer er það kunnugt að hús konsúls
Zimsens, sem líkt er ástatt með, að
þar er oft varla vært fyrir sjávar-
roki á norðurhlið hússins. Hið sama
á sjer stað um lóðina í Batteríinu".
„Þarna er nærri óbyggilegt í sjálfu
sjer“, tók Jónas Jónassen undir, „og
á vetrum í norðanátt er sjálfsagt
ógnarlega óþægilegt að búa þar, svo
að jeg skil varla í því, að frúin, sem
hjer á hlut iað máli, vilji gefa 2000
krónur fyrir þetta horn“.
„Það er engin ástæða til þess fyrir
landsjóð að selja þessa lóð fyrir
lægsta verð“, sagði síra Sigurður
Stefánsson, „því að einmitt þessi
staður hlýtur áður en langt um líður
að verða miðbik bæjarins, svo allt af