Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 15
~~ LESBÖK MORGUNBCAÐSmS
w?r
sri
valdandi að hann afsalaði sjer kon-
ungdómi og kysi að lifa sem helgur
maður. Þetta fernt var: gamall mað-
ur, sjúkur maður, lík og meinlæta-
maður. Þetta rættist. Einhverju sinni
mætti prinsinn gömlum manni á götu.
Hann var hrörlegúr, það var óþefur
af honum og harín gekk i ræksnum.
Þá mælti prinsinn: ,,Eru allir menn,
eða aðeíns þessi eini, ofurseldir elli-
hrömun? Vei lífinu ef það stefnir að-
eins til hrörnunar." Seinna var prins-
inn staddur í Kapilavastu skemtigarð-
inum og þar rakst hann á sjúkan
mann, sem hafði brennandi hitasótt.
Þá sagði þrinsinn: ,:,Hver getur hugs-
að um gleði og skemtanír, ef hreysti
manns er jafnfallvölt og draumur?“
Seinna sá hann líki ekið til grafar. Þí
sagði hann: „Vei æskunni, sem fellur
fyrir elli, og vei hreystinni, sem verð-
úr sjúkdómum að bráð. Það vildi jeg
að hægt væri að sigrast á veikindum
og dauða. Jeg verð að finna ráð til
þess.“ Seinast mætti hann meinlæta-
manni, sem gekk um kring með öl-
mususkál. En þegar prinsinn sá hann,
mælti hann: „Hver er þessi rólyndi
maður? Hann vekur hjá mjer löngun
til að lifa sama lífi og hann lifir. Vitr-
ingcfrnir hafa altaf sungið trúrækninni
lof, og hún skal verða mitt athvarf og
allra annara, og hún skal vera lykill-
inn að lífinu og ódauðleikanum." Og
eftir að hafa hugsað mikið um •þetta
ákvað hann að ganga veg sjálfsafneit-
unarinnar.
En sama-kvöldið, sem hann ætlaði
að hverfa að heiman, fæddi Yasod-
hara kona hans honum son, og sá son-
ur var nefndur Rakula. En þetta gerði
harín aðeins öruggari í ásetningi sín-
um að finna ráð til að sigrast á elli-
hrörnun og dauða. Um nóttina læddist
hann inn í svefnherbergi konu sinn^r
til þess að líta á hana og barn sitt í
seinasta sinn. Svo tók hann hest sinn,
Kanthaka, og reið út í Uruvela-skóg-
inn.
í sex ár dvaldist hann þar sem ein
setumaður, en Mara, hinn illi andi, og
Indra, guðinn, börðust um hann. Að
þeim tíma liðnum hafði hann komist
að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri
unnið við það að þjá líkamann með
meinlætum. Hann yfirgaf því helli
sinn úti i frumskóginum og hvarf aft-
ur til mannanna. Hjá þeim ^tað, er nú
heitir Gaya, settist hann undir trje til
að hvíla sig. Þá fell á hann miðilsvefn
og hann fekk vitrun um sínar fyrri til-
verur. Síðar var honum birtur fiinn
æðsti vísdómur og Skilningur á jpp-
hafi hins illa. Og um morguninn fekk,
hann hina fullkomnu opinberun og
hann var orðinn Buddha. — Löngu
seinna var reist musteri á þessum stað
til þess að vernda hið helga trje, sem
hann svaf undir. Aðrir menn lögðu
musterið í rústir. Það var reist að
nýju, lagt í rústir aftur og enn reist.
Og nú stendur musteri þarna og yfir
dyr þess er letrað: „Mahabodhi, þar
sem Sakya prins várð Buddha“.
Eftir opinberunina ferðaðist meist-
arinn um þvert og endilangt Indland
og kendi. Þegar hann var á 80. árinu
dó hann á milli tveggja trjáa í aldin-
garði Malla prinsessu. „Allir jarðnesk
ir hlutir eru forgengilegir", sagði
hann við lærisveina sína, „búið yður
undir hið óforgengilega.“ Þetta voru
seinustu orð hans. Og svo hvarf hann
inn í Nibbana....
Þetta er sagan af manninum, sem
þræddi hina áttföldu braut aríanna“.
(Úr bókinni „Where strange Gods
call“).
^ ^ ^ ^ ^
- Molar -
ÞAÐ var í fyrra stríðinu. Skip,
sem Gyðingur nokkur átti, var orðið
langt á eftir áætlun, og ekkert hafði
spurst til þess. Þá fór Gyðingurinn til
annars Gyðings og vildi vátryggja
skipið hjá honum. Hinn hugsaði sig
um stundarkorn og sagði svo: „Vinur
minn, ef þú villt útfylla hjerna eyðu-
blað, þá skal jeg hugsa um þetta tií
morguns".
Seint um kvöldið barst skipaeig-
andanum sú frjett, að skip hans héfði
verið skotið í kaf. Nú var allt undir
því komið, að vátryggingin fengist.
Ef vátryggjandinn hafði skrifað ur.d-
ir skjalið, þá var allt í lagi — annars
ekki. Hann sofnaði ekki dúr um nótt-
ina og var alltaf að velta þessu fyrir
sjer.
Snemma næsta morgun skrífaði
hann svo vátryggjandanum þetta
brjef: „Góði vinur. Jeg héfi féngið
fregnir af skipinu mínu óg bið þig
að endursenda mjer vátrýggingar-
skjalið, ef þú hefur ekki skrifað und-v
ir það“.
Vátryggjandinn helt nú að allt
væri í lagi með skipið og flýtti sjer
að sknfa undir vátryggingarskjalið.
★
Fleira verSur að gera
en gott þylcir.
Höfundur bókarinnar „A Rlission-
ari in the Far West“, sjera,jCr T.
Brody, hefur sagt þessa sögu af sjáif-
um sjer.
Hann var einu sinni aö hvecja sókn
arbörn sín til þess að leggja meira
fram til trúboðsstarfsins, qg „stakk
meðal annars upp á því,. að, merm
skyldi hætta að kaupa bækur, erí láta
peningana heldur ganga tíl trúboðs-
ins.
Á eftir kom til hans hyggin kpna
og sagði: „Jeg hafði nú ætlað: mjer
að kaupa bókina yðar, erj jeg fer að
ráðum yðar og gef heldur andvirði
hennar til trúboðsins."
„Það er fallega gert af yður,“ sagði
Brody, „og í viðurkenningarskyni
skal jeg lána yður mitt eintak af bók-
inni, svo að þjer getið lesið þana.“
Hún brosti og þakkaði honuro fyr-
ir. En þá varð honum á að segja:
„Eftir á að hyggja þá er þetta
engin fórn af yðar hálfu. Þjer hafið
ánægjuna af því að gefa peningana,
en fáið bókina samt sem áður.“
„Engin fórn?“ sagði hýn., „Ætli
jeg verði þó ekki að lesa bókinal1*^