Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBL’AÐSINS 85 i MÓTMÆLI REYKVÍKINGA Þegar frumv. um sölu Batterísins kom til 1. umr. í Neðri deild, mælti Jón Jensson á þessa leið: „Þetta mál hefur verið sótt af miklu kappi. Það vitum við, og væri því best að losna við það sem fyrst. Frv. er líka óþarft, því að þingdeildin er búin að samþykkja sölu á lóðum á þessum hluta Arnarhólstúns, ein- mitt í þeim sama hluta Arnarhóls- túns, sem þetta frv. fer fram á að einstökum manni verði seld lóð. Mjer finnst það sanngjörn krafa, að bæj- arstjórnin hafi forkaupsrjett, sann- ir + + A Jón Jensson gjörn krafa til þingsins, að það taki svo mikið tillit til þessa bæjarf jelags, að það láti það hafa forkaupsrjettinn. Nú hefur í dag verið lagt fram ávarp til þingsins frá Reykvíkingum, með undirskrift á 3. hundrað manna, sem allt eru borgarar hjer í bænum og mikils metnir menn, þar sem þeir skora á þingið að fella þetta frum- varp og láta hið sama gilda um þessa lóð, eins og aðrar lóðir í norðanverðu Arnarhólstúni. — Þetta ávarp frá Reykjavíkurbæ vona jeg að þingið álíti ekki lítilsvert. Jeg trúi því ekki að þingið leggi meiri áherslu á að verða við ósk þessarar einstöku konu“. ' . Lagði hann siðan íi'am rökstudda dagskrá: „Með því að deildin hefur samþykkt lagafrumvarp, sem felur í sjer heim- ild til að selja einnig þá lóð, er ræðir um í frumvarpi því, er hjer er til um- svo margir hafi verið búnir að lofa ræðu, álítur deildin óþarft að fara atkvæði sínu fyrir fram.“ lengra út í þetta mál, og tekur fyrir J Útgerð Vídalíns næsta mál á dagskrá". Þessi rökstudda dagskrá var feld með 15:4 atkvæðum og var bá þegar sýnt hvílíkur áróður fyrir málinu hafði farið fram í deildinni áður en málið var tekið fyrir. Það er ekki gott að henda reiður á því þegar langt er um liðið hvernig áróðri í þessu máli hefur verið beitt. En samkvæmt þingtíðindunum má sjá, að um tvenns konar áróður hefur verið að ræða, áróður utanfrá á ein- staka þingmenn og áróður innan þingsips. Jón Jenssen sagði t. d. í ræðu: „Mál þetta er sótt með ákaf- lega miklu kappi, og jeg finn enga ástæðu til að leyna því. Það eru sum- ir menn í hv. efri deild, sem hafa ógn- að þessari deild. Það var maður úr éfri deild sem kom til mín og sagði mjer, að það væri 6 menna í efri deild, sem ætluðu að drepa frv. um vegar- lagninguna yfir Arnarhól, ef nokkur hindrun verði lögð fyrir þetta frv. Og svo hnýtti þessi maður aftan við: „Þetta segi jeg þjer, til þess að þú hegðir þjer eftir því“.“ Og Valtýr Guðmundsson sagði í þingræðu: „Ef það er mikið kappsmál að fá lóðina útmælda alveg niður að sjó, þá er jeg hálfsmeikur, um að eitthvað búi undir. Vitanlegt er það, að maður þessarar konu hefur botnvörpuútveg, og liggur þá ekki fjarri að ímynda sjer, að hann ætli máske sjálfur að óyggja þar hafskipabryggju.... Það er alm«it álit hjer í bænum og enda víða út um land, að þessi maður hafi, bæði með • veisluhöldum og öðru, svo mikil áhrif á þingmenn og æðstu embættismenn landsins, að hann hafi þá nálega í vasanum. Jeg tek þetta fram af því að álitið er svona og jeg vil gjarna að það sjáist í Þingtíðindun um. Jeg er sem sagt hræddur um, að ef þetta frv. verður samþykt, þá muni það mælast þannig fyrir, að svo og Til frekara skilnings á þessum um- mælum, er rjett að geta þess, að það var á þessu ári öndverðu að útgerð- arfjelag það, er Vídalin var talinh fyrir, hóf framkvæmdir sínar. Hafði það sex togara enska og var fyrst í ráði að þeir legði afla sinn í land á Akranesi. En sendur var hingað mað- .. Jón Vídalín ^ fc.. — ur til þees að athuga staðhætti, og leist honum þá best á að fá bækistöð fyrir útgerðina á Kleppi. Gaf bærinn kost á lóð þar undir fyrirhuguð mann- virki, en þau voru hafskipabryggja, viðgerðastöð, (skipakví), fiskgeymslu hús, áburðarverksmiðja o. s. frv. En ekkert varð úr þessum framkvæmdum og keypti Vídalín (eða útgerðarfje- lagið) þá verslunarhús Knudzons í Hafnarfirði. Helga kona Vídalíns var dóttir J. P. T. Bryde stórkaupmanns í Kaup- mannahöfn. Þótti það meðal annars grunsamlegt að hún skyldi biðja um að fá Batteríiö keypt til að byggja þar, en ekki maður hennar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.