Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9G- barnaskólans og sjálf matreitt handa sjer á prímus. Báru þau allmikla þykkju til lar.d- fógeta, sem hefur risnuf je, allríílegt og bústað mikinn og ríkmannlegan, en það skal þó sagt honum tjl afsök- unar, að hann var að flytja alfarinn til Danmerkur þetta sumar. Skömmu eftir að læknirinn var kom inn á skipsfjöl, voru landfestar leyst- ar, segl sett cg stefnt til norðurs gegnum sundið Vajgat, sem skilur Diskó eyju frá Núgssúak skaga. — Hunda höfðum við enga keypt í Jakobshavn þar eð þeir, sem voru til sölu, áttu að kosta of fjár. Það varð þó, stutt útivist, því aftur var lagt að landi samdægurs við versl unarstaðinn Ritenbænk. Hjer skyldi taka verslunarstjórann í Thule, Hans Nieísen, með konu, barni og kenslu- konu. Auk þess skyldu leiðangursf je- lagar okkar 2, sem farnir voru á undan til Grænlands, bætast hjer í hópinn. Voru nú flet okkar fjelaga imdír tröppunum niður tekin. og kom þá í Ijós að klefi mikill, fullur af mat- vælum, var þar á bak við. Var nú orðið nóg rúm fyrir matvæli þessi ann ars staðar. Skyldi nú læknirinn, versl- unarstjórinn, frúr þeirra, hjúkrunar- konan, kenslukonan og krakkar bæði fæddir og ófæddir byggja klefa þenn- an. Leiðangursmönnum öllum var komíð fyrir í kompu einni við hlið- ina á matvælaklefanum. Var mjög spénnandi að sjá nágranna okkar koma sjer fyrir í klefa sínum. Hillur allar voru fyltar með blómskálum, snyrtitækjum, tannburstum, raktækj- um o.s.frv., en gólfið var fult af tösk- um og kössum. Læknirinn og verslun- arstj. urðu 'að bíða á þiljum uppi, með an konur gengu til náða og vera á bróttu í býtf á morgnana. Ritenbænk er mjög lítill verslunar- stáður á eyjú einni og er hann mjer minnisstæður fyrir tvent: mývarg og borgarís. Víbe og jeg hugðumst fara gönguför um eyna í kvóldkyrðinni en máttum snúa aftur hið skjótasta. — Loftið var þykkt af mývargi. í sund- unum milli eyjanna utan við Riten- bænk voru margir og miklir ísjakar, sem strandað höfðu þar. Varð mikil þræta og síðan veðjað um það, hve hár einn þeirra, sem stóð skamt frá skip- inu, væri. Sögðu sumir að hann væri um 10 m., en aðrir að hann væri yfir 70. m. Varð það úr að skipstjóri mældi hæð hans og reyndist hún að vera 46 m. Mun erfitt að gera sjer í hugar- lund stærð jaka þessara, þegar tekið er tillit til þess, að hjer um bil 8/9 hlutar þeirra eru undir yfirborðinu. ☆ SÍÐLA kvölds var haldið af stað frá Rítenbænk og stefnt í vestur til Krutd ligssat, en það er kolanámubær Græn- lands. Stendur hann við Vajgattet á norðurströnd Diskóeyjar. Ströndin er hjer lág og sendin og höfn engin. Dískó og Núgssúak skagi eru gerð af alt öðrum jarðlögum en aðrir hlutar vestur Grænlands. Hingað til hafði grágrýti, granít og gnejs, sett svip og lit á landið. Nú komu skvndilega blágrýtislög í brúnum fjallanna, en neðan undir þeim gat að líta gul, rauð og brún leirlög. Niðri við sjávarmál gægðist þó gnejsið, grátt og ömur- legt víða fram undan á annesjum. Milli leirlaganna liggja hjer viða surt- arbrands- eða brúnkolalög. Kolin eru nokkuð góð og er jafnvel hægt að nota þau sem eimkol. Klaki er þó í jörðu árið um kring en þó all-erfitt að grafa kolin, vegna þess hve leir- lögin eru laus í sjer. Hefur því verið tekin upp sú aðferð að grafa kolin á veturna og skipa þeim út á sumrin. Námugöngin eru notuð fyrir íshús á sumrin og geyma þorpsbúar þar mat- væli sín. Á veturna þarf ekki neitt ís- hús. Krutdligssat er allstórt þorp með um 800 íbúum, og enda þótt Græn- lendingar væru einnig skítugir hjer, þá mátti þó greinilega sjá á þeim, að þeir voru betur búnir en nágrannar þeirra í Rítenbænk og Jakobshavn. Við lágum nokkra daga í Krutdligs- sat og skyldi taka hjer mikið af far- angri leiðangurs okkar, sem sent hafði verið með stærra skipi hingað. Voru þar á meðal tveir 18 feta vjelbátar, nýir. Fórum við fjelagar strax að reyna þá. Reyndist ómögulegt að koma þeim í gang og leituðum við hjálpar yfirvjelstjóra „Sverðfiskjar- ins“. Skildi hann aðra vjelina að ögn fyrir ögn en fann ekkert við hana að athuga. Tók það hann heilan sólar- hring að koma henni saman aftur. Loks kom það upp úr kafinu, að fje- lagar mínir, Manni og Tróelsen, höfðu blandað bensínið með steinolíu, en vjelar þessar gátu aðeins farið í gang með bensíni, en gengu svo fyrir steinolíu eða sólarolíu, þegar bær voru orðnar heitar. Var nú helt óblönduðu bensíni á annan olíugeyminn og fór vjelin strax í gang. Höfðum við nú hina bestu skemtun af bátum okkar, til veiðiferða og könnunarleiðangra með ströndum fram. ★ KVÖLD eitt síðla er við 3 fjelagar komum heim úr einni slíkri ferð, var runninn á stinningskaldi á vestan og sjór nokkuð úfinn, en eins og fyr get- ur er höfn engin við þorp þetta. — Skyldi leggja vjelbát okkar við lás- f jötur einn nokkuð austan við „Sverð- fiskinn". Við fórum að landi og báðum Grænlending einn að lána okkur kænu sína, sem þar var í fjörunni, til þess að róa til skipsins frá bátalegunni. Var það strax heimilt og fór drengur einn með, sem skyldi fara með bátinn í land frá skipinu. Fengum við nú lagt vjelbáti okkar og ýttum frá í pramm- anum. Kom þá í ljós, að tvö efstu hliðarborð kænunnar voru brotin, ræði voru engin og hvergi hægt að stöðva ár ef tifróa skyldi. Komumst við við illan leik að ísjaka einum og var kænan þá að sökkva undir okkur. Hjengum við þar þar til hjálp barst frá skipinu. Höfðu skipverjar í byrjun skemt sjer vel við að sjá til okkar, en miður eftir að við hurfum á bak við jakann og komum ekki fram aftur. Loks voru vjelbátar okkar teknir á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.