Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 11
LESBÖK MOBGUNBLAESTNS 103 upp í Himnaríki um morguninn og einn fór þangað um kvöldið, eða ætl- aði þangað, væri rjettara að segja. Hann lagði upp frá Skíðaskálanum í Jósepsdal kl. 10,30, þrátt fyrir að menn töldu það óráð vegna óveðurs, en náunginn, sem var ættaður austan úr Flóa, og því af hetjum kominn langt fram i ættir, setti undir sig hausinn og þrammaði á móti veðrinu inn Jósepsdal. Þetta var ekki hans fyrsta ferð til Himnaríkis. Honum gekk ferðin vel inn dalinn og senni- lega upp Bláfjallagilið (milli Jóseps- dals-skálans og Himnaríkis er venju- lega klukkutíma ferð). Þegar hann kom upp úr gilinu var veðrið alveg kolvitlaust, en það átti að vera hægð- arleikur fyrir kunnugan að rölta það- an og til Himnaríkis, sem er að eins 10 mín. gangur. Hann reyndi að setja á sig rjetta stefnu því honum var um- hugað að komast sem fyrst heim í hlýjan kofann og blessað kaffið. Og svo gekk hann og gekk, rýndi út í hríðina í von um að sjá ljós í glugga, og á þessu gekk þar til kl. 2 um nótt- ina að hann ákvað að spenna af sjer skíðin og láta fenna yfir sig, bíða birtu. Klukkan 8 um morguninn rofaði til. Það tók hann að eins 3 min. að ná skálanum, bælið hans var næstum fast við túngarðinn. — Hann opnaði hurðina gætilega, til að vekja ekki þá, sem fyrir voru, enginn átti að fá að vita um þessa hræðilegu útreið. Jeg skil það ekki þann dag í dag, að jeg skyldi láta mjer detta það i hug að fara að kveikja á kertisstubb, því að við það vaknaði einn og síðan hinir. Mest höfðu þó strákarnir gaman af því að sjá bælið mitt, þar sem jeg hafði íátið fyrirberast um nóttina. Já, minningarnar frá litla ríkinu i Bláfjöllum eru margar, það eru ljúf- ar minningar um góða fjelaga, sern lífguðu upp tilveruna, sem smituðú frá sjer með Sír.u áhyggjulevsi og lífs- gleðí, sem hugsuðu sig sjaidan lengl um þegar minnst var á ferð tii fjalla, hvort heldur um var að ræða djarfa og hressandi skíðaferð um Vatnajökul þve~an og endilangan eða stutta heimsókn til fjallanna bláu, sem stöð- ugt ijóma fyrir hugskotssjónum mín- um. Mjer leið best þegar jeg var burtu úr borginnl, innan um hrjúfa og stórbrotna • náttúruna, þar sem maður gat mallað sinn graut og spænt upp í sig án þess að þurfa að sperra litla fingur út í loftið, til merkis um að maður væri siðaður eins og hinir. Og þó jeg viti að áhugi minn fyrir útiiífi muni dofna eitthvað frá því sem var, þá vona jeg að hann yfir- gefi mig aldrei með öllu. Móðir mín vár vön að segja, að jeg væri heldur viH'rnsr, en að það ■" •* ’e he^ar færi - d cO iielgunum, helgarnar hefi jeg líka ætíð talið til dásemda þessar- ar tilveru. Jeg er ekki viss um að Bláfjöllin sakni mín eins mikið og jeg þeirra, þó bið jeg ykkur að skila kveðju frá mjer, -— og gleymið ekki að klappa Himnaríki að utan. Köbenhavn, í febrúar 1948. Hjeöinn. 75 dra Ljóöa fálan liek viö Pál Ijett og hál í bragöi, því var bál í þinni sál þegar ála lagöi. Há þó Elli hœrugrá hcclum skelli sínum, bregöur keVu aö berjast á Jirega-velii hínum. IÍJÁLMAR frá iiofi. <í------------------------<s> Barnahjal Þetta er fyrsti vetur Stínu litlu í skólanum. Hjerna um daginn sagði hún okkur frá því að hún og Minna, vinstúlka hennar, hefðu engan frið fyrir strákunum í frí- mínútunum. „Hvernig stendur á því?“ spurði pabbi hennar. „Þeir vilja altaf vera að kyssa okkur“, sagði Stína, „og þeir kyssa mig, en Minnu aldrei. Hún hleypur undan þeirn".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.