Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 1
w 14. tðlublað torgmtfi'fodðtii* Sunnudagínn 13. apnl 1918. XXIII. árgangur Arni Ola: DANSKIR LÖGREGLUÞJÓNAR ÞEGAR Reykjavík fekk kaupstaðar- rjettindi var gefið fyrirheit um það að hún kynni síðar að fá sín eigin yfirvöld. En þetta drógst þó fram til 1803. — Þá fanst dör.sku stjórr.inni Reykjavík vera orðin svo stór, að kominn væri tími til þess að ge a hana að sjerstöku lögsagnarumdæmi og láta hana fá sitt sjerstaka yfirvald. Var þá gefinn út konungsúrskurður um það, að hjer skyldi vera sjerstak- ur „býfógeti", en af sparnaðarástæð- ¦ um var svo fyrir mælt, að hann skyldi jafnframt gegna sýslumannsembætt- inu í Gullbringu og Kjósarsýslu. Það helst þó ekki nema í þrjú ár, því að þá var sýslumannsembættið tekið und- an, en sameinuð embætti landfógeta og bæjarfógeta. Jafnframt skipun bæjarfógeta var ákveðið að hann skyldi hafa tvo lög- regluþjóna sjer til aðstoðar. Bæjar- fógetinn átti að hafa 300 rdl. í laun á ári, en lögregluþjónarnir 150 rdl. hvor. Og til þess að gera þá sem valds- mannlegasta voru þeim fengin dönsk einkennisklæði. Voru búningar lög- regluþjónanna rauður kjóll með græn- um kraga. Ekki var verið að hugsa um það að fá íslendingum þessar stöður í hend- ur. Var hingað sendur 25 ára gamall í REYKJAVÍK Dani. Rasmus Frydensberg, sem bæj- arfógeti. Var hann að vísu lögfræðing- ur og haíði verið ritari í Rentukam- meri, en kunni ekki orð í íslensku og var með öllu ókunnur íslenskum hátt- um. En honum vildi það til happs að hann fekk Finn Magnússon (síðar prófessor) fyrir skrifara og var Finn- ur hans önnur hönd í embættisrekstr- inum. Með Frydensberg voru sendir hing- að tveir danskir menn, sem skyldu vera fyrstu lögregluþjónar hins nýa kaupstaðar og höfuðborgar á íslandi. Þeir skildu heldur ekki orð í íslensku. Annar þeirra hjet Ole Biörn, en hinn ^ilhelm Noldte. Höfðu báðir verið undirliðsforingjar í hernum. Wilhelm Noldte Um hinn síðarnefnda er það að segja að hann var skósmiður og skip- aður beint með tilliti til þess, vegna þe«s að hjer var þá enginn skósmið- ur er heitið gæti. Mun hann jafn- framt embættisverkum sínum hafa átt að sóla skó hinna dönsku kaup- manna hjer. Noldte hafði góða vitn- isburði, en svo brá við þegar hann var hingað kominn, að hann lagðist í ó- skaplega óreglu og drykkjuslark, svo að hann gat ekki gegnt sýslan sinni. Kvað svo ramt að þessu að Frydens- berg varð að reka hann upp úr nýári 1804 og var hann sendur utan sum- arið eftir. Ole Biörn Ole Biörn var roskinn maður, kom- inn á sextugsaldur. Hann hafði verið undirliðsforingi í 20 ár og aldrei kom- ist hærra. Hann var hinn mesti ó- reglumaður og svolamenni og illa þokkaður af ísleridingum. Jafnframt lögregluþjónsstöðunni var hann gerð- ur fangavörður og var jafnan mjög hrottalegur við fangana.' Árið 1809 barði hann einn fangann svo misk- unnarlaust, að hann beið bana af. Ekki varð það til þess að auka vin- sældir lögregluþjónsins, en ekki var honum refsað fyrir þennan glæp, því að tukthússtjórnin bað honum vægð- aar og með það var málið látið falla niður. Hann Ijet af embætti árið 1814 og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.