Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 4
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS 448 þingaði um málið í Kópnvofji hinn 14. nóvember. Dómurinn nuin nú glataður og málið hefur aldrei kom- ið íyrir Alþingi. En dómsniðurstað- an var sú að Steinunni skyldi drekt. en Sigurður höggvast og höf- uð hans sett á staur. Bæði skyldu þau svo dysjuð við almannaveg. Þennan dóm staðfesti Páll Beyer í nafni Christian MLillers amtmanns daginn eftir, og sama dag voru þau bæði líflátin. Sigurður var höggvinn skamt frá túngarði. norð- ur frá þinghúsinu, en Steinunni var drekt í Kópavogslæknum. Er sagt að þau hafi bæði fengið góða iðran og skilið vel við. Voru þau síðan dysjuð og ijet Páll Beyer setja höf- uð Sigurðar á staur við dys hans. Síðan hefur enginn maður verið höggvinn í Kópavogi. En það er af síra Þórði Konráðs- syni að segja, að prófastur rann- sakaði mál hans. Skýrði prestur vandlega frá öllum atburðum og kvað sig alls ekki hafa grunað neitt annað en að druknun Sæmundar hefði verið slys. „En hafi 'jeg eitt- hvað óvarlega gert bið jeg yfir- valdið virða það til vorkunnar“. segir hann að lokum. Er svo að sjá, sem ekki hafi orðið meira úr þessu. Þórður helt prestskap og andaðist á Mosfelli níu árum síðar (1713). Heimildir að þessari frásögn er Vallaannáll og nokkur brjef, sem geymd eru í Þjóðskjalasafni. Ann- álinn ritaði síra Eyólfur Jónsson á Völlum í Svarfaðardal. Hann var sonur Jóns Eyólfssonar sýslumanns í Gullbringusýslu og var heima hjá foreldrum sínum í Nesi við Sel- tjörn árið 1704, og hefur bví manna best getað sagt frá þessu máli. Hann getur þess í sambandi við aftÖkurnar að þær hafi farið fram á öðrum stað en venjulegt var. „Var fyrrum höggvið uppi á hálsinum, en drékt í Éllíðaá syðri.“ í ritgerð eftir próf. Matthías Þórð arson í Árbók Fornleifafjelngsins 1829, er nefnist „Nokkrar Kópa- vogsminjar“, hyggur hann að háls- inn, sem Eyólfur talar um, sje Arn- arnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesh.áls). Nokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tek- inn hafi verið af fyrir einhvern . glæp, en M. Þ. þykir líklegra að bar liggi Hinrik Kules, þýskur maður, sem tekinn var af lífi fyrir morð á Bessastöðum sjálfa jólanóttina 1581. Á norðanverðum hálsinum er önnur dys, sem munnmæli ganga um að sje dys Steinunnar frá Ár- bæ og segir M. Þ. að það sje ekki að fortaka. En dys Sigurðar hygg ur hann helst að sje norðan við Kópavogslækinn, skamt fyrir ofan veginn, sem nú er. Þar eru fjórar dysjar, tvær og tvær saman og ber mjög lítið á efri dvsjunum. Annars verður ekkert sagt um það með vissu, hvar þau Sigurður og Stein- unn hafa verið dysjuð. Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arn- arneshálsi. Sumar dysjarnár munu vera horfnar. En gllar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kast- að að þeim grjóti. Dómendur þeirr- ar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, héld- ur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða saka- menn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum fram- liðnu með því að kasta að þeim grjóti. Sakarefni þeirra Sigurðar og Steinunnar var svo, að því er ekki bót mælandi. Og þó--------. Það er enginn efi á því að meiru hefur um ráðið einfeldni þeirra heldur en grimmd eða glæpahneigð. Þau höfðu lagst á hugi, þótt aldursmun- ur væri mikill, en hjónaband Stein unnar stóð í vegi fyrir því að þau mætti njótast. Þá var ekki hlaupið að því að fá hjónaskilnað, allra síst fyrir alþýðufólk.Strangleiki laga og siðar batt hjónin saman, hvernig svo sem um sambúð þeirra var. Dauðinn einn gat gert breytingu þar á, og það voru fleiri en þau Sigurður og Steinunn sem álitu það æskilegt að flýta fyrir dauða maka, og gerðu sjer ekki grein fvrir því að það væri glæpur. Fáfræði og rangsnúinn hugsunarháttur gerðu slíkt fólk að leiksoppi og fórnar- lömbum tilfinninganna. Nú fer að byggjast á þeim slóð- um, þar sem Kópavogsdysjarnar eru. Hús rísa upp og heimili verða stofnuð þar sem dysjarnar standa. En þeir sem byggja þarna verða að tilkynna Þjóðminjaverði áður en þeir hrófla við dysjunum. Ekki til þess að vjer getum skeytt skapi voru á beinunum, því að nú er öldin önnur en áður var. En dysj- arnar ber að athuga, og síðan má fara með beinin í kirkjugarð til marks um það að nútíðin hefur tek- ið þetta ógæfufólk í sátt. A. ó. ÍW ^ íW ^ Eldspýtur sem ekki logar á. Á stríðsárunum fundu vísinda- menn í Kanada upp nýar eldspýtur, sem nú nýlega eru komnar á mark aðinn. Á þeim er stærri haus en á venjulegum eldspýtum og í hon- um framleiðist hiti, sem er svo mik ill að hann getur kveikt í, án þess að logi á eldspýtunni sjálfri. Þessar nýu eldspýtur má nota alls staðar, jafnt úti sem inni, jafnt í grenj- andi roki og blæja logni. Er sagt að þessi uppgötvun muni þvkja jafn merkiieg og hin þegar fyrstu eldspýturnar komu á markaðinn 1827.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.