Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 10
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS [ 454 þavna á loið um. Nú ríðum við um stund eftir aurum Geirlandsár og komum á víðáttumiklar mýrar kringum Lauffell, enda draga þær nafn af því og heita Lauffellsmýr- ar. Við áuna hestunum og fáum okkur bita við grjóthól einn vestan urjdir Lauíielii, sem nefndur er KofahólL í honum eru rústir af gömlum leitarmannakofa sem nú er ekki lengur notaður. Sunnan undir honum mótar fyrir tóftum af mjög litlu húsi. Það eru rústir af gömlu eldhúsi, því að þessi kofi hefur ekki einungis verið notaður af safnsmönnum í fjárleitum held ur hefur heyskaparfólk iíka legið hjer við enda þótt þetta sje langt frá byggð, inni á afrjetti. Síðast mun hafa verið heyað hjer sum- arið 1918. Þá var grasleysi mikið bæði á túnum og útjörð og tóku þá sumir bændur það fangaráð að leita alla þessa leið til heyskapar. En langur þætti sá heybandsvegur nú á dögum og seintekinn heyfengur á öld hraðans og vjelanna. Eftir stutta dvöl í Kofahól er aft- ur haldið af stað og eftir drykk- langa stund komum við að Hellisá, allmiklu vatnsfalh sem kemur aust an úr svonefndum Hellisárbotnum og rennur fyrir norðan Geirlands hraun, fram hjá Leiðólfsfelh og vestur í Skaftá. Þegar yfir hana er komið, ríðum við eftir sljettri og ávalri melbungu, sem heitir Öldu- sker og austan við það heita Ámundabotnar, mýradrög með poll um og seftjörnum og nú fer að styttast í áfangastað — sæluhúsið í Blágiljum. Það hefur verið austan gola og njóðkalt um daginn, en nú er komið hvítalogn, og það er dá- samlega rólegt og fagurt þarna inni á öræfum þetta septemberkvöld. Hnígandi kvöldsóhn gyllir jöklana báða — Mýrdalsjökul í vestri og Vatnajökul í austri og í norðri blas ir við dimmblár mikill og einkenni legur fjallaklasi með mörgum, hvössum hnjúkum og tindum. Lengst sjer til Kirkjufells á Fjalla baksvegi, rjett fyrir sunnan Kýl- inga, en miklu nær sjást ýms fjöll á afrjetti Skaftártungumanna — Skæhngar, Gjátindur, Uxatindur o. fl. En einna hæst ber Sveinstind, sem Þorv. Thor. neíndi svo eftir Sveini lækni Pálssyni þegar hann var á ferð um þessar slóðir sumar ið 1893. Sveinstindur er syðsti hnúk urinn á Fögrufjöllum mjóum og háum fjallarana. sem liggur fyrir sunnan Langasjó en norðan Skaft- ár, alveg norður í Vatnajökul. í norðaustri og austri sjáum við Varmárfell, sem felur Laka fyrir okkur hjeðan að sjá, Blæng og Miklafell á Austur-Síðuafrjetti. Náttstaður. Þegar við komum í Blágil var að byrja að skyggja. Sæluhúsið er ágæt vistarvera og rúmgott. Flestir hestarnir geta staðið inni í því og uppi yfir þeim er loft þar sem við sofum. Við sprettum af hestunum og hýsum þá sem inn komast Hin- ir verða að standa úti í rjett, sem bvggð hefur verið þarna skammt frá. Það kemur sjer vel að veðrið er þurt og gott. Við búum um okk- ur á loftinu. Árni í Selinu, um mörg ár kaffihitunarmaður í afrjettar- ferðum, gegnir störfum sínum af mikilli prýði. Hann sækir vatn, kveikir á olíuvjelinni, það hvín notalega í katlinum hjá honum og kaffiilminn leggur fjurir vit okkar. Á kaffinu er hjer enginn hörgull þrátt fyrir alla skömmtun. Nú taka menn til nestis síns. Allir eru vel byrgir. Aðalmaturinn flat- kökur, smjör og nýtt kjöt, því kind hefur verið slátrað á hverjum bæ fyrir safnið í nestið handa fjall- ferðamanninum. Margt er skrafað í kofanum. Einkum ber á góma af- rjettarferðir fyrr á árum, sem menn hafa tekið þátt í, lent í ófærð og illveðrum, eltingaleik við óþæg- ar kindur o. s. frv. Svo er skrafað um verðlagið á afurðunum, tíðar- farið og afkomuna, en brátt dvína allar samræður, og svefninn sigr- ar einn af öðrum. Allir vita að snemma verður vakr.að. Við þurf- um að vera komnir á þær slóðir sein byrja á að smala um það bil, sem sauðljóst er orðið að morgni. Fagur liaustmorgun. Það er um kl. 4 sem þeir fvrstu vakna. Við ætlum okkur nægan tíma, því að bjart er ekki orðið fyrr en kl. 7. Við fáum okkur bita og kaffisopa og stingum nesti fyrir daginn ofan í hnakktöskur og leggj um á hestana. Úti er tunglskin og stjörnubjart, jörðin þakin hrími og frostmóða yfir láglendi. Það ætlar að verða besta smalaveður í dag. Við höldum inn hraunröndina inn með Galta norðanverðum og áum hestunum þar í grasteygingum. Þeir rífa í sig grasið af mikilli á- fergju. Þeir eru svangir eftir ferða lagið í gær og innistöðuna um nótt ina. Nú er senn orðið fullbjart, og við sjáum kindur á mikilli ferð inn eftir Galta. Það eru sauðir skjarrir, sem tekið hafa til fótanna þegar þeir verða varir við ferð okkar. En við erum vel ríðandi og komumst fljótt fyrir þá og getum snúið þeim við. Og nú röðum við okkur á plássið, sem við eigum að smala. Eldhraunið er á aðra hönd, Hellisá á hina, en milli þeirra eru ávalar hæðir, lækjardrög og víðlendar mýrar — ágætt land, auðvelt til smölunar. Þegar við komum suður af Galta kemur sólin upp yfir Vatnajökli. Það er mikil fegurð, sem ber fyrir augu okkar þegar fyrstu geislar hennar gylla jökul inn og hrímguð jörðin merlar í morgunroðanum. Við manneskjurn ar förum áreiðanlega mikils á mis með því, hvað við sjáum sjaldan sólarupprásina. Maðurinn yrði held jeg áreiðanlega betri a. m. k þann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.