Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 6
450
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Halldóri sje enn ríkast í huga afdrif
þess merkissafns, sem hann hefur
byggt upp og þjónað svo vel um
heilan mannsaldur.
„Jeg haíði það fyrir reglu fyrst
framan af“, sagði Halldór, ,,að
kaupa altaf allar bækur, sem gefn-
ar voru út á íslandi og einnig all-
ar þær bækur, sem gefnar voru út
erlendis og snertu að einhverju
leyti ísland og íslenska menningu.
Nú eru íslenskar bækur hinsvegar
orðnar svo dýrar og bókaflóðið svo
stórkostlegt heima, að fjárráð safns
ins leyfa ekki lengur, að þessi regla
sje viðhöfð um bókakaupin.
Síðustu árin hef jeg bara orð-
ið að velja úr það helsta, sem kom-
ið hefur út heima“.
Halldór hefur verið afkastamik-
ill rithöfundur, jafnframt því, sern
hann hefur stundað prófossors- og
bókavarðarstarfið. Hann hefur t. d.
skrifað 31 árgang af Islandica, tíma
riti um íslenskar bókmentir, sem
Cornellháskólinn hefur gefið út allt
frá því, að Fiskesafnið var opnað í
Cornell. Á meðal þeirra bóka, sem
Halldór hefur þannig gefið út eru
margar og merkilegar bókaskrár,
Eggert Ólafsson, Vínlandssögur,
Þorgilssaga og Hafliða, Lof lýginn-
ar, eftir Þorleif Halldórsson og
fleiri bækur.
En þrátt fyrir þetta merka bók-
mentastarf Halldórs er það mál
margra manna, að merkasta starf
Halldórs sjeu hinar geysi miklu ís-
lensku bókaskrár, sem hann hefur
tekið saman og gefið út í Ithaca.
Skrár þessar hafa komið út í þrem
stórum bindum. Fyrsta bindi kom
út árið 1914, annað bindi 1927 og
þriðja bindi 1943.
Skrár þessar eru einu íslensku
bókaskrárnar í heiminum, sem
standast samanburð við t. d. Biblio
teca Daníca, Biblioteca Nordica og
fleiri slíkar bókaskrár, sem flest öll
lönd hafa lagt áherslu á að vanda
sem mest
Áður er Halldór samdi þessar
miklu skrár sínar var ekki til neln
heildar bókaskrá yfir íslenskar
bækur. Hefði Halldór ekki unnið
þetta verk væri sennilega enn eng-
in bókaskrá yfir íslenskar bækur
utan þeirrar, sem Olaf Klose samdi
yfir íslensku bækurnar í bókasöfn-
unum í Kiel, Hamborg og Köln,
því heima hefur þetta þarfaverk
aldrei verið unnið. Halldór hefur
því raunverulega lagt grundvöll-
inn að íslenskri bókfræði með þess-
um bókaskrám sínum.
Annað merkisverk, sem Halldór
hefur samið er um lýstu handrit-
in á miðöldunum. Með því verki
gerði hann tvennt í senn: skrifaði
íslenska listfræði yfir miðaldirn-
ar og safnaði saman á einn stað
helstu sýr.ishornum úr íslenskum
bókaskrevtingum á miðöldunum.
Sem dæmi um það, hversu full-
komið Halldór hefur gert Fiske-
safnið má geta þess að dr. Stefán
Einarsson skrifaði allt 33. bindi
Islandica (History of Icelandic
Prose Writers 1800—1940) í Fiske-
bókasafninu í Cornell. Hann þurfti
lítið að leita út fyrir landsteina
Bandaríkjanna um heimildir að
þessu mikla riti sínu. Undir hancl-
leiðslu Halldórs hafði Fiskesafnið
eignast öll þau heimildarrit, sem
yfirleitt var hægt að fá um þetta,
sem önnur íslensk efni.
„Mjer þykir bara verst“, sagði
Halldór áhyggjufullur, „hvernig
hvorfir um framtíð safnsins nú
orðið. Dýrtíðin heima á íslandi er
svo óskapleg, að það er ekki viðiit
að reka saínið á sama hátt og áður.
Árstekjur safnsins til bókakaupa
eru ekki nema 320 dollarar, en það
nægir ekki einu sinni til brýnustu
bókakaupa, hvað þá heldur að hægt
sje að kaupa allar bækur gefnar út
á íslandi eins og jeg gerði fram
tii ársins 1930“.
Annað dæmi um fullkomleik
Fiskesafnsins er það, að prófessor
Richard Beck hefur að miklu leyti
notað bækur frá safninu við samn-
ingu 34. bindis Islandica (History
of Icelar.dic Poetry 1800—1940),
sem væntanlegt er á næsta ári. Þá
hefur safnið altaf lánað öðrum há-
skólabókasöfnum mikið af íslensk-
um ritum við ýms tækifæri, svo
segja má, að það sje miðstöð ís-
lenskrar menningar utan íslands
sjálfs og gegni hjer engu þýðingar-
minna hlutverki fyrir umheiminn
en Landsbókasafnið gegnir heima
fyrir okkur íslendinga.
„Bóksalafjelag íslands hefur sýnt
safninu mikla velvild“, sagði Hali-
dór. ,,Nú selja þeir okkur allar
bækur sínar fyrir hálfvirði. En
þetta er bara ekki nóg nú orðið.
Ef safnið á að vera jafn fullkom-
ið og það hefur verið þarf það að
tryggja sjer meiri peninga til bóka-
kaupa eða auðveldari leið til að afla
sjer bóka“.
í þessu sambandi má geta þess,
að í fyrra kom til tals að Lands-
bókasafnið fengi 12 skyldueintök af
hverri einustu bók, sem gefin væri
út á íslandi. Skyldi safnið og menta
málaráður.eytið síðan ráðstafa
þeim eintökum, sem það þyrfti ekki
að nota siálft. Næði þetta fram að
ganga gæti kannske Fiskesafnið
fengið eitt eintak og þá væri því
borgið í nútíð og framíð. Það
mundi halda áfram að vera það,
sem þeir Fiske og Halldór vilja að
það sje: útvörður og mentalind ís-
lenskrar menningar í Vesturheimi.
^
Sætt, sætt, dísætt.
í Hollandi og í Bandaríkjunum er
nú farið að framleiða sætuefni, sem
er 4100 sinnum sætara heldur en
reyrsykur og nær 8 sinnum sæt-
ara heldur en sacharin. Það var
hollenskur efnafræðingur, P. W.
van de Weyden, sem fann það upp.
Að því er ekkert bragð, annað en
sætubragðið, og það skilur ekki
eftir neinn keim.