Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 13
I .ESBOK MORGUNBEAÐSTNS 457 þessum slóðum, koma þó við oí? við fram í blöðum þeirra og stjórnar- valdabirtingum ýmsar upplýsinR- ar, sem benda til þess. Það eru nú t. d. upplýsingar um fólksfjöldann. Mansvetov segist hafa dregið saman hingað og þang- að upplýsingar um það, að Rúss- um hafi fiölgað þar stórkostlega og þeir beri ægishjálm yfir lands- menn sjálfa. Fram til skamms tíma var aðeins ein borg í land- inu, ef borg skyldi kalla. Hún heit- ir Kyzyl cg þar voru 2000 íbúar. Þá voru þar engir Rússar. Þeir, sem þá áttu heima í Tuva, voru búsettir í norðurbjeruðunum. Nú er þetta breytt, samkvæmt opinberum skýrslum ráðstjórnar- innar. Nú er Tuva skift í 17 sveita- kjördæmi og fjögur borgakjör- dæmi (Kyzil, Chadon, Turan og Shagonor) Helstu staðirnir í sveiía kjördæmunum eru kallaðir þorp. „Þetta þykir mjer undarlegt“, segir Mansvetov í „The Russian Review“, því að það var ekki kunn- ugt að eitt einasta þorp væri til í þessu hirðingjalandi“. Eftir þessu að dæma hafa því á seinustu árum risið þarna upp þorp og borgir, og það getur ekki stafað af öðru en því, að fjöldi Rússa hafí verið fluttur þangað, og sennilega eru þeir nú orðnir þar fjölmennari en landsbúar sjálfir. Það eru líka til fleiri upnlýsing- ar, er benda til hins sama. Til dæm- is er það kunnugt að nú eru hafn- ar skipaferðir á ám og vötnum í Tuva. Hvernig komust þessi sk'p þangað? Tvær leiðir eru til. Ann- t að hvort hafa þau verið flutt þang- að í biitum, eða þeim hefir verið siglt upp eftir Yenessei ánni. Hafi þau verið flutt landveg, var það ekki hægt með öðru móti en því að járnbrautir væri komnar, og þá sjest að Rússar hafa lagt járn- brautir, sem enginn veit um, yfir eyðimerkur, fjöll og firnindi. Hati þeim verið siglt upp eftir Yenessei-^ ánni, þá þurfti fyrst að gera hana skipgenga. Fregnir hafa borist um það, að stórar rafmagnsstöðvar hafi ver.ið reistar í Tuva, og aðrar sje í smíð- um. Þær nota ýmist vatnsorku eða kolakyndingu. Fregnir af vísindalegum leið- angrum á þessum slóðum, gefa og í skyn, að þar sje komnir bílvegir í staðinn fyrir fjárgötur hirðingj- anna. Ekki er farið jafn dult með frjett- ir af landbúnaði þarna. Samkvæmt opinberum skýrslum eru 15 miij. ekra af ræktanlegu landi. Stjórn- arbú og samvinnubú hafa risið þar upp hópum saman og það er gort- að af því að hvergi í Rússlandi sje notað meira af jarðyrkjuvjel- um en þar. — Það er kunnugt, að árið 1946 voru gerðir út 32 stórir flokkar og fimm leiðangrar til þess að rannsaka námur á þessum slóðum. Meðal rannsóknarmannanna voru fær- ustu sjerfræðingar Rússa í verk- fræði, nárnufræði og öðrum vís- indum. Ef Rússar hafa komið sjer upp kjarnorkustöð, þá benda allar lík- ur til þess að hún sje í Tuva, og hvergi annars staðar, enda eru þar flest skilyrði til þess. Þarna eru uranium námur og ágæt skilyrði til iðnaðar í stórum stíL Landið er einangrað af náttúrunnar hendi, og hvergi í Sovjetríkjunum eru betri skilyrði til varnar í stríði heldur en þar. Má svo segja að hvorki sæ hægt að komast þar að á landi nje í lofti til árása. V iv V Bamahjal Kalli og Jónsi sátu saman í skólanum, annar siö.ára. hinn átta. Einu sinni rietti Kalli upn hendina og kennarinn spurði hvað hann vildi vita. Þá sagði Kalli: „Ef einhver lofar stúlku hiisi, kappsiglinga báti og bíl, og lofar líka að giftast henni, en hættir við alt saman, getur hún þá lögsótt liann fvrir trvgðrof?11 Kennarinn hristi höfuðið. „Nei, það er ekkert hægt að hafa á því“, sagði hann. Þá hnipti Jónsi í Kalla og sagði hróðugur: „Hvað sagði ieg þier? Jeg sagði að bú bvrft ir ekki að vera hræddur!“ ★ Nokkrum fátækum börnum hafði verið boðið á heimili um jólin. Þar var píanó, og þau söfn- uðust um það og hömuðust á nót- unum allt hvað af tók, og það var Ijóta gargið. Eftir dálitla stund tók hásmóðirin eftir því, að lítill drengur tók ekki þátt í þessu, en stóð álengdar og hlustaði á. Hún spurði hví hann væri ekki með. Hann leit raunalega á hana og svaraði: — Jeg kann ekki að spila. ★ Júlli var orðinn átta ára og hafði ekki gaman að neinu nema hestum. ÖUum stundum var hann úti í hesthúsi náffrannans. — Og væri hann spur%ur hvað hann langaði til að eiga, sagði hann allt af: Hest! Faðir hans hafði ekki efni á því að gefa honum hest, og þegar ]eið að jólum langaði hann lil að beina huga drengsins að öðrirng sagði: — Við skulum nú setja sem svo. Júlli minn, að þú eigir hest. En hvað mundurðu þá vilja fá í jóla- gjöf? — Hnakk, sagði Júlli hikláust'— Þeir segja að samvinna sje allra meina bót. Og margt gott gæti af henni leitt, til dæmis ef freknur í andliti vildu renna saman, þá yrði alt andlitið fallega brúnt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.