Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 455 Á [ • / Sf b erjamo Jeg gleSst viS gróSurilm Ó, himinhvelfing skœr í grœnni berjalaut. þú hrilsar grislum skráS. Ó, moldargatan mjúk. Og hvrrgi er skýjaskaf. Ú. móðurjarSarskaut■ Úr moldu grasiS grær; rn skygniS töfrum gljáS. viS gróinn barminn þinn Og hriSin hýrnar öll jrg skynja sköpun alh viS himinljómans bros. og skyldlrik þrss jrg finn. Jrg Irggst i litinn hvamm. í lyng og blómaflos. Jrg jinn aS allt rr ritt meS berin blá og svört og rinu marki háS; í brekkum allt í kring. í bygg'tng einhvrrs rins Hvr fjöllin farrast nær rr ölhtm vrrum stráS. og fáSminn breiSa' í hring. Maríus Ólafsson• daginn, sem hann hefur látið hríf- ast af fegurð hennar að morgni í stað þess að dorma fram að dag- málum eins og tíðast er. - Náttúran heillar gangnamenn. Nú hlýnar óðum — heiðríkur og bjartur hausthimininn hvelfist yfir okkur svo að hvergi sjer ský á lofti. Smölunin gengur ágætlega. Óðum fjölgar fjenu, sem við höf- um á undan okkur. Og nokkru aust ar en Ilellisá fellur að hrauninu, rekum við það fram yfir hana og suður mýrarnar milli Lauffells og Geirlandshrauns. Fjórir okkar fara upp fjallið Geirlandshraun og bægja fjenu austur af því og suður á við. Þarna uppi er glæsileg útsýn til allra átta, því engin fjöll eru nálæg, sem skyggja á. Maður sjer alla leið vestur til Hjörleifshöfða og Hafurseyjar, fram af Mýrdals- jökli og austur til Öræfa, og sanda flæmin þar á milli, sundurskorin af jökulvötnunum og brydduð af hvítum feldi brimsins við strönd- ina. Þessi mikla sandauðn er ógn- þrungin og geigvænleg, því hversu margir hafa þar ekki lífi týnt, bæði erlendir farmenn við brimströnd- ina og innlendir ferðamenn í glím- unni við jökulvötnin. En við dvelj um ekki lengi við svo dapurlegar hugsanir, þegar við erum að njóta þess að horfa yfir landið af Geir- landshrauni, þar sem það liggur fyrir fótum okkar, baðað í mildu skini þessa síðsumardags. En við erum ekki bara á skemmtiferð og til að njóta þess, sem fyrir augu ber. Og hvað mvndi fjallkongurinn okkar, Skúli á Hunkubökkum, segja ef hann kæmist að raun um það. að við værum að eyða tímanum í að skoða náttúruna í stað þess að gegna okkar skyldustörfum. Við höldum í hægðum okkar fram af Geirlandshrauni. Hjer er fátt um fje, aðalsafnið er austan við fjallið og það fer hægt, því að það mundi fljótt lýast og mæðast, sumarfeitt í miðdegishitanum ef hratt væri far ið. Sunnanvert í Geirlandshrauni, þegar halla fer fram af, heita Stjórn arbotnar, þar sem áin Stjórn mynd ast af mörgum lækjum. Þar eru mörg djúp gil með björtum foss- um og á milli þeirra skiptast skrið- ur og moldarrof og hlýlegir lyng- grónir hvammar, þar sem litbrigði jarðarinnar eru sjerstaklega fögur á þessum árstíma. Þegar jeg er að eltast við kindurnar, þarna eftir gil skorningunum, óska jeg þess að mega koma hjer aftur og geta gefið mjer betri tíma til að skoða allt, og hver veit nema sú ósk eigi eftir að rætast. Nú fer óðum að styttast í áfanga staðinn Eiritúnaháls, þar sem við komum á ferð okkar inneftir í gær. Fjeð rennur greiðlega niður Hurð arbökin og brekkurnar meðfram Stjórn, og innan stundar er það allt komið í byrgið nálægt sælu- húsinu, þar sem það á að bíða til morguns, að við höldum smölun- inni áfram fram heiðar og niður til rjetta. Einkennilegar tölur Talnavísindi er fræðigrein, sem fæstir bera mikið skynfcragð á, en ekki verður því neitað að oft eru tölur svo einkennilegar, að menn rekur í rogastans. Hjer er eitt ciæmi, útreiknað árið 1944 þegar styrjöldin var að komast á lokastig. Churchill Hitler ftoosevelt Mussoline Stalin Tojo. Fædöur 1874 1889 1882 1883 1879 1884 Aldur 70 55 62 61 65 60 Tók vöJd 1940 1933 1933 1922 1924 1941 Valdat imi 4 11 11 22 20 3 Samtals 3888 3888 3888 3888 3888 3888 Sje vfkomunni deilt með 2 kemur út ártalið 1944.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.